Áramót - 01.03.1906, Síða 72

Áramót - 01.03.1906, Síða 72
76 skólanna frá skrifara kirkjufélagsins, en sem hann ekki gat gefiö fyr en á þing var komið, vegna þess hve seint hann fékk skýrslurnar frá sumum söfnuöunum. Mætti viröast, þegar skýrslan sú í ár er borin saman v:ð þá í fyrra, aö því er aöal-tölur snertir, sem fjölgaö heföi eð mun á sd sk. á árinu, bæði nemendum og kennur- um. En þegar betur er gáð að, er fjölgunin mjög lítil. Frá fimm skólum eru skýrslur í ár, sem ekki voru neinar frá í fyrra, og e’nn stór skóli hefir bæzt við töluna, skóli Tj aldbúðar-í afna ðar. í nokkrum söfnuðum eru engir sd.skólar. Það eru: Fjalla-, Hallson- og Marshall-söfnuðir. Marshail-söfn. kvað vera orðinn svo fámennur. Líka er enginn skóli í Furudals- og liklega heidur ekki í Tríntatis-söfnuði. 1 Grafton-söfnuði hefir skóli verið með köflum, eins í Ár- nes-söfnuöi. 1 flestum söfnuöum eru þannig sd.sk. og sýnir það, að söfnuðirnir eru sér þess meðvitandi, hvað nauðsynlegir skólarnir eru. Enda þurfa allir söfnuðir þess. Það á aö vera þeim öllum áhugamál, ekki að eins að koma á sd.sk. hjá.sér, heldur líka að leggja hina mestu rækt við þá. Þeirn þarf að skiljast, að það er lífsnauðsyn bæði barnanna og safnaðarins vegna. Hver söfnuður uppsker og kirkjufé- lagið lika af því, hvort vel er hirt um hörnin eða illa. Kirkjufélag'nu verður því að vera ant um sd.sk.mál sitt og vfir höfuð að tala leggja rækt við alt, sem hlúð getur að krist'Iegu uppeldi og uppfræðslu barna, ef því er ant um framtíð sína. í síðasta blaði ,.Kennarans“, sem út kom síðastliðið haust, gjörði eg grein fyrir því, hvers vegna hætt var við lexíublað. Líka gaf eg ofur-litla bendingu um, hvernig mér sýndist bezt að skifta skóla í bekki, þar sem ekki væri komið fast skipulag á, og hvaða lexíur ætti að kenna i hverjum bekk. Fg bauðst líka til að gefa frekari leiðbein- ingar þeim, sem þyrftu og æsktu, að þvi leyti sem mér væri unt. En enginn hefir viljað nota sér tilboðið, eða ekki þurft þess.

x

Áramót

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Áramót
https://timarit.is/publication/247

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.