Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Síða 30

Tölvumál - 01.10.1996, Síða 30
Október 1996 byggingu sérþekkingar innan Námsgagnastofnunar. - Aukin sérþekking Námsgagna- stofnunar á hönnun, kröfulýs- ingum og mati hugbúnaðar. - Hlutverk Námsgagnastofnunar fyrst og fremst verkefnisstjóm- un en kalli til sín fagfólk á hverju stigi, höfunda og for- ritara. - Bjóða út hönnun og forritun. - Kanna hvort fyrirtæki kosti gerð hugbúnaðar fyrir skóla. - Við námsgagnagerð verður að nýta kosti margmiðlunar til að efla menntun og auka fjöl- breytni í skólastarfi. - Kröfur um kennsluefni munu aukast. - Mikil þörf á að myndarlegt átak verði gert í útgáfu kennslu- forrita, tölvutengds námsefnis og margmiðlunardiska á ísl- ensku fyrir skóla því íslend- ingar verða sjálfir að búa til þau námsgögn sem snerta ísl- enska tungu, sögu og náttúru. Þetta á jafnt við um kennslu- bækur sem kennsluhugbúnað, handbækur og orðabækur. - Námsgögn munu breytast. Að- gangur að ýmiss konar sér- hæfðum forritum, kennslufor- ritum, margmiðlunarefni og Interneti tekur að nokkru leyti við af prentuðum upplýsingum. - Nýta upplýsingatæknina til að spara útgáfukostnað vegna námsefnis - fyrir litla hópa og efni sem oft þarf að endurnýja. - Auk þess verður ráðuneytið (menntamála) að verja sérstöku fjármagni til málaflokksins næstu árin með því m.a. að efla þá fjárlagaliði, sem nú þegar eru ætlaðir til upplýsingatækni eða nýjunga í skólastarfi, liði sem ætlaðir eru í þróunarstarf. Lokaorð Eins og fram hefur komið hér að framan hefur Námsgagna- stofnun þegar gefið út margvíslegt efni í rafrænu formi og ný verkefni eru í vinnslu eða í undirbúningi. Stofnunin hefur tjáð sig tilbúna til að takast á við þessi metnaðarfullu verkefni, en árlegar sérfjárveit- ingar til hugbúnaðargerðar duga æ skemmra. Augljóst er að ekki verður mögulegt að sinna þessu af nokkru gagni nema til komi aukið fjármagn, svo spurningin er - hvaðan eiga peningamir að koma? Sveinn Kjartcinsson er ritstjóri hjá Náms- gagnastofnun Júmbó Skrá Glímur Hjálp Lestrarglúnur 30 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.