Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Blaðsíða 37
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 22. MARZ 1982.
45
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
ÍSf færð
vegleggjöf
Í tilefni 70 ára afmæiis Iþróttasam-
bands íslands 28. janúar siðastliðinn
færði frú Sigríður Sigurjónsdóttir ÍSÍ
nterkilega gjöf. Er hér um silfur-
skjöld að ræða, sem föður hennar,
Sigurjóni Péturssyni, verksntiðjueig-
enda að Álafossi, hafði verið gefinn
1919. Þá hafði Sigurjón verið ósigr-
andi í gltmu frá 1910 og glimukóngur
íslands i öll bessi ár.
Skjöldurinn er gerður úr stcrling-
silfri og er eftirmynd af skildi þeim,
sem prýðir ,,Grettisbeltið” svo-
nefnda, en það eru verðlaun, farand-
gripur, sem glímukóngur íslands
hlýtur hverju sinni og var fyrst keppt
um 1906.
Þcss má að lokum geta að fram-
kvæmdastjórn ÍSÍ hefur komið upp
visi að Minjasafni íþróttasambands
islands. Eru þar geymdir margir
gamlir verðlaunagripir og gjafir, þar
á meðal skjöldurinn sem nefndur er
hér að ofan. Einnig eru f þvi ýmsir
gripir, sem voru í eigu Benedikts G.
Waage, fyrrum forseta ÍSÍ. Allir
gripir i safninu verða skráðir sérstak-
lega og komið fyrir í skápum í húsa-
kynnunt ÍSÍ i Laugardal. -SER.
Vorlína hársins
Hgiðar Jónsson, kynnér kvöktséns.
Eins og flestir muna var
haldin geysimikil hártízku-
sýning á Broadway nú á dög-
unum. DV hafði samband við
Pétur Melsteð til að fá ein-
hverjar upplýsingar um hvað
var þarna um að vera. Sagði
Pétur að þetta hefði verið í
fyrsta sinn er bæði rakarar og
hárgreiðsludömur hefðu sýnt
saman. Var sýningu þessari
skipt í þrjá hluta. Fyrst
var sýnd einskonar framúr-
stefna eða fantasíugreiðslur,
sem aðallega eru ætlaðar fyrir
tækifæri svo sem gamlárs-
kvöld og annað slíkt. Síðan
kom aðalatriði sýningarinnar,
það er vorlínan.
Vorlínan í ár er kölluð ice-
line (íslínan). Að lokum kom
svo hin sígilda samkvæmis-
greiðsla. Inn á milli var svo
komið með ýmis skemmti-
atriði, svo sem dansstúdíó
Sóleyjar og fleira. Kynnir
kvöldsins var Heiðar
Jónsson. R.S.
islenzkir þátttakendur i brúðuleik-
húshátíðinni hafa unnið kappsam-
lega undanfarna daga við margvís-
legan undirbúning. Þarna eru þau
með hluta af þeim brúðum sem i is-
lenzku sýningunum verða.
Þessi módei sýndu framúrstefnugreiðslur eða fantasiugreiðslur.
THþrifin voru miki! þegar módeiin vom gerð ktár.
Leikbrúður frá fimm iöndum að
Kjarvaisstöðum
BRÚÐULEIKHÚS
ER EKKI BARA
FYRIR BÖRNIN
Heljarmikil leikbrúðuhátíð hófst að
Kjarvalsstöðum um helgina og stendur
fram til 28. marz. Er hún ætluð bæði
börnum og fullorðnum og verður
mikið um að vera og margar sýningar í
gangi samtímis.
Fjórir erlendir gestir koma á há-
tíðina. Það eru Eric Bass, Bandaríkja-
maður, sem haldið hefur sýningar víða.
Hann er allt í senn, leikritahöfundur,
stjórnandi og leikari, og sýnir hér þrjá
þætti sern allir fjalla um dauðann.
Frá frönsku borginni Montélimar
kemur Theatre du Fust, sem stofnað
var 1976. Flokkur þessi mun sýna hér
Söguna um Melampous, sem byggð er
á grískri fornsögu og ætluð fólki á
öllum aldri.
Albrecht Roser er Þjóðverji sem
starfað hefur við brúðuleikhús síðan
árið 1951. Hann hefur ferðazt með sýn-
ingar sínar um margar heimsálfur og
einu sinni heimsótt ísland áður.Hér
mun hann sýna verk sem kallast
„Gústaf og félagar hans”, en það eru
14 smáþættir með strengjabrúðum.
Sýningar Roser eru sérstæðar að því
leyti að þær eru eingöngu ætlaðar full-
orðnum og setur hann 15 ára aldurstak-
mark að sýningum sínum.
Frá Sviss kemur Gernier-Merinat
flokkurinn. Hér munu þau-sýna brúðu-
leikritið „Moonsong”, sem bæði er
ætlað börnum og fullorðnum og auk
þess hafa sýnikennslu í gerð pappírs-
brúða.
Leikbrúðuland mun frumsýna þrjár
'tslenzkar þjóðsögur. Þar á nteðal em sög-
ur af Sæmundi fróða og einnig frá-
sögnin um átján barna föður í álfheim-
um. Auk þess er Leikbrúðuland með
þrjár sýningar til viðbótar. íslenzka
brúðuleikhúsið undir stjórn Jóns E.
Guðmundssonar frumsýnir tvo þætti,
„Gamla konan” og „Kabarett”.
Forseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir, opnaði brúðuleikhúshátiðina
formlega á laugardaginn, en að því
loknu hófust sýningar á þjóðsögum
Leikbrúðulands. Þetta er önnur leik-
brúðuhátíðin sem hér er haldin og sú
fyrsta sem með sanni getur kallazt
alþjóðleg.