Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 22. MARZ 1982. Útlönd Útlönd Útlönd Utlönd N KÓLUMBÍA í SINNI ÞRIÐJU GEIMFERÐ Geimskutlunni Kólumbiu er ætlað að fara á loft i dag í sína þriðju geim- ferð. Að þessu sinni er það vikulöng ferð, sem stendur fyrir dyrum — og mesta eldraun skutlunnar til þessa. Þessi sjö daga ferð er nær þrisvar sinnum lengri en báðar fyrri ferðir Kólumbíu, og á að sameina í henni vísindalegar rannsóknir um leið og reynd verður flug- og ferðahæfni skutlunnar til þrautar. Geimfararnir tveir í Kólumbiu, Jack Lousma, ofursti úr flugdeild sjóhersins sem 1973 sveimaði í tvo mánuði á hringbraut umhverfis jörð- ina — en það var nýtt met þá, og Charles Fullerton, ofursti úr flug- hernum, sem fer núna í sína fyrstu geimferð. Þeim er ætlað að láta Kólumbíu leika ýmsar kúnstir á hringsóli sínu til þess að ganga fyllilega úr skugga um að hún geti skilað sínu ætlunarverki i öðrum geimferðum í framtíðinni. I þessari ferð á einnig að reyna vélar- arminn kanadíska, en það fórst fyrir í síðustu ferð í nóvember þegar bilun kom upp sem leiddi til orkuskorts. Eins og löngu er komið fram er geimskutlunni, stærsta framtaki Bandaríkjamanna í geimferðamálum á þessum áratug, ætlað margháttað hlutverk í framtíðinni, bæði á vísindasviði, kaupsýslusviði og í hernaðarþágu. En fyrst og fremst var hún bylting í geimferðartækni með þvi að hún skal notuð aftur og aftur, meðan fyrri geimför voru einungis smíðuð til einnar einustu ferðar. í þessari Kólimbíuför eru níu mis- munandi vísindatilraunir höfuð- verkefni geimfaranna. Ein tilraunin er gerð að undirlagi Kent-háskóla á Englandi og er fyrsta verkefnið sem sett er fyrir bandarískt geimfar og geimfara af aðilum utan Banda- rikjanna. Eins og i tilraunum i annarri ferð geimskutlunnar eru þessar i bland hæfnisprófun á flug- hæfni hennar. Fyrir þá sök er fjöldi tækja um borð í henni sérstaklega settur til þess að mælaog meta hvern- ig skutlan bregzt við sem geimar og hvernig hún reynist sem geimrann- sóknarstöð á hringsóli umhverfis jörðina. í ferðinni, sem er sú lengsta er vænta má að skutlan verði lögð í, mun sólarbirtan mæða mjög á henni og hitinn frá sólinni. Er það með ráðum gert til þess að ganga úr skugga um, hve vel Kólumbía þolir til lengdar hið mikla hitaálag. Kanadiski . vélararmurinn sem settur var í skutluna til þess að ferma og losa hana með tilliti til hugsan- legra ferjuflutninga hennar í framtíð- inni til geimstöðva, var lítið eitt reyndur i annarri ferð hennar. Að þessu sinni verður hann látinn „handleika” hluti. Honum er stýrt af geimfara úr stjórnklefa skutlunnar og á hann í þessari ferð að grípa um Geimskutlan Kólumbía á leið út f geiminn, borín af þrumufleyg fyrsta áfangann. stykki og tæki í lest skultunnar, lyfta þeim upp og færa til. Sumt af því eru mælitæki sem armurinn á að sveifla út frá skutlunni til mælinga utan- borðs. Auðvitað á armurinn ef hann virkar eins og ætlazt er til að flytja tækin aftur i lestina, en álestur þeirra bíður þess að Kólumbía komi aftur til jarðar. Hinar vísindalegu mælingar og til- raunir þessarar ferðar fara að mestu leyti fram án þess að áhöfnin þurfi þar nokkuð að leggja til. Samt verða þær hinar umfangsmestu sem gerðar hafa verið í skutlunni. Ólíkar fyrri tilraunum og rann- sóknum um borð í skutlunni, sem allar lutu að yfirborði jarðar, snúa rannsóknirnar að þessu sinni meir að ytri geimnum. Þeir Lousma og Fullerton þykja báðir hæftr menn og reyndir, og þá ekki sizt Lousma offursti. Hann var flugstjóri í þriðju Skylab-ferð Banda- rikjamanna, þegar þriggja manna áhöfn dvaldi 59 daga um borð í geim- stöðinni 1973, en það met hafa Sovétmenn síðan margbætt. Guðmundur Pétursson Lousma fór í sinn hvorn göngu- túrinn út í geiminn frá Skylab-stöð- inni og var alls ellefu klukkustundir utanborðs.Hannog félagar hans unnu að viðhaldi og viðgerðum á geimstöð- - inni. Hann hefur verið geimfari siðan 1966 og er 46 ára gamall. Hinn 45 ára gamli Fullerton hefur verið í hópi geimfara síðan 1969, og eins og Lousma er hann þrautreyndur flugmaður með þúsundir flugtíma á hinum ýmsu tegundum flugvéla. Hann hefur ekki áður farið ,út í geiminn, en hann flug fyrstu tilrauna- skultunni „Enterprise”, sem borin var á loft af júmbóþotu, sérstaklega breyttri, í tilraunaflugi 1977. Þótt áhöfnin sé nýir menn, er Kólumbía í aðalatriðum sami .far-, kosturinn og í hinum báðum skutlu- ferðunum sem farnar voru í ápríl og nóvember í fyrra og þóttu takast vel. Hún er éina mannaða geimfarið sem flogið hefur verið oftan en einu sinni út í geiminn. PRISMA GEFUR &'RETTA GRIPIÐ Laugavegi 170-172 Sími 21240

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.