Áramót - 01.03.1906, Síða 76

Áramót - 01.03.1906, Síða 76
8o 1. —Samkvæmt ákveöinni ósk séra Odds V. Gíslasonar tekur kirkjuþingiö gilda úrsögn hans úr kirkjufélaginu. 2. —Kirkjuþingiö viðurkennir að ónærgætnislega var breytt viö séra Odd á kirkjuþinginu í Argyle 1903, og biður fyrirgefningar á því. 3. —Kirkjuþingið vottar séra Oddi samhrygð sína út af þeirri sorg, sem hann hefir fyrir fáum dögum orðið fyrir við hið sviplega fráfall tengdasonar síns. 4-—Kirkjuþingið biður séra Odd að þiggja sem gjöf frá sér $60.35. °» óskar honum blessunar drottins og fag- urs og friðsæls æfikvölds. Á kirkjuþingi að Mountain, N.D., 22. Júní 1906. N. Stgr. Thorlaksson, Friðrik Hallgrímsson, Loptur Jörundsson, B. Walterson, Stefán Eyjólfsson. Var nefndarálitið samþykt, og síðan tekin sam- skot á kirkjuþinginu að upphæð $60.35, til þess að senda sera Oddi. Næst var rætt um styrkveitingar handa guðfræðis- nemendum. Séra Jón Bjarnason gjörði þá tillögu, að styrkur sá, sem nemendum við prestaskólann í Chicago hefir hingað til verið veittur, sé skoðaður sem gjöf, en ekki sem lán; samþykt. Séra Fr. J. Bergmann lagði til, að slíkttr styrkur, sem framvegis verði veittur, sé skoðaður sem vaxta- laust lán; samþykt. Jón J. Vopni lagði til, að forseta kirkjufélagsins sé falið að afgreiða það, sem kynni að hafa gleymst á þessu þingi. Samþykt. Þá var samþykt að forseti skyldi tilnefna þrjá menn í nefnd til þess að gjöra ti.llögur um það, hverjir

x

Áramót

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Áramót
https://timarit.is/publication/247

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.