Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 22. MARZ 1982. Spurningin Gengur þú með armbandsúr? Sigurjón Hallsteinsson bóndi: Já, það hef ég alla tið gert en aldrei átt betra úr en einmitt nú. Ég fékk það er ég varð sextugur. Það er sjálftrekjct, svo ég þarf alltaf að vera á hreyfingu til að það blekki mig ekki. Bryndis Dyrving húsmóðir: Já, ég fékk úr í fermingargjöf og siðan há get ég ekki hugsað mér að vera klukkulaus. Jóhannes Kristófersson nemi: Já, ég fór að nota úr fyrir tveimur árum og mér finnst erfitt að vera án þess i dag. Hauður H. Stefánsd.: Eins og er þá er úrið mitt bilað og mér finnst ómögu- legt að vera klukkulaus hv' ég harf sífellt að spyrja fólk hvað klukkan sé. Heiðrún Ólafsdóttir nemi: Ja, eiginlega ekki, ég geng með kiukku i keðju um hálsinn. Ég held að ég geti ekki verið klukkulaus. Fólk er sifellt að spyrja hvað klukkan sé. Sigrún Hannesdóttir, Brunabóta- félaginu: Ég hef notað úr frá hví að ég iærði á klukku og get ekki verið án þess. Ég fylgist mikið með tímanum. Lesendur Lesendur Lesendur Lesend „Ganga utanbæjarmenn fyrir með viðtiH við bankastjóraT’ spyr viðskiptavinur Alþýðubankans G.J. hringdi: , Mér er spurn, ganga utanbæjarmenn fyrir með viðtöl við bankastjóra? Ég er viðskiptavinur Alhýðubankans og hef verið það frá upphafi. Um daginn þurfti ég að ná tali af banka- stjóra út af smáláni. Konan í afgreiðslunni tjáði mér að fleiri kæmust ekki að þennan daginn. Ég spurði hana þá hvort fullbókað væri daginn eftir. Sagði hún svo ekki vera. Ég bað hana þá um að skrifa mig niður, svo að ég gæti treyst þvi að fá viðtal. Mér var tjáð að ég yrði að koma sjálfur og reyna aftur. Aðeins væri bókað niður fyrir hvern dag um sig, nema ég væri utan af landi, því þá myndi hún gera undantekningu og skrifa mig niður. Ekki dytti mér í hug, ef ég væri staddur úti á landi, að ég yrði látinn ganga fyrir heimamönnum með viðtal við bankastjóra þar. Við stúlkuna er ekki að sakast. Hún hlýtur að fara eftir fyrirmælum. Þó vil ég beina þeirri spurningu til Alþýðu- bankans, hvort ekki sé hægt að ein- falda þetta kerfi? Ég bendi bankanum á að láta liggja frammi bók, þar sem fólk getur skráð sig, þurfi það að ná fundum bankastjóra. Allir hafa mikið að gera og er annt um tíma sinn engu síður en banka- stjórum. Utanbœjarm enn eiga ekki eins hægt um vik og þeir sembúaá Reykjavíkursvæðinu Blaðamaður las bréf þetta fyrir Halldór Guðbjarnason, aðstoðar- bankastjóra Alþýðubankans. Hann svaraði á þessa leið: „Meginregla bankans, varðandi bókanir á viðtalsbeiðnum, hefur verið og er ennþá sú, að einungis er tekið á móti beiðnum til bókunar að morgni þess dags, þegar viðtalið fer fram. Við- talstími bankastjóra er frá kl. 9,45 til 12, hvern dag, og er tekið á móti ákveðnum hámarksfjölda manna á þessum tíma. Oft er sá hámarksfjöldi aukinn, sérstaklega þegar utanbæjar- menn koma í viðál. Ekki hefur verið tekið á móti beiðn- um um bókanir fram í tímann, né heldur hafa viðtalspantanir verið tekn- ar t gegnum síma. Sú eina undantekn- ing er gerð frá þessum reglum, að tekið er á móti viðtalsbeiðnum utanbæjar- manna í gegnum síma og fá þeir oftast viðtalstíma daginn eftir. Ástæðan er sú, að margir þessara utanbæjarmanna eru viðskiptavinir bankans og skiljan- lega eiga þeir ekki eins hægt um vik og þeir sem búa hér á Reykjavíkur- svæðinu. Venjan er að bæta þessum beiðnum við þann hámarksfjölda við- skiptavina, sem daglega er tekið á móti. Erfítt að gera svo öllum iíki Varðandi tillögu G.J. um nýtt fyrir- komulag á skráningu viðtalsbeiðna er þetta að segja: Stjórnendum bankans er og hefur verið Ijóst að núverandi fyrirkomulag er ekki nægilega gott, því hafa að undanförnu farið fram umræður um hugsanlegar breytingar. Meðal annars hefur komið fram svipið hugmynd og G.J. minnist á. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um breytingar, því sannleikurinn er sá, að þegar hugmyndir, sem fram hafa komið, hafa verið athugaðar nánar, hafa alltaf einhverjir annmarkar komið í Ijós. Það virðist þvi vera erfiðara, en í fljótu bragði sýnist, að finna það fyrir- komulag sem allir yrðu fyllilega ánægðir með. En hvað sem nýju fyrirkomulagi í þessumefnum líður þá verður vonandi stutt í það, að fastir viðskiptaaðilar bankans geti á fljótlegan og lipran hátt, og án viðtals við bankastjóra, fengið alla eðlilega fyrirgreiðslu. A meðan biðjum við viðskiptavini okkar að sýna þolinmæði og umburðarlyndi gagnvart núverandi fyrirkomulagi, sem þó virðist vera sambærilegt við það er tíðkast í öðrum viðskiptabönkum á Reykjavikursvæðinu,” sagði aðstoðar- bankastjóri Alþýðubankans að lokum. -FG. ALÞÝDUBANKINN Viðtalstkni bankastjóra Alþýðubankans „er frá kl. 9,45 tá 12 hvmm dag og ar tekið ó mótí ákveðnum hámarksfjölda manna á þessum tkna. Oft ar sá há- marksfjöldi aukinn, sárstaklega þegar utanbæjarmenn koma i viðtai," segk m.a. isvari Halldórs Guðbjarnasonar, aðstoðarbankastjóra. Ellnborg Magnúsdóttir skrifan „Við nokkrir Gaflarar, þökkum fyrir frábæra Dan- merkurferð dagana 14. ágúst—4. september 1981 með Alþýðuorlofi á vegum Sam- vinnuferða Landsýnar. Ferðin var í alia staði öllum til sóma.” Megj Samvinnu- ferðir Landsýn lengi lifa Elínborg Magnúsdóttir skrifar: Við nokkrir Gaflarar þökkum fyrir frábæra Danmerkurferð dagana 14. ágúst — 4. september, 1981, með Alþýðuorlofi á vegum Samvinnuferða Landsýnar. Ferðin var í alla staði öllum til sóma, sem að henni stóðu. Farar- stjórinn, Kristín Njarðvik, var alveg dásamleg; það stóð allt heima, sem lofað var, og ferðin var hlægilega ódýr. Megi Samvinnuferðir Landsýn lengi lifa. Sunnudagskvöldið, 14. marz, var tekið á móti ferðafélögum sem áður höfðu farið i rútuferðir með Landsýn. Athöfnin átti sér stað í Austurstræti 12. Þar brunnu kyndlar fyrir dyrum úti, leikið var á harmóníku og starfsfólk tók á móti gestum með söng og spili. Öllum var boðið upp á guða- veigar! þvilík stemmning. Síðan var ek- ið með gesti í rútubíl að Hótel Sögu. Þetta var stórkostlegt kvöld. Hafi allir þakkir, já 1000 þakkir fyrir frábæra þjónustu og framkomu. Meðferð á stræt- isvagnamiðum oft sóðaleg —segirvagnstjóri Strætisvagnabílstjóri hringdi: Mér finnst meðferð fólks á skipti- miðum SVR (að venjulegum farmiðum ógleymdum) þvi miður oft vera með eindæmum sóðaleg. Farþegar koma ekki sjaldan með miðana í munninum, afhenda okkur þá síðan hálf blauta eða Lesendur Franzisca Gunnarsdóttir raka, og fleira mætti telja. Ég mælist eindregið til þess að fólk láti af óþrifalegri meðferð, sem þessari, því auðvitað fylgir því smithætta að þurfa að handfjatla svona hluti. Strætisvagnabílstjóri mælist tílþess að farþegar séu ekkimeð skiptímiða og aðra farmiða í munninum. Hann bendir ó að ógeðslegt er að taka við miðum, sem þannig er farið með, og að auki fylgi slíku smrthætta. Mynd þessi er valin af handahófi og visar ekki til vagnstjórans sem hérái hlut. ÐV-mynd: Árni Páll.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.