Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 22. MARZ 1982.
Nauðlending Fokkersins á Kef lavíkurf lugvelli
Lýsing farþega um borð:
SPRENGING í HREYFUNUM
OG ELDUR BLOSSAÐIUPP
mikiU hiti og reykjarlykt í f arþegarými
Sundkrakkarnir úr Boiunganik ásamt þjálfara sinum. Frá vinstri: Sfmon Þ6r Jónsson 11 ára, Guðbrandur Gunnar Garðarsson 14 ára, Anna Einarsdöttir 14 ára,
Guðjón Vfðisson 15 ára og Guðmunda Jónasdóttir sundþjálfari. DV-mynd: Bjarnleifur.
„Við vorum að horfa niður á ísa-
fjörð og þá kom hvellur. Það kviknaði
í. Mér brá, vissi eiginlega ekki hvað var
að gerast,” sagði Símon Þór Jónsson,
ellefu ára Bolvíkingur, einn yngsti far-
þegi í flugvélinni. Við hlið hans sat
Guðbrandur Gunnar Garðarsson,
fjórtán ára Bolvíkingur. Þeir tveir sátu
saman vinstra megin í vélinni, við
gluggann gegnt hreyflinum.
„Ég sá ekkert út nenia eld. Ég var
dálítið kvíðinn. Hélt ég myndi lenda
uppi í fjallshliðinni eða jafnvel oní ísa-
fjarðarbæ,” sagði Guðbrandur.
Strákarnir tilheyra hópi sundliðs frá
Ungmennafélagi Bolungavíkur sem var
á leið til Reykjavikur til að taka þátt í
unglingamóti KR. Fyrir hópnum fór
Guðmunda Jónasdóttir sundþjálfari en
aðrir í hópnum voru Guðjón Víðisson,
fimmtán ára og Anna Einarsdóttir,
fjórtán ára.
„Þetta var min fyrsta flugferð. Við
vorum öll að hlæja að brandara. Svo
kom sprengingin og allir þögnuðu. AII-
ir spurðu hvað væri eiginlega að ger-
ast,” sagði Anna.
,,Ég sat við gluggann á móts við
vænginn. Ég heyrði hvell, leit út og sá
þá mikinn eld. Stór eldstrókur stóð aft-
an úr hreyflinum. En maður liafði
eiginlega engan tíma til að vera að
hugsa um þetta. Þetta gerðist allt svo
snöggt. Svo slökknaði fljótlega í
hreyflinum,” sagði Guðjón Víðisson.
„Þegar kviknaði í kom mikil
reykjarlykt. Farþegarýmið hitnaði
mikið og það varð sjóðheitt inni í vél-
inni. Það hitnaði mjög snögglega,”
sagði Guðbrandur. „En svo kólnaði
aftur þegar eldurinn var slökktur og
það var ískalt á leiðinni suður, ” bætti
Guðbrandur við.
Ekki sögðust krakkarnir hafa orðið
neitt sérstaklega hræddir. „Við kviðum
mest fyrir lendingunni,” sagði Anna.
„Ég var að reyna að segja Símoni
brandara en hann vildi eiginlega ekkert
hlæja,” sagði Guðbrandur.
Við báðum Guðbrand um að lýsa
lendingunni:
„Hún lenti á hægra hjólinu. Var
lengi á þvi en lagðist svo hægt á hlið-
ina. Ég hélt að það yrði miklu meira
höggensvovarð.” -KMU.
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
Þýðingar viljum við engar hafa
Rétt er og sjálfgert af íslendingum
að halda fram réttri tungu sinnar í
samskiptum við aðrar Norðurlanda-
þjóðir. Þeir aðilar munu vera til í
landinu, sem telja öll lormerki á
þessu og bera við, eins og venjulega,
smæð okkar og lakmarkaðri þekk-
ingu annarra á okkar tungu. Þá
munu þeir til sem í undirgefni við
fjölmenni, og af nokkrum hags-
munaástæðum, vegna t.d. þýðinga á
hin Norðurlandamálin, telja að fá-
sinna ein sé að halda fram rétti ís-
lenskrar tungu við aðra Norður-
landamenn. Þetta eru heldur ógæfu-
leg sjónarmið og viðbárusmá, og
raunar ekki á færi annarra en al-
þjóðlegra járnbrautarskálda að halda
þeim fram.
Matthías Johannessen, ritstjóri
Morgunblaðsins, sem er áhrifamikill
maður, þegar hann vill það við hafa,
skrifaði stutta grein í Morgunblaðið
fyrir nokkru, þar sem hann benti á
það óhagræði fyrir islenskar bók-
menntir að þurfa þýðinga við, ef
leggja ætti þær fram i samkcppni um
bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs. Tók hann dæmi um skáld, sem
aldrei kæmu til greina vegna þeirra
misþyrminga, sem fylgdu i kjölfar
jafnvel bestu þýðinga. Sverrir Her-
mannsson, alþingismaður, tók þetta
mál upp á síðasta þingi Norðurlanda-
ráðs og flutti það skörulega, svo
athygli vakti. Sverrir situr fyrir Is-
lands hönd i menningarnefnd
Norðurlandaráðs og getur þvi haft
bein áhrif á ákvarðanatöku í þessu
efni.
Fáir eru hetur fallnir til að flytja
sjálfstæðismál á vettvangi Norður-
landaþjóða en einmitt Sverrir Her-
mannsson. Fyrir nokkrum árum,
þegar (illögur voru uppi um það á Al-
þingi að slaka til í rithætli og fella
niöur sctu stóð Sverrir fastur fyrir, en
að sjálfsögðu í minnihluta. Ætluðu
þá vinstri menn að sýna þjóðinni i eitt
skipti fyrir öll, hvaða yfirburði þeir
hefðu um meðferð tungunnar fram
vfir „útgerðarmanninn”, eins og þeir
kölluðu Sverri. F.n leikar fóru þannig
við umræðurnar, að þeir vinstri kall-
ar sátu eftir með sárar greipar.
Sverrir Hermannsson er með vask-
ari mönnum á þingi og sérlega vel
menntur í íslensku og islenskum bók-
menntum. Það þurfti þvi engan að
undra, þegar hann stóð upp á þingi
Norðurlandaráðs til að tala máli
tungu sinnar. Ljóst er að ekki er óyf-
irstíganlegt að koma málum þannig
fyrir í framtíöinni að hægl verði að
leggja finnskar og islenskar bækur
fyrir dómnefnd á frummáli. Hægt er
að hugsa sér að dómnefndarhópnum
verði skipt þannig að eitt kjörtímabil
kunni fulltrúar Dana og Svía fiunsku
og fulltrúar Norðmanna og Svia is-
lensku, en næsta kjörtímabil verði
það fulltrúar Svía og Norðmanna, er
kunni finnsku, en fulltrúar Finna og
Dana sem kunni íslensku. Einhverjar
slíkar leiðir er hægt aö fara og ætli
slík blöndun að duga viö fyrstu at-
kvæðagreiðslur nefndarinnar.
Það skiptir auövitað miklu fyrir
hin hálflokuðu málsvæði eins og
Finnland og ísland að komast að með
sínar tungur á viðkvæmum sviðum
eins og bókmennlum. Þýðingar á
verkum frá þessum tveimur þjóðum
hafa ekki skipt sköpum um útgáfur,
enda hægt að komast eftir öðrum
leiðum á vettvang annarra Norður-
landa, þ.e. mcð þýðingarstyrkjum.
Sérstaklega eiga Ijóðskáld í erfiöleik-
um, þar sem bókmenntaverðlaunin
eru annars vegar, þótt svo vel hafi
tekist til að l.d. islenskt Ijóðskáld
hafi fengið verðlaunin.
Menn beina þvi augum sínum að
Sverri Hermannssyni í þessu máli, og
munu fylgjast með því hvað honum
verður ágengt. Ekki er að efa að hann
fylgir hugmyndinni fasl eftir fyrir
hönd íslendinga, og er þá vel ef svo
tekst til. að af okkur verði létt þessu
þýðingaroki. Mætti raunar gera við-
reistara og heimta þýðendur á fundi,
svo hver maður sem þar talar geli
notað móðurmálið.
Svarthöfði