Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Blaðsíða 35
DAGBLAÐID& VISIR. MÁNUDAGUR 22. MARZ 1982. 43 Sándkorn Sandkorn Sandkorn Pál og Bhnda Blöndumálin hafa orðið hagyrðingum að yrkisefni. Okkur hafa borizl nokkrar slökur af þessu lilefni, þar á meðal þessi: Færa leiðin fundin er fram úr máli vöndu að hefja Pál á heröar sér og hend’onum í Blöndu Kaffi og kökur Magnús nokkur Þórisson, bakari og yfirbruggari í Sana á Akureyri, hefur fesl kaup á húseigninni Ráðhústorg 5, þar sem Sport og hljóðfæra- verzlun Akureyrar hefur lengi verið til húsa. Mun Magnús ætla að selja kaffi og kökur á 2. hæð, enda er húsið i hjarta miðbæjarins við Ráðhústorg. Á jarðhæð veröa Tomma- hamborgarar. Winnysmenn með sárt ennið Fleiri höfðu augastað á þessu húsnæði, m.a. Teitur Lárusson, Birgir Hermanns- son, og Alfreð Alfreðsson, sem ætluðu sér húsið undir Winnys hamborgarastað. Einnig hafði Sjálfstæðis- flokknum dottið í hug að festa fé sitt úr Sjálfstæðishús- inu í þessu húsi. Í Sjallann á ný Þá mun ákveðið að Þórður Gunnarsson og félagar kaupi hlutabréf Sjálfstæðisflokks- ins í Sjálfstæðishúsinu. Að- eins mun eftir að ganga frá formsatriðum. Kaupverð mun vera nálægt 3,6 m. kr. Næsta verkefni er að byggja húsið upp eftir brun- ann um jólin. Arko-teikni- stofan vinnur að hönnun, en þar hafa fæðst flest þekktustu veitingahús landsins. Ljóst er að Sjallinn færist allur í auk- ana miðað við þær hugmynd- ir sem eru í gangi við hönnun- ina. Talað er um að færa inn- ganginn norðan á húsið og breyta jarðhæðinni og stiga- uppgangi algerlega. I aðal- salnum er ráðgert að setja svalir allan hringinn og breyta sviðinu, jafnframt þvi að minnka eldhúsið. Kjallarann er einnig mein- ing að innrétta og að likindum verður þar diskótek með til- heyrandi, sem þá verður opið öll kvöld vikunnar. Eftir allar þessar breytingar á húsið að geta tekið a.m.k. helmingi fleiri gesti en áður var, eða hátt í þúsundið. Jafnvel er gælt við að a.m.k. einhver hluti af herlegheitunum verði tilbúinn fyrir 17. júní. Sjátfstæðis- flokkurinn á götunni En sjálfstæðismenn á Akureyri hafa hug á að festa það fé sem fékkst fyrir hluta- bréfin í Sjallanum í einhverri steinsteypu. Ráðhústorg S er úr sögunni, en þá berast aug- un að húsnæöi Húsgagna- verzlunarinnar Einis. Þar er Sparisjóður Glæsibæjar- hrepps einnig um hituna og ef til vill fleiri. En það eru fleirí byggingar falar á Akureyri þessa dagana, m.a. Skjald- borg, hús Byggingavöru- verzlunar Tómasar Bjöms- sonar, eign Bjarna Bjarnason- ar í Kaupangi. Beinast augu sjálfstæðismanna einkum að því húsnæði. Fleira að gerast Þaö er framkvæmdahugur i Akureyringum þessa dagana. Til viðbótar má geta þess að Rúnar Gunnarsson og Baldur Ellertsson í ,,H-100” hafa sótt um fallegustu lóðina í bænum, eins og lngólfur Árnason bæjarfulltrúi orðaði það, undir hótel og veitinga- stað. Þá hefur Davíð Geir Gunnarsson sótt um lóð undir skemmtistað. Gisli Sigurgeirsson Kvikmyndir Kvikmyndir Svipmyndir úr kvikmyndinni Seven Ups. Leikur Roy Scheider er einn fárra Ijósra punkta i myndinni, en kappann getur að líta hér að ofan fyrir miðri mynd — að sjálfsögðu með byssu i hendi. Nýja bíó, The Seven Ups: Af byssum og bflf lökum komst fyrst í hendur mennskra vera. Það sem rís undir nafni söguþráðar í þessari kvikmynd D’Antoni, er á þann veg sem bílnum og byssunni hentar. Fjórmenningar, sem kallaðir eru „The Seven Ups” eru í deild innan leynilögreglunnar, sem fæsteingöngu við stórglæpamenn sem eiga yfir höfði sér sjö ára fengelsisdóm eða meira. Tveir forhertir glæpamenn brjótast inn á heimili mafíuleiðtoga nokkurs, segjast vera leynilögreglumenn og neyða hann með sér á burt. Er þetta upphafið að itarlegum mannránum á mönnum úr undirheimunum. Buddy, sem er foringi fyrrgreindra fjórmenninga, leitar á náðir æskufé- laga síns, sem er útfararstjóri í mafíu- hverfinu. Hann útvegar Buddy nokkrar upplýsingar. Eitt sinn, er fjórmenningarnir eru að störfum við uppljóstrun þessara mannrána, er einn fjórmenninganna myrtur. Eftir morðið á leynilögreglumann- inum fara nokkrir innan lögreglunn- ar að halda að „The Seven Ups” hafi staðið á bak við mannránin á glæpa- mönnunum. Buddy reynir að afsanna það og herðir sókn sína í uppljóstrun málsins. Kemur þá margt í Ijós sem á óvart kemur! Sem sagt. Venjuleg sakamála- mynd, þar sem bílaeltingaleikirnir og byssuskotin sitja í fyrirrúmi. Þeir sem áhuga hafa á slíkri atburðarás semað ofan er nefnd, ættu að drifa sig á myndina. Þeir hafa efalítið létt gam- an af henni. Hinum er ráðlagt að leita á önnur mið. -Sigmundur Ernir Rúnarsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Nýja Bfó: Tho Seven Ups. Handrít: Aibort Rubin og Alexander Jacobs. Sgóm: Philip D'Antoni. Kvikmyndun: Urs Furrer. Aflalhlutverk: Roy Scheider, Victor AmokJ, Jerry Leon, Ken Kercheval. Bandarfsk, órgerö 1975. Leikstjóri, og raunar framleiðandi ræmunnar The Seven Ups, verður alla jafna að teljast frægastur fyrir gerð kvikmyndanna um „frönsku samböndin”, en þær voru sýndar hér fyrir fáeinum árum og þóttu að flestra dómi fremur góðar. Sú mynd fjallaði um lausn all ítarlegs heróín- máls og byggðist á sögu fyrrverandi lögreglumanns, Sonny Grosso að nafni. Sömu sögu er að segja um kvik- mynd þessa og samböndin frönsku. Atburðarás hennar er byggð á sönn- um þáttum úr starfsferli Grosso og ætti því að teljast sannsöguleg innan vissra marka. Sannsöglin virðist þó lítið hjálpa þessari mynd til að kom- ast upp úr klisjukenndu feni meðal- mennskunnar. Frumlegheitum í leik- stjórn, efnistökum ellegar kvikmynd- un er ekki fyrir að fara. Myndin er dæmigerð viðleitni framleiðenda gróðahyggjunnar að hylma yfir ann- ars lélegan söguþráð og atburðarás með tilbúinni spennu, viðtekinni vonzku, drápum og hryllingi. Að berja eða verða barinn, skjóta eða vera skotinn, ellegar eltast um á beygluðum bílflökum sem lengst og hraðast með þeim tilþrifum einum sem viðráðanlegar eru í höndum klippimeistaranna — allt er þetta sama tuggan um góða manninn og vonda, útfærð á sama veg og gert hefur verið allt frá því kvikmyndavél Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 - Simi 15105 Daglega erljósritaö á 500þúsundXerox vélarí80 löndum. AfköstXerox véla eru 10-120 Ijósritá mínútu. Fullkomin þjónusta. Vélartilafgreiöslustrax. 5 ára ábyrgðarviöhald. SKRIFSTOFUTÆKNI HF ARMÚLA 38,105 REYKJAViK, SlMI 85455, PO. BOX 272. XEROX' Leiðandi merki í Ijósritun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.