Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 22. MARZ 1982.
13
SAMSTARFLMAÍ?
María Þorsteinsdóttir
að slík ógnaröld sem ríkir i þessu
landi getur því aðeins ríkt þar, að
Bandaríkin styðji böðlana þar með
ráðum og dáð, m.a. með óhemjulega
miklum fjárframlögum og hernaðar-
aðstoð. Undir eins og því yrði hætt
myndi þjóðin reka slíka ógnarstjórn
af höndum sér eins og raunin varð á
þegar hætt var stuðningnum við
Somoza í Nicaragua.
Mér hefur oft dottið í hug að
spyrja af hverju enginn íslenskur
fréttamaður fari til E1 Salvador og
sjái ástandið þar með eigin augum og
reyni að kryfja ástæðurnar fyrir því
til mergjar. Ég las ítarlega grein eftir
annan ritstjóra Dagblaðsins/Vísis frá
Póllandi, þar sem hann m.a. birtir
myndir af tötrum klæddum börnum
(mér sýndist þau að vísu vera í venju-
legum úlpum, sem ekki eru kallaðar
tötrar hér), þar sem þau betla á
götum borgarinnar. Hvernig væri að
hinn ritstjórinn færi til E1 Salvador.
Ég treysti honum betur til óvilhallrar
fréttamennsku en þeim sem heimsótti
Pólland. Ég vil ljúka þessum orðum
með áskorun á Jónas Kristjánsson
um að fara til E1 Salvador og dveljast
þar svo sem mánuð og skrifa okkur
um ástandið þar.
Ein spurning að lokum: Hvers
vegna minnist enginn á að beita her-
foringjastjórnina í El Salvador og
Bandaríkin refsiaðgerðum vegna
ábyrgðar sinnar á því sem þar fer
fram? María Þorsteinsdóflir.
Það er erfitt að treysta tölum.
Samt eru islensk stjórnmál um margt
leikur að tölum. Okkur er sagt að
fyrirtækin geti ekki greitt hærri
grunnlaun. Okkur er sagt að kaup-
máttur launa hafi í raun rýrnað sára-
lítið. Okkur er sagt afar margt og
mikið af því sem kemur ekki heim og
saman við raunveruleikann eins og
launafólk skynjar hann. Þess vegna
dvínar traust almennings á þingsala-
flokkunum fjórum.
En ekki er nóg með að margar töl-
ur úr „þjóðarbúskapnum” séu
vafasamar. Það má líka túlka þær á
mismunandi vegu. Nýlegar rann-
sóknir (m.a. Kjararannsóknarnefnd-
ar) sýna að grunnlaun margra launa-
manna ná varla 50% af rauntekjum
þeirra. Þetta kemur heim og saman við
athuganir t. d. Helgu Sigurjónsdóttur
er skýrði frá því í Þjóðviljanum í
fyrra að um 60% launamanna næðu
varla 50% framfærslukostnaðar lít-
illar fjölskyldu með dagvinnu.
Samanburður á því hve margar
vinnustundir þyrfti á Norðurlöndum
til að ná kaupverði ákveðins magns
nokkurra neysluvara segir sömu
sögu. Þar var island neðst á blaði
með 11 klst., er, önnur lönd með 5—7
klst. Og mig minnir að athuganir á
meðalvinnustundafjölda verka-
manna sýni að hann er vel yfir 50 st. á
viku.
Það er ótrúlegt að þróað tækni-
samfélag í Evrópu skuli þrifast árið
1982 á svona ópi úttnu arðránskerfi
og vinnuálagi með tilheyrandi
smánarlaunum.
En þetta er inntakið í pólitískri stefnu
fjögurra borgaralegra flokka, hvað
sem öllum stefnuskrám líður og deil-
um þeirra í milli. Enginn flokkanna
afhjúpar og útskýrir ástandið út frá
sjónarhóli þeirra sem bera kerfið á
bakinu og blæs til átaka um
djúptækar breytingar.
Flokkarnir kjökra saman um
erfiðleika fyrirtækja, um aukna
framleiðni til þess að grunnlaun megi
hækka, um velferðarþjóðfélag og
þannig mætti áfram telja. Og sá
flokkur sem bókstaflega nærist á því
að beina lágróma mótmælum ofan i
óskaðlega kjörkassa, er allra flokka
kurteisastur við hagkerfið um þessar
mundir — Alþýðubandalagið. Það
kýs líka að fela eða láta ósvarað allri
gagnrýni frá vinstri, eins og hver ann-
ar helgur páfadómur. Og þegar upp
kemur gott tækifæri til þess að sýna
fram á hræsni atvinnurekenda, þá
ráða stundarhagsmunir flokkskjarn-
ans virka. Hér á ég við þá staðreynd
að atvinnurekendur borga 10%—
50% ofan á kaup meirihluta launa-
fólks í ASÍ, en lýsa því yfir við upp-
haf kjaraviðræðna að atvinnuvegirn-
ir þoli ekki grunnkaupshækkun!
Framundan er sá dagur sem merkt-
ur er verkalýðsbaráttunni á dagatal-
inu. Þá ættu allir þeir sem vilja reka
slyðruorðið af verkalýðshreyfingunni
að taka höndum saman og hafa eigin
aðgerðir utan við hátiðahöld verka-
lýðsforystunnar. Hér er um mislitan
hóp að ræða, sumir eru róttækari en
aðrir. Það væri mikill sigur fyrir
framsækna baráttu i landinu ef þessi
öfl gætu gert eitthvað saman 1. maí
en um leið skipulagt fundi og þess
háttar til að koma öllum sjónarmið-
unum áfram — á undan eða eftir.
Kjallarinn
AríTrausti
Guðmundsson
sameiginlegum aðgerðum.
Ég skora þvi á samtökin sem staðið
hafa að göngum og útifundum
Rauðrar verkalýsðeiningar, Baráttu-
iöngu launafólks Sameiningu I. maí
o.s.frv.aðfinna uteð scr taglcgan og
politiskan grundvöll. Hér er um að
ræða Fylkinguna, Kominúnislasam-
tökin og óháða aðila, auk óánægðs
fólks úr stóru flokkunum. Hver sam-
tök geta svo nýtt daginn til eigin
þarfa þar fyrir utan. Stórmál sem
ekki tækist að afgreiða á kröfuborða
mætli ef til vill koma fyrir þannig að
hafa fleiri en einn borða með mis-
munandi áletrunum. Svona sam-
fylking 1. mai næst ekki nema áhuga-
fólk þrýsti á fyrrgreind samtök, sér-
staklega þó Fylkinguna sem hefur
álitið mikilvægast að hafa úti aðgerð-
ir með allri sinni stefnuskrá i frammi
þennan baráttudag verkafólks og
annarrar vinnandi alþýðu.
Ari Trausti Guömundsson,
kennari.
„Þaö er ótrúlegt að þróað tæknisamfélag í
Evrópu skuli þrífast árið 1982 á svona óprúttnu
arðránskerfi og vinnuálagi meö tilheyrandi smánar-
launum. En þetta er inntakið í pólitískri stefnu fjög:
urra borgaralegra flokka, hvað sem öllum stefnu-
skrám líður og deilum þeirra í milli. Enginn flokkanna
afhjúpar og útskýrir ástandið út frá sjónarhóli þeirra
sem bera kerfið á bakinu og blæs til átaka um djúp-
tækar breytingar.”
t: [J X ■ ■
eignum, en það er hærra hlutfall en
hjá 62 af 63 stærstu málmfyrirtækj-
um Bandaríkjanna. Þetta er til marks
um snjalla fjármálastjórn . . . af
hálfu ALUSUISSE. Þvi miður hefur
starfsmanninum láðst að skýra frá
kostum þessa fyrirkomulags. Við
leyfurn okkur að bæta úr því.
í fyrsta lagi er hlutafé ALU-
SUISSE í ISAL mjög lítið miðað við
heildarfjárfestingu. Ástæðan er sú,
að ALUSUISSE kýs frekar að lána
ISAL en auka hlutaféð. Arður fæst
ekki greiddur af hlutafé nema fyrir-
tæki sýni hagnað, en af hagnaði
greiðast skattar. Af lánum fær ALU-
SUISSE vexti burtséð frá afkomu, en
jafnframt dregst vaxtakostnaður frá
hagnaði og lækkar skatta.
í öðru lagi veldur ALUSUISSE
rekstrarfjárskorti hjá dótturfyrirtæki
sínu ISAL. Þetta gerir ALUSUISSE
með því að seinka greiðslum til ISAL
fyrir álið sem það kaupir (ALU-
SUISSE kaupir að jafnaði mestalla
framleiðslu ISAL). Á síðustu 10
árum voru útistandandi skuldir ÍSAL
miðað við sölu áberandi hærri en hjá
ALUSUISSE. Til dæmis svöruðu úti-
standandi skuldir ISAL árinu 1976
til 162 daga sölutekna, en samsvar-
andi tala hjá ALUSUISSE var 83
dagar.
3. „Afkoma ISAL er
hriiiiikaleg___"
í viðtalinu segir starfsmaður ALU-
SUISSE að tap ISAL á síðasta ári
hafi verið 208 millj. króna, eða
28,7% af veltu. í fyrra sagði hann að
hagnaður ISAL fyrir árið 1980 hafi
verið 5,5 millj. dollara. Messrs.
Coopers & Lybrand i London
komust þó að þeirri niðurstöðu að
hagnaður ISAL fyrir 1980 hafi í raun
verið 14,2 millj. dollara. Stafar mis-
munurinn að sögn endurskoðenda af
ýmsum „hækkunum í hafi”.
Eftir að Coopers & Lybrand
komust að því að ISAL hafi vantalið
hagnað sinn, freistast starfsmaðurinn
vonandi ekki til að vantelja tapið . . .
Þess ber að geta að talan 208 millj.
króna er glæný og kemur beint og
óendurskoðuð úr tölvum ALU-
SUISSE.
4. „Góður búnaður
— gottverð"
Í viðtalinu kemur einnig fram, að
Jsostnaðui^SA^vegn^mengunai^
varna nemi 39 millj. dollara, eða
u.þ.b. þeirri upphæð, sem ISAL
greiðir á íslandi fyrir raforku á 5
árum. Þess skal og getið að ALU-
SUISSE er hagur í þvi að ISAL bók-
færi sem mestan kostnað til þess að
lækka hagnað eða auka tap.
Slæmar tungur herma að þessi
kostnaður hafi „hækkað i hafi”, eins
og súrálið og eins og rafskautin. Við
viljum þó ekki trúa öðru en að
Messrs. Coopers & Lybrand, hafi
þegar uppáskrifað reikninga ISAL,
þar sem ofangreindur kostnaður við
mengunarvarnir er skilmerkilega
bókfærður og að ISAL hafi ekki
fallið í þá freistni að kaupa búnaðinn
frá móður sinni í Sviss.
5. ALCAIM selur ALCAN
Það var mjög tímabært að starfs-
endur samt að dæma um.
Orkuverin sem selja ALCAN raf-
magn á þessum vildarkjörum, eru í
eigu ALCAN. Hið fyrra ALCAN
þarf þó ekki endilega að vera sami
aðili og hið seinna ALCAN.
Viðskipti milli beggja ALCAN hljóta
að byggjast á heiðarlegum við-
skiplum milli óskyldra aðila og öllunt
dylgjum um „lækkun á línu” vísunt
við á bug sem argasta kommúnista-
áróðri.
6. ALUSUISSE starfar ekki
hvar sem erl
í viðtalinu segir m.a. að ALU-
SUISSE „hætti við að reisa álver í
Ástralíu vegna ofhás orkuverðs”.
Illkvittnir blaðamenn tímaritsins
Engineering and Mining Journal,
halda því hins vegar fram, að ALU-
EUas Davídsson og Guðmundur Guðmundsson
maðurinn skyldi finna stað á norður-
hveli jarðar, þar sem raforka til ál-
vera er ódýrari en á íslandi. Þetta er í
Kanada og eru álverin í eigu
ALCAN. Iðnaðarráðuneytið hefur
sent frá sér greinargerð um raforku-
verð til álvera í Bandarikjunum,
Kanada og Noregi. Birtist sú greinar-
gerð í Mbl. þanr 13. mars sl. (bls.
34). Að sjálfsögðu er greinargerð
ráðuneytisins ómarktæk, enda byggð
á upplýsingum frá Metal Bulletin og
vafasömum skeytum frá orkufyrir-
tækjum viðkomandi landa.
Eitt smávægilegt atriði læddist
með áróðri ráðuneytisins, sent skiptir
e.t.v. einhverju máli. Það verða les-
SUISSE hafi verið hafnað bæði af
stjórnvöldum New South Wales
fylkis í Ástralíu og af samstarfs-
aðilum ALUSUISSE þar í landi,
fyrirtækinu CSR Ltd. í staðinn gekk
CSR til samstarfs við keppinaut
ALUSUISSE, franska álrisann
PECHINEY, og eru þau nú að hefja
byggingu 220.000 tonna álvers við
Tomago.
Við undirritaðir höfum allan fyrir-
vara á slíkum dylgjum, enda hlýtur
starfsntaður ALUSUISSE hér að vita
betur.
7. Hvað eru nokkur ár
milli vina?
Þaðgætir dálítillar ónákvæmni hjá
verksmiðjustjóranum er hann segir
um hlut áls í heildarveltu ALU-
SUISSE:
„[Fyrirtækið] hefur á undan-
förnum árunt unnið ntarkvisst að
því að ntinnka hlut áls í heildar-
veltunni . . ..ásl. ári hefur ál lík-
lega verið um 70% af veltu miðað
við 95% fyrir nokkrum árum.”
í reynd hefur hlutur áls i heildar-
veltunni haldist á bilinu 76—78% frá
því árið 1974. Frá því 1976 hefur af-
koma áliðnaðar stöðugt verið betri en
annars málmiðnaðar, ef marka má
skrif eins af forstjórum Kaiser
Aluminium Co. Þetta skýrir m.a.
hvers vegna ALUSUISSE hefur ekki
dregið úr umsvifum sínum i álfrant-
leiðslu. Þess ber að geta að niður-
stöður fyrir árið 1981 liggja ekki enn
fyrir.
8. „Vinur minn
Bokassa..."
í viðtalinu kemur fram, að Íslend-
ingar hafi frá upphafi þénað svo sem
3400 millj. króna af rekstri ISAL.
Andstæðingar erlendra auðhringa
halda því hins vegar fram, að það séu
íslendingar sem haldi uppi ISAL með
því að greiða niður raforku og skatta
fyrir fyrirtækið. Við teljum hvort
tveggja á misskilningi byggt.
Fyrir utan álvinnslu og aðra stór-
iðju fæst ALUSUISSE einnig við fé-
sýslu. Fyrirtækið hefur í því sam-
bandi sýnt Zaire og Miðafriku-lýð-
veldinu mikið örlæti.
Sjö hundruð hraustir íslendingar
leggja nú nótt við dag í Straumsvík til
að vinna að þessum háleitu mark-
miðuni ALUSUISSE. Afrakstur
vinnu sinnar umfram launin, sem
þeir fá, láta starfsmenn ISAL þving-
unarlaust ganga til Sviss. Sama gildir
auðvitað um okkur raforkunotendur
á íslandi. Við greiðum möglunarlaust
niður raforkuna sem ISAL fær (á
síðasta ári var niðurgreiðslan um 10
millj. dollarar) og starfsmaðurinn
skilar frantlagi okkar til yfirmanna
sinna.
ALUSUISSE situr þó ekki á
þessum fjármunum, heldur veitir
þeim áfram til góðra hluta. Hluta
þessara fjármuna lánar ALUSUISSE
í örlæti sínu til ISAL í gegnum sér-
hæft pappírsfyrirtæki í Hollensku
Indíum (alusuisse INTERNATION-
AL N.V., Curacao). Annar hluti er
i notaður til að „koma á vinsam-
iegum samböndum og styrkja já-
kvætt viðmót” hjá embættis-
mönnum iðnaðarráðuneyta þeirra
Bokassa og Mobutu.
Þess bera að geta að ALUSUISSE
hefur nýlega samið við stjórnvöld
Zaire um að kanna rekstur risaálvers
þar i landi, nánar tiltekið i Banana
(Nafn þelta hefur enga táknræna
merkingu!).
Lokaorð
Af þeim staðreyndum sem við
höfum nú greint frá, má draga ýmsar
ályktanir. Sumir kynnu að álykta að
starfsmaðurinn sé trúr yfirmönnum
sinum. Aðrir kynnu að álykta að
hann sé frjálshyggjumaður i meðferð
upplýsinga. Hinir djörfustu myndu
segja að Halldórsson fari með
fleipur.
Það verður hver að draga sinn lær-
dóm af staðreyndum og greina þær
með opnu hugarfari. Við tnunum því
eftirláta lesendum um að meta franr-
vegis orð og athafnir Ragnars S.
Halldórssonar.
Elías Davíðsson
kerfisfræðingur
«8
Guðmundur Guðmundsson
matvælafræðingur.
Þessi grein var ætluð lil birtingar í
Morgunblaðinu í framhaldi af við-
lali við Ragnar Halldórsson i því
blaði. Ritstjóri Mbl. hafnaði
grcininni óséðri á þeirri forsendu
einni að annar höfundanna er
Elias Davíðsson.
Vinnubrögð ritstjórans minna
óþyrmilega á þá sérstöku rilskoð-
unaraðferð sem viðgengst í Suður-
Afríku og í kommúnistaríkjum.
Hún er fólgin i því að rilskoða
ekki tiitekið efni, heldur höfund
efnisins.
Það hefur ekki farið fram hjá
neinum að Mhl. hefur dyggilega
varið málstað Alusuisse á undan-
förnum árum. Ætli ritstjórar Mbl.
séu ekki einfaldlega hræddir við
gagnrýni á slarfsemi fyrirtækisins?
-EDog GG 16.3. '82.