Áramót - 01.03.1906, Side 32

Áramót - 01.03.1906, Side 32
36 Þá lagöi séra FriSrik Hallgrimsson fram svo hljóð- andi skýrslu ásamt fylgiskjölum frá nefndinni, sem ann- ast hefir kenslufyrirtæki kirkjufélagsins viö Wesley College síöastliSiS ár: Mountain, N. D., 20. Júní 1906. Til forseta Hins ev. lút. kirkjufél. fslendinga í Vesturheimi. Vér undirritaSir, sem kosnir vorum á síðasta kirkju- ■þingi til þess aS annast um íslenzka kennaraembættið við Wesley College, leyfum oss að gefa þessa skýrslu um starf vort. Á fyrsta fundi vorum skiftum vér þannig með oss verk- um, að séra Fr. Hallgrímsson varð formaSur nefndarinnar, hr. Thomas H Johnson skrifari, en hr. Árni Eggertsson gjaldkeri. Enn fremur kusum vér hr. FriSjón Friðriksson í hina sameiginlegu fjárhaldsnefnd, sem varðveitir og á- vaxtar skólasjóðinn. Samkvæmt ályktan síSasta kirkjuþings, hefir kensla 1 íslenzkum fræðum farið fram viS Wesley College á síðast- liðnu skólaári, og þá kenslu hefir séra FriSrik J. Bergmann haft á hendi. Hann hefir kent 12 stundir á viku hverri, og hefir sú kensla farið fram í báðum bekkjum undirbúnings- deildarinnar og tveim neðri bekkjum college-deildarinnar. AS öðru leyti viljum vér hvaS kensluna snertir vísa til skýrslu séra Friðriks J. Bergmanns, sem fylgir hér með. Auk þess aS hafa þessa kenslu með höndum og önnur störf í þarfir skólamálsins, svo sem fjársöfnun o. fi., hefir kennarinn með leyfl nefndarinnar, eins og að undanförnu, veitt Tjaldbúðar-söfnuiSi í Winnipeg prestsþjónustu, og laun hans frá kirkjufélaginu því ekki verið nema $1,000 í staS $1,200. Meðfylgjandi fjárhagsskýrsla sýnir, að árstekjurnar hafa veriS $1223.15, en útgjöldin $1,030.60. 1 sjóði eru nú $192.55, auk helmings vaxtanna af skólasjóði fyrri helming- yfirstandandi árs, sem eru ekki enn fallnir í gjalddaga.

x

Áramót

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Áramót
https://timarit.is/publication/247

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.