Áramót - 01.03.1906, Qupperneq 6
IO
prestanna, séra Oddr V. Gíslason, hefir í revnd-
inni þetta ár eins og næsta ár á,ör staðið fyrir utan.
Eins og yðr öllum víst er kunnugt sagði hann sig á
sínum tíma úr lögum með oss; en að órannsökuðu
máli vildi kirkjuþingið í hitt hið fyrrá ekki taka úr-
sögn hans gikla. Eól það þing því tveggja manna
nefnd á hendr að eiga bróðurlegt samtal við séra Odd
og á þann hátt kynna sér mál hans og leggja svo til-
lögur sínar út af því fyrir næsta þing. Þeir séra N.
Steingrímr Þorláksson og séira Friðrik Hallgrímssoni
voru settir í þá nefnd. Og var í fyrra á þingi starfs-
tími þeirrar nefndar framlengdr um annað ár, með því
þeir skýrðu þinginu frá, að þeir hefði ekki enn fengið
fœri á að ná samtali af séra Oddi. Mér er nú um það
kunnugt, að nefndin hefir fyrir nokkru gjört það, er
henni var á hendr falið, og mun hún leggja tillögur
sínar fram á þessu þingi. En meðal hinna eiginlegti
starfsmanna kirkjufélagsins á l'iðnu ári hefir séra Oddr
naumast getað talizt, enda engin skýrsla til mín; kömin
frá honum um hið kirkjulega starf hans.
Nokkra von höfðum vér i fyrra um það, að prestr
einn á íslandi, séra Jón Ólafr Magnússon, myndi taka
kölluninni frá söfnuðunum í Þingvallanýlendu og
Vatnsdalsbyggð í Saskatchewan og koma vestr til þess
að þjóna þeim. En sú von brást. f Nóvember síð-
astliðnum kom loksins frá honum það svar upp á köll-
unarbréfið, að af ýmsum óviðráðanlegum orsökum gætí
hann því miðr ekk komið. Hinsvegar sá séra Pétr
Hjálmsson sér ekki annað fœrt í fyrra en að hverfa úr
missiónarprestsstöðuuni, sem hann áðr ár eftir ár hafði
verið í fyrir kirkjufélagið, og gjörðist hann í þess