Áramót - 01.03.1906, Blaðsíða 57
6i
SJÖUNDI FUNDUR—kl. 2 e.h. sama dag.
Allir á fundi nema Einar Scheving og Árni Árna-
son, sem voru fjærverandi meö leyfi forseta.
Sungin voru nokkur vers af sálminum nr. 398, og
því næst flutti séra Kristinn K. Ólafsson fyrirlestur, er
hann nefndi
SÓKN OG VÖRN,
og greiddi þingið honum þakklætisatkvæöi fyrir fyrir-
lesturinn, samkvæmt tillögu séra Péturs Hjálmssonar.
Var svo eítir stutt fundarhlé aftur tekiö til starfa,
og tekið fyrir heiöingjatrúboðsmálið. Feld var til.lagan,
sem fyrir lá, um það, að vísa málinu til nefndar. H.
Halldórsson lagði til, að málið sé rætt lið fyrir lið, og
var það samþykt.
Fyrsti liður samþyktur í einu hljóði.
Annar liður sömuleiðis.
Þriðji liður sömuleiðis.
Fjórði liður sömuleiðis.
Við fimta lið gjörði séra Fr. J. Bergmann þessa
viðaukatillögu: „og að þeirri nefnd sé falið að vera sér
lit um íslenzkan trúboða, sem æskilegt væri að hægt
væri að senda af kirkjufélagsins hálfu út í heiðingja-
heiminn á 25 ára afmæli kirkjufé!agsins,“ og var hún
samþykt í einu hljóði, og fimti liður síðan samþyktur
með viðaukanum. Síðan voru ti.Uögur nefndarinnar
með áorðnum breytingum sam'þyhtar í einu hljóði.
Séra Björn B. Jónsson afhenti síðan 100 dollara
gjöf í heiðingjatrúboðssjóðinn frá ónefndum íslenzk-