Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 22. MARZ 1982. HLEKKUR færir út kvíarnar gengstfyriruppboðum á frímerkjum, myntjistmunum og bókum Um þessar mundir er uppboðs- fyrirtaekið Hlekkur að hefja starf- semi sína að nýju eftir nokkurt hlé, sem meðal annars hefur verið nýtt til þess að gera nokkrar skipulagsbreyt- ingar innan fyrirtækisins. Hiekkur, sem áður var sameignarfélag þeirra, Hálfdanar Helgasonar, Lórensar Rafns, Sigfúsar Gunnarssonar og Sigurðar R. Péturssonar, mun hér eftir starfa sem hlutafélag áður- nefndra aðila en til liðs við þá hafa gengið þeir Freyr Jóhannesson, Finnur Kolbeinsson og Haraldur Sæmundsson. Svo sem mörgum mun kunnugt hefur Hlekkur eingöngu fengizt við uppboð á frímerkjum til þessa með þeim árangri að margvíslegt og eftir- sóknarvert efni hefur komizt á mark- aðinn, seljendum, jafnt sem söfn- urum, til hagsbóta. Að þessu sinni er stefnt að aukinni starfsemi með því að hefja einnig uppboð á mynt og minnispeningum, málverkum, myndum, listmunum og bókum. Er það von forráðamanna Hlekks hf. að sú fjölbreytni, sem almenningi er nú boðin, komi sem flestum til góða og til að svo megi verða hefur fyrirtækið tryggt sér sérfræðilega aðstoð fær- ustu manna á sviði myndlistar og bóka. Hlekkur hf. hefur opnaðskrifstofu að Skólavörðustíg 21A, annarri hæð, sem fyrst um sinn verður opin dag- lega frá kl. 17—19 og á sama tíma verða þar einnig veittar allar upplýs- ingar í síma 29820. Úr leikrilinu Amadeus BREYTINGAR A HLUT- VERKUM í AMADEUSI BYGGÐU BÁTINN SJÁLFUR HJÁ OKKUR, UNDIR LEIÐSÖNG SÉRFRÆÐINGS ...Eða VIÐ AFHENDUM ÞÉR BÁTINN Á ÞVÍ BYGGINGASTIGI SEM ÞÚ ÓSKAR VIÐ HÖFUM Á BOÐSTÓLUM 5 GERÐIR AF BÁTUM: 2 SIGLARA, 2 SKEMMTIBÁTA OG I TRILLU TUR 84 ÖRIN ÓLYMPIA SKUTLAN HUGINN SIGLARI SIGLARI SKEMMTIBATUR SKEMMTIBATUR TRILLA LENGD: 8.35 m LENGD: 6.34 m LENGD: 6.34 m LENGD: 5.0 m LENGD: 6.34 L.V.L: 7.20 m L-V.L: 5.36 m L.V.L: 5.36 m L.V.L: 5.36 m BREIDD: 2.60 m BREIDD: 2.45 m BREIDD: 2.45 m BREIDD: 1.85 m BREIDD: 2.45 m DJÚPRISTA: 1.35 m DJÚPRISTA: 1.05 m DJUPRISTA: 0.52 m DJUPRISTA: 0.52 m KJÓLÞYNGD: 850 kg. KJÖLÞYNGD: 550 kg. MOTOR: 7-20 MOTOR AÐ 50 MÓTOR: 10-30 HPS.ÖFL. HPS.OFL HPS.OFL SEGL m3: 29.5 rrP SEGL m'; 18.8 m1 ÞYNGD: 1 50 kg. KOJUR: 5 STK. KOJUR: 4 STK. KOJUR: 4 STK. SÆTI FYRIR 4 KOJUR. 2 STK. ENNÞÁ ER LAUS TÍMI OG AÐSTAÐA FYRIR VORIÐ ALLAR UPPLÝSINGAR VEITTAR Á STAÐNUM HRINGDU EÐA LÍTTU INN HJÁ OKKUR SEM FYRST POLYESTER HF DALSHRAUNI 6 HAFNARFIRÐI SÍMI 53177 Nokkrar breytingar hafa orðið á hlutverkaskipan í leikritinu Amadeus eftir Peter Shaffer. Sigríður Þorvalds- dóttir og Kristján Viggósson tóku fyrir nokkru, við hlutverkum Bryndísar Pétursdóttur og Jóns S. Gunnarssonar. Sú breyting var gerð af skipulags- ástæðum en þau Bryndís og Jón leika um þessar mundir Kisuleik eftir István Örkény á Litla sviðinu. Um þessa helgi tekur Andri Örn Clausen við hlutverki annars Venticelli af Sigurði Skúlasyni og er það eitt af stærri hlutverkum í leiknum. Sigurður Skúlason er á förum til náms í Finnlandi fram til vors og mun m.a. dvelja við Lilla Teatern í Helsinki. -gb. Símamenn mótmæla afstöðu ráðherra — þarsem fjármála- ráðherra neitarað samræma kjör þeirra ogannarra sam- bærilegra stétta Félag íslenzkra símamanna hélt al- mennan félagsfund um kjaramál hinn 11. marz sl. Á þeim fundi kom fram að ekki hefur tekizt samkomulag við fjár- málaráðherra í þeim efnum og málið því gengið til úrskurðar kjaranefndar. Mikill einhugur ríkti á fundinum með þá afstöðu að ganga ekki til samn- inga á þeim grundvelli, sem fjármála- ráðherra hefur krafizt. í fundarlok var svohljóðandi tillaga samþykkt einróma. „Almennur fundur í Félagi íslenzkra símamanna, haldinn hinn 11. marz 1982, mótmælir harðlega afstöðu fjár- málaráðherra, sem fram hefur komið í samningaviðræðum við félagið um nýjan sérkjarasamning, að neita að samræma launakjör símamanna kjörum sambærilegra starfshópa annars staðar þrátt fyrir ákvæði í ný- gerðum aðalkjarasamningi, sem kveður skýrt á um að það skuli gert.” ____________________-RS. Dansmúsík íbíóinu — verður lagfærtá næstu dögum Margir gestir sem lagt hafa leið sína í Bíóhöllina nýja kvikmyndahúsið í Breiðholti, hafa kvartað sáran yfir því að mikil truflun berist frá tónlist þeirri er leikin er á skemmtistaðnum Broad- way. En hann er einmitt á hæðinni undir kvikmyndasölunum. Árni Samúelsson, forstjóri Bíóhall- arinnar, kvað þetta rétt. Aðeins hefði borið á því að tónlistin bærist á milli. Á þessu væru tvær skýringar, annars vegar það að hljómtækin í Broadway hefðu alls ekki verið rétt stillt. Þvf væri nú búið að kippa í lag. Hitt væri svo að eftir ætti að hljóðeinangra loftið í Broadway, en það stæði til nú á næstu dögum. Bíógestir ættu því mjög fljótlega að geta horft á, og heyrt ótruflaðir, þær myndir sem sýndar eru. -JB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.