Áramót - 01.03.1906, Síða 10

Áramót - 01.03.1906, Síða 10
14 gjört þetta fyrir mín orð. Og svo þakka eg honum þá af öllu hjarta. — Vert er og þakklátlega að minnast þess, að hr. Hjörtr Leó, námsmaðr frá Wesley College í Winnipeg, einkar vel gefinn, sem að sumrinu til stýrir alþýðuskóla nálægt Churchbridge, Sask., heldr þar á sama tíma uppi sunnudagsskóla tilheyranda Kon- kordía-söfnuði, og í því sambandi einnig reglulegum safnaðarguðsþjónustum. Hið sama gjörði hann líka í fyrra, án nokkurs endrgjalds af vorri hálfu. Hefir þetta sérstaka starf hans skiljanlega og mér vitanlega orðið málefninu kirkjulega í því byggðarlagi til verulegs stuðnings. í sumar stendr og hr. Guttormr Guttorms- son, annar efnilegr stúdent frá Wesley Callege, fyrir sunnudagsskóla í Þingvallanýlendu-söfnuði, og verð- skuldar hann auðvitað einnig þakklæti vort fyrir það starf. J>vi’miðr hafa fjórir af söfnuðum kirkjufélagsins alls engrar prestsþjónustu notið á árinu: Guðbrands- *öfnuðr, Swan River söfnuðr, Trínitatis-söfnuðr og Turudalssöfnuðr (allir í ManitobaJ. Alvarlega verðum vér að leitast við að bœta úr þessu nú. Leyfi eg mér að leggja það til, að kirkjuþing þetta feli einhverjum jprestanna að heimsœkja hina prestlausu söfnuði á ár- dnu, svo að í þvi efni verði nú fyrirfram fast ákveðið, ihvað hver þeirra skal gjöra. Því um það er mér vel kunnugt, að söfuðirnir allir, sem svona er ástatt fyrir, þrá sterklega slika hjá.lp af hálfu kirkjufélagsins. Og fáist engin slík hjálp úr þeirri átt, er svo afar hætt við, að söfnuðir þeir visni upp og deyi. Með kuldalegum orðum hefir opinberíega verið kvartað um það ekki fyrir löngu, að kirkjufélagið veitti

x

Áramót

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Áramót
https://timarit.is/publication/247

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.