Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Blaðsíða 40
Tekur tvo mánuði að gera við Fokkerinn: Hef ur ekki áhrif á innanlandsflug —Onnur vél tekin á leigu í staðinn Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði í samtali við DV að nú þegar hefðu verið kannaðir mögu- leikar á að fá leigða Fokkervél í stað þeirrar sem nauðlenti en ekkert væri þó komið út úr því enn. Slíkar vélar væru á boðstólum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og því væru góðar líkur á að Flugleiðir gætu fengið eina vél leigða. Flugleiðir notuðu Boeing-þotu i innanlandsflugið á flugleiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar um helgina. í lok þessarar viku verður síðan önnur Fokker-vél tekin í notkun sem verið hefur í viðgerð síðastliðinn mánuð. Að sögn Sveins verða þá 3 Fokker-vélar og 1 Twin-. Otter í innanlandsflugi og væri það fullnægjandi fram að páskum. Sveinn sagði að búizt væri við því að viðgerðin á Fokkernum gæti tekið um tvo mánuði. Viðgerðarmenn frá Hollandi væru væntanlegir til landsins í dag og að líkindum kæmu einnig sérfræðingar frá Rolls Royce- verksmiðjunum til að líta á hreyfilinn en hann er gjörónýtur eftir sprenginguna. Gert er ráð fyrir að teknir verði af vélinni vængir og stél og hún flutt til Reykjavíkur til viðgerðar. -ÓEF. Varmaskiptar skoðaðir á nýja svæðinu eftir vígsluathöfnina. (DV-mynd Guðm. Sigfússon) ÁÆTLAÐ AÐ HÚN DUGIINÆR 20 ÁR Hitaveita Vestmannaeyja formlega tekin ínotkun:________________ Ein sérstæðasta hitaveita í veröldinni var formlega tekin í notkun í Vest- mannaeyjum í gær. Sveinn Tómasson, forseti bæjarstjórnar, lýsti sögu hita- veitunnar og tók hana síðan formlega í notkun með því að hleypa vatni á varmaskipta. Fyrsta tilraun með hitaveituna var gerð fyrir forgöngu Sveinbjörns heitins Jónssonar i Ofnasmiðjunni 20. janúar 1974. Síðan tók Raunvísindastofnun að sér stjórn virkjunarrannsókna á hrauninu í ársbyrjun 1975. Dælustöðin var tekin í notkun í desember 1978 og var þá tengd hita- veita í Hamarshverfi og fjörutiu hús í lllugagötu og Brekkugötu. Síðan unnu verktakar í Eyjum og ofan af landi við dreifikerfi. Síðustu útboðin voru 1980 og var dreifikerfið að mestu komiðum allan bæ um áramótin 80/81. Nú eru um níu hundruð hús af eitt þúsund, tengd hitaveitunni. Áætluð vatnssala er 1,1 milljón rúmmetra á ári og samanlögð lengd dreifikerfisins í bænum er um 80 kílómetrar. Varma- skiptar á hrauni sem gerðir eru úr hálf- tómum rörum eru yfir fjörutíu kíló- metrar. Stofnkostnaður veitunnar á verðlagi í desember 1981 er 93 milljónir króna. í ræðu forseta bæjarstjórnar, Sveins Tómassonar, kom fram að fjár- mögnun á slíku stórvirki er ekki á færi bæjarfélagsins. Veitan hefur verið byggð fyrir lánsfé sem í flestum til- fellum hefur verið auðsótt. Rekstur hitaveitunnar gekk vel í fyrstu en árið 1980 bar mikið á því að asbeströr sem lágu frá virkjunarsvæðinu að dælustöð sprungu en úr þvi var bætt með því að setja stálrör í u.þ.b. 750 metra kafla, þar sem mest bilaði. Hitaveitan fram- leiðir 20 megavött og er áætlað að hún dugi í 15—20 ar. Þar sem dreifikerfið er lokað kerfi þá koma aðrir orku- gjafar til greina og nefndi Sveinn raf- skautskatla og svartolíukatla sem vara- afl í kyndistöð, einnig að kannaðir yrðu möguleikar á borun eftir heitu vatni eða notkun vindorku. -ELA/Ásm. Friðriksson Vestmannaeyjum. Mikill viðbúnaður við nauðlendinguna á Kef lavíkurf lugvelli Flugstjórinn lenti alveg frábæriega vel „Þetta voru venjuleg viðbrögð hjá okkur við þessar aðstæður,” sagði Sig- urður Arason, vaktstjóri í slökkvilið- inu á Keflavíkurflugvelli, en hann stjórnaði aðgerðum er Fokker-vélin nauðlenti. Sigurður sagði að lagt hefði verið 2 þúsund feta langt kvoðuteppi á eina brautina og væri það gert til að varna neistamyndun er málmurinn strýkst við brautina. Kvoðan er lögð um 7 senti- metra þykk og 16 metrar á breidd og það tók slökkviliðið um 7 mínútur að leggja hana. „Við vorum komnir að vélinni áður en hún stöðvaðist,” sagði Sigurður, „og vorum viðbúnir því að slökkva ef með þyrfti. Okkar fyrsta verk var síðan að opna vélina og allir farþegarnir voru komnir út á innan við einni mínútu.” Að öðru leyti fóru viðbrögðin eftir áætlun sem Almannavarnir hafa látið gera um viðbrögð við flugslysum ef um er að ræða fleiri en 15 farþega. Sigurður sagði að björgunarsveitir á Suðurnesjum hefðu verið látnar vita og — segirSigurður Arason, vaktstjóri f slökkviliðinu einnig sjúkrahús í Reykjavík og Kefla- vík. ,,En sem betur fór kom ekki til kasta þessara aðila. Mér finnst frábært hvað flugstjórinn gat lent vélinni vel á aðeins einum hreyfli og með vinstra hjólið uppi,” sagði Sigurður Arason. ÓF.F fijálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 22. MARZ1982. Kvennalistinn: Guðrún Jóns- dóttir er í fyrsta sæti Listi Kvennaframboðsins sem sam- þykktur var á félagsfundi sl. fimmtu- dagskvöld hefur verið mikið laun- ungarmál og aðstandendur hans hafa þráfaldlega neitað að gefa skipan hans upp fyrr en þeirra eigin blað kemur út á þriðjudagskvöld. Hluti listans var engu að síður lesinn upp í útvarpinu í gær- kveldi og samkvæmt heimildum þess er hann þannig skipaður: 1. Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi, 2. Sólrún Gisladóttir sagnfræðingur, 3. Magdalena Schram blaðamaður, 4. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og 5. Sigrún Sigurðardóttir fulltrúi. Samkvæmt heimildum DV koma i næstu fjögur sæti þær Sigríður Dúna Kristmundsdóttir mannfræðingur, Guðrún Ólafsdóttir lektor, Kristín Ást- geirsdóttir starfsmaður Kvennafram- boðsins og Hjördís Hjartardóttir. Aðstandendur Kvennaframboðsins vildu ekki staðfesta að listinn væri réttur eins og hann er settur upp hér að ofan er DV hafði samband við þá i gærkveldi. -ÓEF. Mun sjá til ídag — segir Hjörleifur „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það ennþá en mun sjá til siðar í dag hvernig landið liggur,” sagði Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra í samtali við DV í morgun, aðspurður hvort vænta mætti að hann skýrði Orkustofnun í dag frá áliti sínu varðandi rannsóknir og hönnun í Helguvík og hvort staðið yrði við gerða samninga þar að lútandi. „Þetta álit mitt hefur legið hér síðan á fimmtudag og ég hafði hugsað mér að kalla orkumálastjóra á minn fund síðastliðinn föstudag en á meðan bandarísk hernaðaryfirvöld eru með hótanir verður engu skilað,” sagði Hjörleifur Guttormsson. KÞ LOKI Annað kvöld kemur á markað blaðið Leyndarmál kvenna. c ískalt Seven up. hressir betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.