Tölvumál - 01.10.1996, Síða 31
Október 1996
Tölvuvædd upplýsingaöflun á
skólasöfnum
Eftir Kristínu Björgvinsdóttur
Ég ætla að fjalla um upplýs-
ingaöflun á skólasöfnum í fram-
haldsskólum. því þar þekki ég helst
til. Tölvuvædd upplýsingaöflun í
grunnskólasöfnum er svo skammt
á veg komin hér á landi og er í svo
fáum skólum, að ekki er ástæða
til að fjalla mikið um hana. Þó eru
auðvitað til glæsilegar undantekn-
ingar.
Hver hefur þróunin
verið?
Það var ekki fyrr en í lok síð-
asta áratugar að hafist var handa
við að tölvuvæða spjaldskrár
bókasafna í framhalds-
skólunum. Þá opnuðust okkur
bókasafnsfræðingum nýjar
víddir í starfinu, því að tölvu-
skrárnar gátu haldið utan um
miklu fleiri upplýsingar um
safnkostinn en gömlu spjald-
skrárnar, það var hægt að
nálgast þessar upplýsingar
miklu hraðar og leitarmögu-
leikar voru mun fleiri en í
spjaldskránum. Á þessum
fyrstu árum voru tölvuskrár
ekki nettengdar og bókasafns-
fræðingarnir þurftu að leita
upplýsinganna fyrir viðskipta-
vinina. Svokallaðir safn-
kennslutímar á bókasafninu
fóru oft þannig fram að við
kenndum nemendum að leita í
spjaldskránni að höfundi, titli
og flokksmerki og að lesa síð-
án úr upplýsingum á spjaldinu
fyrir hverja bók. Get ég viður-
kennt hér í þröngum hópi að varla
mátti á milli sjá hvorum leiddist
meira, mér eða nemendum, en ég
bar mig vel.
Einnig fór mikill tími í að gera
svokallaða heimildalista vegna ein-
stakra verkefna og var þá kembdur
bóka- og tímaritakostur hvers
safns svo hægt væri að finna not-
hæfar heimildir sem hentuðu nem-
endum okkar. Þetta hafði í för með
sér að nemendur þurftu sjaldan að
meta heimildimar sem þeir notuðu,
við vorum búin að velja þær fyrir
þá.
Kennslufræðilegt hlutverk
bókasafnsfræðinga í skólum var
gjaman lítið, því að starf þeima var
helst að koma á laggirnar og við-
halda gagnasafni og að skrásetja
það. Þeir fengust aðallega við
handleiðslu í bókasafnstækni og í
aðeins einstaka tilviki í upplýs-
ingatækni.
Svo voru tölvuskrárnar settar
á innanhússnet einstaka skóla og
viðskiptavinirnir gátu sjálfir leitað
í skránum og fannst öllum stórt
skiæf stigið. Nemendum og kenn-
urum fannst miklu aðgengilegra að
leita í tölvskránum. Þó verður að
segja eins og er, að mörgum kenn-
urum hraus hugur við að setjast
niður við tölvumar og leita upplýs-
inga um bókakostinn. Þeir vildu
helst láta halda í höndina á sér á
meðan þeir unnu verkið. Þetta
lagaðist þegar okkur tókst að
sannfæra þá um að við leyfð-
um þeim ekki að komast á
svæði í tölvunum þar sem
hætta væri á að eitthvað
skemmdist. Sumir eru - (eða
segjast vera) - hálfhikandi
ennþá. Nemendur voru öllu
óhræddari, svona oftast nær.
Þessi tæknivæðing breytti
töluvert þeim safnkennslu-
tímum sem við með eftirgangs-
munum höfðum í flestum
skólum komið á. Þessir safn-
kennslutímar voru, og eru víð-
ast enn, alveg utan stunda-
skrár.
Það var helst að íslensku-
kennarar létu tilleiðast að láta
okkur eftir eina kennslustund,
enda voru þeir kannski háð-
astir góðu samstarfi við bóka-
safnsfræðinginn!!
Tölvumál - 31