Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 22. MARZ 1982.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
PEN-samtökin
tala máli
fangelsaðra
rithöfunda
Alheimssamtök rithöfunda og blaða-
manna höfðu uppi í gær áskoranir um
frelsi til handa 600 rithöfundum sem
þeir segja í fangelsum eða sæta
hömlum á annan hátt við ritstörf sín.
PEN-samtökin alþjóðlegu, sem
standa að áskorunum þessum, eiga að
baki sér 9.000 rithöfunda í meir en 50
löndum en fulltrúar þeirra sátu um
helgina fund í London.
Þar var meðal annars skorað á pólsk
yfirvöld að láta lausa yfir 100 rithöf-
unda (þar af 18 félaga í PEN) sem
sagðir eru í haldi i Póllandi. Þeir hvöttu
einnig forsætisráðherra Víetnams,
Pham Van Dong, til þess að sleppa
lausum miklum fjölda rithöfunda og
listamanna sem afplána langa dóma í
fanga- og endurhæfingarbúðum.
Samtökin hafa einnig fordæmt
erlendar íhlutanir í málefnum Mið-
Ameríku.
Gaddafi
sleppti
„njósnur-
unum”
Frönsk kona og tveir synir hennar,
sem dæmd höfðu verið fyrir njósnir í
Líbýu, voru náðuð af Gaddafl ofursta.
Voru þau framseld franska sendiráðinu
I Trípólí í gær og verða send til Frakk-
lands i dag.
Frú Denise Dupont og synir hennar,
Alain og Jean-Claude, voru dæmd í
ævilangt fangelsi fyrir njósnir. Þeim
sem til fjölskyldunnar þekktu töldu
sakirnar afar ósennilegar því að móð-
irin og annar sonanna að minnsta kosti
væru ekki með fullum sönsum.
Frönsk yfirvöld kvörtuðu undan þvi
að þeim barzt aldrei fullkomin greinar-
gerð fyrir ákærunum og að málsvarnir
mæðginanna væru naumast tryggðar.
Leck Walesa befur ekld ennþá fengið að sjá yngstu dóttur sina, sem fæddist eftir að hann var hnepptur f stofufangelsi.
St. Helens gaus
Rjúkandi leir sem losnaði í jarð-
skjálftakippum, rann niður hlíðar eld-
fjalisins St. Helens í gær en þá hafði
fjallið gosið tvisvar á einum og hálfum
sólarhring.
Leirinn rann yfir stíflu og gröfu-
búnað verktaka eins sem telur tjónið
nema um 4 milljónum dollara. Snjór í
fjallshlíðunum bráðnaði og rann sem
rjúkandi vant niður í ána Toutle.
Vegna goshættunnar og hugsanlegra
flóða voru 250 manns látin flýja heimili
sín í næsta nágrenni við fjallið, en þeir.
hafa allir snúið heim aftur. Enn mælast
þó kippir í fjallinu.
St. Helens gaus i maí 1980 og eyði-
lögðust í því gosi 150 heimili en 61
maður fórst.
Walesa f ékk
ekki að vera
við skím
dóttur sinnar
Milli 30 og 50 þúsundir sagðar hafa safnast við
kirkjuna í Gdansk til skímarathaf narinnar
Herlagastjórnendur Póllands héldu
Lech Walesa, leiðtoga Einingar, inni-
lokuðum svo að hann gat ekki verið við
skírnarathöfnina þegar dóttir hans var
skírð í gær. Um leið var afþökkuð til
sýningar sjónvarpsmynd sem tekin var
af fyrri félögum Walesa af athöfninni.
Maria Victoria Walesa, tveggja mán-
aða að aldri, var skírð við hátíðlega
kirkjuathöfn í Gdansk í gær og er
falið að um 50 þúsund manns hafi verið
viðstödd. Lech Kaczmarek, biskup í
Gdansk, annaðist athöfnina.
Lech Walesa, sem handtekinn var
strax þegar herlögin voru sett, 13.
desember, hefur aldrei fengið að sjá
þessa dóttur sína.
Fólkið sem safnaðist utan við kirkj-
una kallaði í einum kór: „Lech! Lech!
Skilið okkur Lech!” Og ennfremur:
„Victoria! Victoria!”
Á meðan var sýnd í sjónvarpinu sér-
stök dagskrá „Pólland okkar — 400
dagar,” þar sem sérstaklega var lýst
„ásælni” Einingar í völdin og reynt að
réttlæta herleiðinguna.
Danuta, eiginkona Lech Walesa, var
beizkyrt í garð ráðamanna sem hún
sagði að hefðu lofað henni hátíðlega að
leyfa Walesa að vera við skírnina.
Sagðist hún aldrei geta treyst þeim
mönnum aftur.
Lögreglumenn sáust á aðliggjandi
götum í nágrenni kirkjunnar en þeir
skiptu sér lítið af fólkinu sem komið
hafði víða að af landinu. Erlendir
blaðamenn höfðu þó ekki fengið farar-
leyfi til Gdansk. Þegar guðforeldrar
litla barnsins sóru skírnareiðinn héldu
allir viðstaddir, einnig fjöldinn utan
dyra, hægri hendi á lofti í þögulli Ein-
ingarkveðju.
f sjónvarpsþættinum sem sýndur var
á meðan var Einingu lýst sem valda-
soltnum samtökum og Walesa kallaður
breyttur maður frá því að hann stýrði
verkföllunum í Lenínskipasmíðastöð-
inni. Var hann sagður orðinn fullur
pólitísks metnaðar. Þykir þátturinn
hatrammasta árás opinberra fjölmiðla
á Walesa til þessa en hann var áður
álitinn af valdamönnum hófsamastur
og viðsemjanlegastur af leiðtogum Ein-
ingar.
‘sener -
plads i
íc'trotters
ÁBYRGÐARTÉKKAR Á ÚTVEGSBANKANN ERU
ÖRUGGUR
GIALDMH>ILL
Útgeíandinn sýnir þér skilríki sem sannar heimild hans til útgdíu
dbyrgðartékka. Á skírteininu stendur hve hdr tékkinn megi vera.
Bankinn ábyrgist innlausnina.
ÚTVEGSBANKINN
Greinilega bankinn fyrir þig líka.