Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Side 28
36 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR4. DESEMBER 1981. Lilja Kristjánsdóttir, sem lézt þann 29. nóvember sl., var fædd 22. október árið 1896 að Tröð í Fróðárhreppi. For- eldrar hennar voru Sigurlin Þórðar- dóttir og Kristján Þorsteinsson. Lilja giftist Ágústi Jóhannessyni árið 1919 og eignuðust þau 5 börn. Þau bjuggu fyrst á Snæfellsnesi, síðar á Akranesi og loks í Hafnarfirði. Síðast var Lilja til heimilis að Álfaskeiði 64 í Hafnar- firði. Útför Lilju verður gerð í dag kl. 13.30 frá Hafnarfjarðarkirkju. Alfreð Clausen sem lézt þann 26. nóvember si. var fæddur 7. maí árið 1918. Foreldrar hans voru Steinunn Eyvindsdóttir og Areboe Clausen. Alfreð kvæntist Huldu Stefánsdóttur fyrir 25 árum og eignuðust þau eina dóttur. Áður hafði Alfreð verið kvæntur Kristínu Engilbertsdóttur. Alls eignaðist hann 7 börn. Alfreð var kunnur dægurlagasöngvari. Síðast var hann til heimilis að Miklubraut 62. Jarðarför hans var gerð í morgun kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Jóhann Björasson vélstjóri, áður tu heimilis að Framnesvegi 8 A, lézt 15. nóvember. Hann var fæddur í Grafar- koti i Borgafirði 13. júni 1895. Jóhann var vélstjóri á sjómælingaskipinu Tý. Hann kvæntist aldrei og eignaðist ekki börn. Útför Jóhanns fer fram í dag, 4. desember, frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Andlát Guðmundur Benedlktsson, fyrrverandi borgargjaldkeri, Grenimel 39, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, mánu- daginn7. desember kl. 13.30. Helgi Pálsson, kennari frá Haukadal, Dýrafirði, til heimilis að Norðurbrún 1, iézt i Borgarspitalanum, 2. desember. Hermann Hermannsson frá ögurvík, verður jarðsunginn frá ísafjarðar- kirkju, laugardaginn 5. desember kl. 14.00. Kristín Eyjólfsdóttir, Norðurbraut 23 Hafnarfirði, verður jarðsungin i dag, föstudag, frá Þjóðkirkjunni í Hafnar- firði kl. 15.00. Sigurjóna Ólafsdóttir, frá Görðum, í Vestmannaeyjum, er lézt 24. nóvember sl., verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 5. desember kl. 14.00. Þórunn Fjóla Pálsdóttir, Ásabraut 3 Sandgerði, verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju laugardaginn 5. desem- ber kl. 14.00. Jóhanna Vigdis Sæmundsdóttir, Barónsstig 21, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, í dag, 4. desember, kl. 15.00. 60 ára er í dag 4, desember Jón Andrés- son frá Snotrunesi, Borgarfirði eystra, nú til heimilis að Skúlaskeiði 22 Hafnarfirði. Jón tekur á móti gestum í lönaðarmannahúsi Hafnarfjarðar við Linnetstíg 3, kl. 19.00 í kvöld. 90 ára er í dag, 4. desember, Ingveldur Sigurðardóttir frá Hellissandi en þar bjó hún ásamt manni sínum Pétri Magnússyni allan sinn búskap. Hún er nú á heimili dóttur og tengdasonar síns Páls Sigurðssonar, Hólagötu 37 Ytri- Njarðvik. Basarar Kökubazar íKeflavflt Oigtarfélag Suöurnesja, heldur kökubasar í Tjarnar- lundi Keflavík, sunnudaginn 6. desember kl. 14.00. í gærkvöldi í gærkvöldi Axel Ammendrup skrífan Langt mál um lítlð efni Fimmtudagsleikritið var bara þokkalega skemmtilegt, enda er Simenon enginn grænjaxl og leikar- arnir hinir mætustu listamenn. Ég hlusta yfirleitt á útvarpsleikrit- in, ef ég kem því við, og ég verð að nöldra út af einu atriði alveg sérstak- lega. Þegar leikrit eru þýdd eru nöfn persónanna höfð óbreytt. Þá heita vesalings leikararnir okkar ein- hverjum óskiljanlegum nöfnum eins og „musju Baillard” eða öðrum nöfnum sem leikararnir eiga bágt með að bera fram. Það er óneitanlega klaufalegt að geta ekki borið fram eigið nafn. Það er mín von að einhvern tímann í framtíðinni ómaki þýðendur sig að staðfæra nöfn persónanna — þannig verður leikurunum textinn munntam- ari og eðliiegri. Jónas Guðmundsson, stýrimaður, málari og rithöfundur með meiru, hefur þá einstöku náðargáfu að geta talað lengi um lítið og það án þess að nokkrum manni leiðist. Sannast sagna eru pistiar hans oftast stór- skemmtilegir á að hlýða en ef maður rifjar upp efni pistlanna eftir á er niðurstaðan yfirleitt sú að ekki voru atburðirnir stórbrotnir. Kvöldstundir Sveins Einarssonar eru áheyrilegar og róandi, svona rétt fyrir svefninn. Þátturinn er vel unn- inn hjá Sveini og kynningarnar skemmtilegar. í heildina tekið var dagskrá hljóð- varpsins þokkaleg i gærkvöldi enda hef ég yfirieitt þann háttinn á að hlusta aðeins á þá dagskrárliði sem mér finnst fýsilegir en slekk á tækinu á milli. Sú regla hefur það þó óneit- anlega í för með sér að oft er slökkt á tækinu í marga daga f röð. -ATA. Jónas Guðmundsson, stýrimaður með meiru. Hinn árlegi basar, kökusala og flóamarkaður Kirkjufélags Digrancsprestakalls verður haldinn laugardaginn 5. desember nk. kl. 2 e.h. í Safnaðar- heimilinu v/Bjarnhólastíg. Að venju verður á boðstólum margt eigulegra muna. Komið og gerið góð kaup — og styrkið gott málefni um leið. Köku og munabasar fólagsheimilinu Laufósvegi 25 Laugardaginn 5. desember kl. 14 verður basar á vegum Húnvetningafélagsins í Reykjavík við Laufásveg 25, Reykjavík. Félagar eru minntir á að kökur eru vel þegnar, svo og góðir munir. Tekið verður á móti munum kl. 10—12 f.h. sama dag. Kvenfólagið Fjallkonurnar Basar verður sunnudaginn 6. desember kl. 14 í Fella- helli, Breiðholti III. Þeir sem vilja gefa á basarinn komi því í Fellahelli laugardag 5. desember frá kl. 14—16 eða sunnudag frá kl. 12—14. Jólafundurinn verður mánudaginn 7. desember kl. 20.30 að Seljabraut 54. Kaffiveitingar. Stjórnin. Opið föstudag til kl. 19.00 Opið laugardag kl. 9—16. Húsgagnasýning sunnudag kl. 14-17 Trésmiðjan ■ KIRKJUFÉLAG DIGRAIMESPRESTAKALLS ____—-n Basar, kökusala og fíóamarkaður pfes verður í Safnaðarheimilinu við Bjarnhótastíg ^N'álEF — ' iaugardaginn 5. desember ki. 2 e.h. nefndin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.