Áramót - 01.03.1906, Page 79

Áramót - 01.03.1906, Page 79
83 Friðjón Friðriksson lagði til, að skrifara væri gold- in 25 dollara laun fyrir starfa sinn; samþykt. Séra Björn B. Jdnsson skýrði frá, að hann hefði farið á síðasta þing General Councils í Millwaukee sem fraternal delegate, samkvæmt því, sem honum var fa’ið á síðasta kirkjuþingi, og bar kirkjufélaginu mjög hlýja kveðju frá því þingi. Þá bar skrifari fram svohljóðandi tillögu til þings- ályktunar: „Vér, sem setið höfum á þessu kirkjuþingi, vottum hérmeð Víkur-söfnuði innilegt þakklæti vort fyrir alla þá gestrisni er oss hefir verið sýnd hér, og bæði þeim söfnuði og nágrannasöfnuðunum fyrir hið hlýja bróður- þel er vér höfum átt að mæta. Oss munu lengi í minni þessir ánægjulegu dagar, sem vér höfum dvalið hér, og þegar vér erum nú að fara héðan, biðjum vér drottinn að blessa þessa kæru söfnuði og prest þeirra, og gefa náð sína til þess, að hin kirkjulega starfsemi þeirra megi bæði nú og á ókomnum tíma bera sem blessunar- ríkasta og ánægjulegasta ávexti, hans heilaga nafni til dýrðar.“ Tillagan var samþykt með því að aLlir stóðu á fætur. Þvínæst ávarpaði Elis Thorwaldson þingið með nokkrum orðum í nafni Víkur-safnaðar. Að því búnu voru sungin 2 vers af sálminum nr. 420 og séra N. S. Thorlaksson flutti bæn. Sagði forseti svo þinginu slitið. ^000*

x

Áramót

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Áramót
https://timarit.is/publication/247

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.