Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Page 5
PAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981. 5 „Heimsæki og heilsa uppá sem flesta” —segir sr. GyKfi Jónsson en hann segisf jaf nf ramt vera andvígur prestkosningum „Það telst sjálfsagt til áróðurs ef ég segi að kirkjusókn í Hornafirði sé vaxandi en þannig er það nú samt. Aukin þátttaka sóknarbarna í guðsþjónustunni hefur þar sitt aðsegja ai auk þess hef ég að nokkru tekið upp léttari messusöng,” sagði sr. Gylfi Jónsson í samtali við Visi en hann sækir um Glerárprestakall ásamt sr. Pálma Matthíassyni. Undir það presta- kall heyra Lögmannshlíðarsókn og Miðgarðasókn í Grímsey. Gylfi er fæddur og upþalinn á Akureyri, sonur hjónanna Petronellu Pétursdóttur og Jóns Helgasonar, skósmiðs og verkstjóra hjá skógerð Iðunnar. Eiginkona Gylfa er Þorgerður Sigurðardóttir Guðmundssonar, ný- kjörins vígslubiskups á Grenjaðarstað. Móðir hennar er Aðalbjörg Halldórs- dóttir. Gylfi og Þorgerður eiga 8 ára gamlan son, Jón Gunnar. Gylfi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1%5. Gylfi Jónsson er fæddur og uppalinn á Akureyri. með kirkjuskóla fyrir 4—5 ára börn og síðan sunnudagaskóla fyrir eldri börnin, bæði í Bjarnarnesi og Hafnar- kirkju. Þá er líflegt æskulýðsstarf i gangi á Höfn. Lótt lögviðmessu Hinn þátturinn er aukin þátttaka sóknarbarna í guðsþjónustum og safnaðarstarfi, sem ég hef gert tilraun með á Hornafirði með góðum árangri. Hafa leikmenn þá tekið þátt i flutningi messunnar og jafnframt hafa verið sungnir léttir söngvar ásamt okkar ágætu hefðbundnu sálmum. Þetta hefur leitt til aukinnar kirkjusóknar. Ég get nefnt Hafnarkirkju sem dæmi, en þar hafði ég 50—60 manns við messu i fyrrahaust. Undir vorið voru kirkjugestir komnir yfir hundraðið. Þessir tveir þættir, öflugt barna- og æskulýðsstarf ásamt léttara messu- formi hafa reynst mér vel. Ég mun því feta í sömu spor á Akureyri nái ég kjöri.” — Hvað með frístundir og tómstundastörf? „Það verður að segjast eins og er, að preststarfið gefur ekki margar frístundir. Flest mín tómstundastörf eru í tengslum við tónlist. Tók ég þátt í stofnun Tónlistarskóla Austur-Skaft- fellinga og hef kennt við hann á píanó og orgel. Einng hef ég sungið með karlakórnum og stjórnað kirkjukór,. í forföllum organista.” Gylfi var næst spurður um viðhorf hans til prestkosninga. „Almennt er ég andvígur því fyrir- komulagi, sem er á prestkosningum. Ég lel betra að veita prestaköllin eins og gert er með önnur embætti ríkisins. Ég held að það yrði farsælla. Á hitt ber líka að líta að prest- kosningar hafa sinar jákvæðu hliðar. Ég hef að undanförnu reynt að heimsækja og heilsa upp á sem flest sóknarbörn í þeim sóknum, sem ég nú sækist eftir að þjóna. Ég er sannfærður um að þessi kynni eiga eftir að verða mér gagnleg fari svo að ég nái kjöri. ” Gylfi hefur aldrei verið langdvölum á Akureyri síöan hann hélt -suður til náms 1%5. Hann var næst spurður hvernig honum þætti heimkoman, hvort Akureyri væri lík þeirri sem hann kvaddi? FÖSTUDAGSKVÖLD IJI5HUSINU11 JliHUSINU OPIÐ I ÖLLUM DEILDUM TIL , KL.10 I KVOLD NÝJAR VÖRUR í ÖLLUM DEILDUM MATVÖRUR FATNAÐUR HÚSGÖGN BYGGINGAVÖRUR TEPPI RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL Ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar ó flestum vöruflokkum. Allt niður í 20% út- búrgun og lánstími allt að 9 mánuðum. JIE Jón Loftsson hf. /A AA AAA IO Q £H E3 G2 23 I 1 ia im m hí o i BSÍI19I Hríngbraut 121 Sími 10600 Frá 1. okt. verður opið: Mánud.-miðvikud. 9—18, fimmtud. 9—20, föstud. 9—22 og laugard. 9—12. HAFSKIP HF. REYKJAVÍK Til hluthafa Hafskips hf. Kynning á starfsemi félagsins. Eftir það iá leiðin i Kennaraskólann, þar sem hann lauk kennaraprófi. Guðfræðipróf tók Gylfi 1973, og vigðist þá til Staðarfellsprestakalls, sem Jón Aðalsteinn Baldvinsson, annar umsækjandinn um Akureyrar- prestakall, þjónar nú. Nær prestakallið yfir Köldukinn og Bárðardal. Siðan iá leiðin til Uppsala í Svíþjóð, þar sem Gylfi var þjónandi prestur við sænsku kirkjuna og spítalaprestur á geðsjúkrahúsi um eins árs skeið. Eftir heimkomuna tók Gylfí við Bjamaness- prestakalli i Hornafirði, þar sem hann hefur þjónað síðan. Fyrst var Gylfi spurður um kirkjusókn og þá siði sem hann hefði tamið sér í sínu starfi. Æskulýðsstarfið er grunnurinn „Það má skipta þessu í tvo þætti,” sagði Gylfi. „Æskulýðsstarfið er grunnurinn undir allt safnaðarstaiT þegar til lengri tí ma er litið. Ég var svo lánsamur að alast upp i æskulýðssiarfi undir handleiðslu séra Péturs Sigur- geirssonar, nýkjörins biskups. Fyrst var það í sunnudagaskólanum og síðar í Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju, þar sem ég gegndi formennsku. Á skóla- árum mínum var ég síðan í mörg sumur stjórnandi sumarbúðanna \dð Vest- mannsvatn. Þetta var skemmtilegt starf og var mér lærdómsríkt. Gaf það mér- gott veganesti út í preststarfið. Æskulýðsstarf á Hornafirði er mikið, enda er þar mikið af ungu fólki, börnum og unglingum. Ég hef verið „Bæði og,” svaraði Gylfi, „stundum upplifi ég gömlu góðu Akureyrarstemmninguna, en í stórum hluta af Glerárhverfi hef ég kynnst nýju andrúmslofti, þar sem býr margt ungt fólk. Margt af því er fætt og upp- alið á Akureyri. Það er einkennandi fyrir Akureyringana að margir þeirra minnast sunnudagaskólans og æskulýðsstarfsins við Akureyrarkirkju frá sinum uppvaxtarárum, þegar ég fer að ræða um safnaðarstarf 1 heimsóknum minum til þeirra.” — Nú er engin kirkja í Glerárhverfi. Gerir það ekki erfitt um vik með safnaðarstarf? „Jú, vissulega gerir kirkjuleysið erfitt fyrir en skólinn, Lögmanns- hlíðarkirkja og Akureyrarkirkja brúa það bil þar til úr rætist. Það er ungt og dugmikið fólk starfandi í söfnuðinum og það er trú mín að þetta fólk sjái til þess að ekki verði löng bið í safnaðar- heimili og kirkju í Glerárhverfi,” sagði Gylfí Jónsson i lok samtalsins, um leið og hann setti fram þá ósk sína að prest- kosningarnar færu fram í bróðerni, svo kirkjunni yrði sómi að. -GS/Akureyri. Þetta umferðarmerki táknar ll að innakstur JL er öllum bannaður II — einnig þeim sem hjólum aka. J Þriðjaárið í röð boðarfélagiðtilsérstaks fundarmeð stækkandi hópi hluthafa sinna til kynningar á starfsemi félagsins. Á fundinum munu deildarstjórar félagsins og framkvæmdastjórar sitja fyrir svörum og taka þátt í umræðum sem Jón Hákon Magnússon mun stýra. Kynningin ferfram laugardaginn 5. desembern. k. kl. 14.30 í Hliðarsal Hótel Sögu. (Gengið inn um hóteldyr. Uppstigatil hliðarvið lyftu). Þess er að vænta að á kynningarfundinum verði hinar margvíslegustu spurningar ræddar, svo sem t. d.: - Næstu skipaendurnýjunarverkefni. - Hefur breytt tryggingarstefna félagsins skilað árangri? - Á ferjurekstur framtíð fyrir sér? - Endurskipulagningarmöguleikar í kjölfar úttektar á erl. rekstri félagsins (sbr. verkefni það, sem Björgólfur Guðmundsson stjórnar nú erlendis). - Á Hafskip hf. aö tengjast (vöru)flugrekstri? — Hvernig verður hin nýja vörugeymsla og hafnarsvæði byggt upp? — Er rétt að stuðla að því, að Ríkisskip verði gert að hlutafélagi með aðild skipafélaganna? Það ereindregin hvatning, að hluthafar komi til kynningarinnarog leggi sitt lið til að gera kynninguna bæði gagnlega og skemmtilega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.