Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Blaðsíða 34
42
SimonandGarfunkel:TheConcertlnCentralPark:
GÆÐITÓNUSTAR
06 TEXTA MIKIL
Það eru ekkj margir sem troða upp í
Central Park og fá hálfa milljón manna
til að koma og hlýða á, en það er ein-
mitt það sem skeði síðastliðið haust,
þegar Simon and Garfunkel komu
fram eftir 10 ára fjarveru saman, og að
sjálfsögðu var allt hljóðritað og nú er
litið dagsins Ijós albúmið sem inni-
heldur tvær LP-plötur og er þar að
finna öll helztu lög þeirra sem þeir
gerðu fræg á sjöunda áratugnum og
svo einnig lög sem Paul Simon hefur
sent frá sér einn sér og er allt er tekið
saman er þarna um frábærar plötur að
ræða, sem sanna enn einu sinni hversu
stórkostlegur laga- og textahöfundur
Paul Simon er.
Paul Simon hefur ekki einn sér náð
þeim vinsældum sem hann hafði með
Art Garfunkel í dúettnum Simon and
Garfunkel enda hefur hann aðeins sent
frá sér fjórar plötur á tíu árum sem
hafa þó allar se'/.t vel. En að mínu mati
hefur hann þroskazt sem tónlistar-
maður og í heildina gerir hann betur í
dag en þegar hann var meðGarfunkel.
Textar Paul Simons hafa alltaf verið
mjög góðir og i fyrsta laginu sem þeir
félagar gerðu frægt, The Sound of
Silence, kemur það vel fram hversu
gott ljóðskáld hann er, þessi texti
stendur vel fyrir sinu 16 árum eftir að
hann leit dagsins ljós.
Art Garfunkel var alla tið í skugga
Paul Simons, enda lagði hann aðeins til
PLÖTUR
sína Ijúfu rödd í sum lög, og er eftir-
minnilegasti söngur hans í hinu fallega
lagi Bridge Over Troubled Water, enda
hefur hann í seinni tíð snúið sér meira
og meira að kvikmyndaleik meðgóðum
árangri.
Á The Concert In Central Park er
nokkurnveginn jafnt skipt á milli laga
sem þeir félagar gerðu fræg og laga sem
Paul Simon hefur sent frá sér á sinum
sólóferli og gæðin eru mikil og út-
koman góð. Það er sama hvar gripið er
niður á þessum tveim plötum, þetta er
allt saman fyrsta flokks.
Ég býst ekki við að þessi konsert sé
einhver endurkoma Simon and
Garfunkel, enda myndi það vera
vitleysa að mínu mati. Þeir hafa farið
hvor sinn veginn með góðum árangri
og peningahliðin ætti ekki að hrjá þá
félaga. En einn og einn konsert af og til
er öllum aðdáendum þeirra til ánægju
og eftir að hafa hlýtt á plöturnar er ég
viss um að allur þessi fjöldi á hljóm-
leikum þeirra í Central Park 19. sept-
ember síðastliðinn hefur skemmt sér
vel.
Þetta albúm er mjög kærkomið og
ættu allir aðdáendur Simons and Gar-
funkel að tryggja sér eintak, þvi að
gæðin á lögum og textum eru mikil.
Paul Simon er einn af fáum snillingum
í sögu poppsins og get ég ekki ímyndað
mér annað en að allir finni eitthvað
fyrir sig í tónlist hans. HK.
Simon and Garfunkel árið 1981.
Bodies—Bodies:
Væm gestur
Ný fyrir skömmu kom út fyrsta plata
hljómsveitarinnar Bodies en sú hljóm-
sveit er ung að árum, eða rúmlega sex
mánaða. Hljómplata þessi heitir ein-
faldlega Bodies og er tekin upp í Hljóð-
rita í febrúar á þessu ári. Upptakan var
i höndum Gunnars Smára og liðs-
manna Bodies en útgáfufyrirtækið
SPOR gefur hana út.
Platan er tólf tommu, 45 snúninga
og inniheldur fjögur lög. Eins og frétzt
hefur hætti Magnús Stefánsson í
hljómsveitinni rétt áður en upptökur
áttu að hefjast og gekk til liðs við EGÓ
Bubba Morthens en samt sem áður
leikur Magnús á trommur á plötunni
undir heitinu „sérlegur aðstoðar-
maður” og gerir það listavel. Lögin á
plötunni eru sem áður sagði fjögur og
hefst hún á l’m lonely, sem er ágætis
rokklag síðan kemur Never mind,
einnig rokklag en þó nokkuð betra og
meira grípandi heldur en það fyrra. Svo
er það Dare, sem er með, ef svo mætti
til orða taka, nýrómantísku ívafi og
frekar ólíkt því sem maður hefur heyrt
frá Bodies og loks er það Dear Suzie
sem er óhemju þungt lag og eiginlega
allt of langdregið. Hljófæraleikurinn er
mjög góður og upptakan til fyrir-
myndar. Mike er sérdeilis góður söngv-
ari og er farinn að geta notað rödd-
ina á breiðara sviði en áður, t.d. miðað
við þau lög sem hann söng með Utan-
garðsmönnum. Rúnar er komin í
fremstu röð bassaleikara hér á landi, á
því leikur enginn vafi en syngur
kannski ekki eins vel. Gítarleikur á
plötunni er líka góður og er Daniel
alveg dúndur, einnig hljómborðsleikur
hans i laginu Dare. Gönguþrællinn fær
tíu fyrir framlag sitt. Lög og textar eru
stíluð áalla hðsmenn hljómsveitarinnar
og eru þau verk óaðfinnanleg. Um-
slagið er ekki eins og við eigum að
venjast heldur getur maður breytt því í
plakat á svipstundu og skellt því á vegg.
Textarnir eru bæði á ensku og íslenzku,
Það mun hafa verið fyrir um það bil
tveimur árum að bandaríski jassistinn
og saxófónleikarinn Grover Washing-
ton jr. skauzt upp á himin vinsældalist-
anna með hina frábæru breiðskífu sina
„Winelight” i pokahorninu. Og platan
sú seldist í risaupplögum, nokkuð sem
telst viðburður þegar jassistar eiga í
svo að allir geta lesið, skilið og sungið
ef þá listir. Frágangur allur og vinnsla
er til fyrirmyndar, ef frá er talið að
pappírinn sem umslagið er úr er ekki
nógu þykkur og þvi hætta á að það
bögglist eilitið við mikla snertingu.
Hljómsveitin Bodies hefur nú með
þessari plötu skipað sér í fremstu vig-
línu íslenzkra hljómsveita og þá er bara
að bíða og sjá hvernig henni tekst til í
framtíðinni.
hlut. En Grover Washington jr. er ekki
fulltrúi hins hefðbundna jass, heldur
miklu mun frekar hins svokallaða
„fusions” ellegar „bræðslu”. Og
innan þeirrar jasslínu standa fáir
honum á sporði.
Nýverið kom ný breiðskífa frá
Grover Washington hingað upp á klaka
-OVJ.
Grover Washington jr. Gone Morning:
ENDURTEKIÐ
EFNI?
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 22. MARZ 1982.
XTC - English Settiement:
Swindon slær
igegn á öllum
vígstöðvum!
Það er ekkert grín að vera grunaður
um aðild að gáfumannafélagi ellegar að
vera meint mannvitsbrekka, allra sízt
fyrir popptónlistarmenn sem eðli máls-
ins samkvæmt eiga að höfða til fjöld-
ans. En það hafa ofvitar aldrei gert,
þeir hafa bara verið til fyrir fáar
hræður á svipuðu róli og þeir sjálfir.
Brezka hljómsveitin XTC hefur ein-
hverra hluta vegna verið stimpluð sem
sérstakt úrtak af gáfnaljósum og
brezkum poppunnendum þykir það allt
annað en fínt að vera hallir undir fram-
leiðslu af þeim toga. Sem aftur leiðir til
þess að XTC hafa ekki náð neinum
fjöldavinsældum, þrátt fyrir stórmerki-
lega tónlist sína að þvi er mér segja
marktækir menn.
Því er nefnilega þannig farið að þó
við poppgagnrýnendur vitum deili á
fjölda hljómsveita og einstaklingum
sem sinna poppi, — þá er það auðvitað
stór hluti sem við missum af. Við því er
ekkert að gera og skaðlaust í flestum
tilvikum, en ég verð nú að segja það að
heldur þykir mér miður að hafa farið á
mis við jafngóða hljómsveit og XTC
virðist vera.
Þetta tvöfalda albúm, English Settle-
ment, sem nýverið leit dagsins ljós mun
vera fimmta plata XTC og þessir
strákar frá Swindon því engir nýgræð-
ingar í faginu Endaekkiþarf að hlusta
lengi til þess aðihrífast af lónlist þeirra,
sem minnir um margt á popp sjöunda
áratugarins. Því hefur verið fleygt að
XTC hafi tekið við þar sem Small Faces
og Kinks hafi hætt (Kinks er auðvitað í
fullu fjöri þótt Bretar telji hljómsveit-
ina með látnum) — og það er margl til í
þeirri kenningu. Andy Partridge er
söngvari XTC og aðallagasmiður,
Dave Gregory leikur á gítar, Terry
Chambers á trommur og bassaleikarinn
heitir Colin Moulding. Partridge
semur bróðurpartinn af tónlist XTC og
er skirfaður fyrir ellefu af fimmtán
lögum þessarar plötu. Hin fjögur lögin
er eftir Colin Moulding. Þeir tveir eru
býsna ólíkir lagasmiðir, svo aftur sé
gripið til líkinga, þá þykir Parlridge
minna sumpart á John Lennon og
Moulding á Paul McCartney. Altént
eru lög Mouldings melódískari og
meira grípandi en önnur lög plötunnar,
einkum tekst honum vel upp í „Fly On
The Wall”. Partridge fer á hinn bóginn
dálítið bugðótta vegi að settu marki,
hann er glúrinn í útsetningum og þó
sem lög hans opnist hlustandanum ekki
við fyrstu áheyrn, — geta þau orðið
hættulega gripandi þegar á líður við-
kynninguna!
Hljómsveitin öll skilar frábæru verki
og það er ekki af neinu snobbi fyrir
gáfumönnum að ýmsir brezkir gagn-
rýnendur telji þessa plötu þá merkileg-
ustu sem út hefur komið á árinu. Þessi
tónlist höfðar ákaflega til mín, ég er
sólginn í að hlusta meira og hætti því
þessu pári.
-Gsal.
(þótt hún sé frá fyrra ári) og heitir sú
„Come Morning”. Platan sú hefur að
geyma átta lög sem öll sverja sig í
bræðsluættina enda eru aðstoðarmenn
hans einhverjir helztu fulltrúar bræðsl-
unnar í dag. Hve kannast ekki við nöfn
eins og Ralph MacDonald, Richard
Tee, Eric Gale og Marcus Miller? Svo
ekki sé minnzt á trymbilinn Steve
Gadd. Semsagt: valinn maður i hverju
rúmi.
Þegar litið er á „Come Morning” í
heild fer ekki hjá því að margt, jafnvel
of margt, minni á „Winelight”. Átti
kannski að endurtaka metsölutrikkið?
Lög og útsetningar skífanna tveggja
eru keimlík þótt „Winelight” hafi
óneitanlega vinninginn í slíkum saman-
burði en á það ber hinsvegar að líta að
aðstandendur þeirra beggja eru nær
allir hinir sömu. En það sent mestu
máli skiptir er þó hlutur Grover
Washingtons sjálfs. Og þar verður
einginn kaupandi svikinn. Hann er einn
albezti saxófónleikari sem nú setur
blástur sinn á plast.
„Come Morning” hefst á laginu
„East River Drive” sem er einkar
snoturt lag á alla lund en sem opn-
unarlag plötunnar stenzt það á engan
hátt samanburð við titillagið á
„Winelight” sem er enda eitt af perlum
bræðslunnar. Þá kemur titillagið
„Come Morning” sem er næstum án
séreinkenna. Næsta lag „Be Mine
(Tonight)” átti ef til vill að konta i
staðinn fyrir „Just The Two Of Us á
„Winelight”, í það minnsta hljóma
þau líkt í eyrum. Þetta lag er annað
tveggja sem söngvarinn Grady Tate fær
að spreyta sig á og tekst honum allvel
upp. Fyrri hliðin endar síðan á laginu
„Reaching Out” sem er fyrirtak.
Hlið tvö hefst á Bob Marley-laginu
„Jamming” þar sem Washington
leikur sér í kringum hið vel þekkta stef.
Á eftir fylgir „Little Black Samba”
með Grady Tate í forgrunni. Hér er á
ferðinni stórskemmtilegt lag með
suður-amerískum áhrifum þótt ekki
fari framhjá neinum að hér eru banda-
rískir listamenn á ferðinni. Og plötunni
lýkur loks með lögunum „Making
Love To You” og ,,1’m All Yours”
sem eru í rólegra lagi með Washington í
aðalhlutverki.
í heild er „Come Morning” róleg og
ljúf ,,fusion”-plata sem sönnum aðdá-
endum þessarar stefnu ætti seint að
leiðast. Og þeir sem unna góðum saxó-
fónleik ættu ekki að láta hana framhjá
sér fara. Varl er hægt að mæla með
„Come Morning” fyrir þá sem lítið
sem ekkert hafa lagt stund á bræðslu-
hlustun. Og þó. í öllu þessu nýróman-
tíska flóði gerir það öllum gott að setj-
ast niður endrum og eins og hlusta á til-
finningaríkari tónlist. Nýjum og
áhugasömum er þó frekar bent á
„Winelight”. -TT.