Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 22. MARZ 1982.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Ábyrgð á nýjum jafnt sem
notuðum hlutum er ettt ár
Neyteni
*
Ljóst er að notkun hugtaksins
ábyrgð við sölu vöru og þjónustu er
til þess fallin að vekja ákveðið traust
kaupenda. Með yfirlýsingu um
ábyrgð er gefið í skyn að viðtakandi
yfirlýsingarinnar, þ.e. væntanlegur
kaupandi, öðlist betri rétt en hann
hefði gert án slíkrar yfirlýsingar. Ef
reyndin er hins vegar sú að efni
ábyrgðaryfirlýsingar gengur skemur
þ.e. veitir lakari rétt en frávikjan-
legar lagareglur (lagareglur sem því
aðeins reynir á, ef ekki er samið á
annan veg), er yfirlýsingin villandi
enda hefði kaupandi staðið betur að
vígi lagalega séð án slíkrar
„ábyrgðaryfirlýsingar”. í núgildandi
lagaákvæðum um óréttmæta
viðskiptahætti og neytendavernd er
mælt svo fyrir að yfirlýsingu um
ábyrgð megi því aðeins gefa, að
ábyrgðaryfirlýsingin veiti viðtakandi
(kaupanda) betri rélt en hann hefur
samkvæmt gildandi lögum.
Gildandi lög
Þau lög sem einkum skipta máli i
þessu sambandi eru lög nr. 39 frá
1922 um lausafjárkaup (kaupalögin).
í kaupalögunum eru m.a. ítarleg
ákvæði um vanefndir í lausafjár-
kaupum t.d. hvenær vara teljist
gölluð, til hvaða úrræða kaupandi
gallaðrar vöru geti gripið, hvort hann
geti rift kaupunum þ.e. látið þau
ganga til baka, krafizt afsláttar,
skaðabóta o.s.frv. og hversu lengi
seljandi beri ábyrgð á seldri vöru.
Kaupalögin eru frávíkjanleg þ.e.
mönnum er heimilt að semja á annan
veg en í lögunum greinir og eins geta
venjur hafa myndazt i viðskiptum
manna á meðal, er ryðja ákvæðum
laganna úr vegi að einhverju eða öllu
leyti. f kaupalögunum segir beinum
orðum að þau gildi ekki um fast-
eignakaup en engu að síður beita
dómstólar ýmsum ákvæðum laganna
um slík kaup.
Hvenær er vara gölluð?
Það er ljóst að í örstuttri blaða-
grein verður þessari spurningu ekki
svarað til neinnar hlítar enda er um
margslungna spurningu að ræða.
Hinsvegar er það til upplýsingar að
draga fram nokkur meginatriði í
þessu sambandi. Með galla í skilningi
kaupalaganna er við það átt að hið
selda sé ekki í samræmi við það, sem
seljandi lofaði og er rétt í þvi sam-
bandi að athuga hvort seljandi hafi
gefið beinar yfirlýsingar um ákveðna
eiginleika vörunnar eða annarskonar
yfirlýsingar, sem séu til þess fallnar
að vekja ákveðið traust hjá kaupanda
um að vissir eiginleikar séu fyrir
Heimilistæki eiga eins og allir hlutir aðrir sem keyptir eru að vera með minnst eins árs ábyrgð. Kynnið ykkur það áður en
þið kaupið. DV-mynd R. Th.
hendi eða ekki. Þá verður að álíta að
kaupandi megi ganga útfrá þvi nema
um annað sé samið að hið selda sé
sambærilegt að gæðum og almennt
gerist t.d. um hluti sömu eða svip-
aðrar tegundar. Nú er það auðvitað
svo að kaupendur gera mismiklar
kröfur og það sem einum þykir ágætt
getur öðrum þótt stórlega gallað.
Menn eru misjafnlega kröfuharðir og
leggja ólíkar áherzlur á margvíslega
eiginleika seldrar vöru eftir einstakl-
ingsbundnum smekk og þörfum.
Segja má að við ákvörðun hugtaksins
galli sé frekar gengið útfrá almennum
en einstaklingsbundnum forsendum
en það er auðvitað ljóst að seljendum
ber að taka tillit til einstaklingsbund-
inna forsendna svo framarlega sem
seljendum eru eða mega vera þessar
forsendur ljósar og eðlilegt og sann-
gjarnt getur talizt að láta þá bera
ábyrgðá þeim.
Kaupverð hins selda getur gefið
mikilsverða vísbendingu um hvort
vara ségölluð eða ekki. Almennt geta
kaupendur gert meiri gæðakröfur því
hærra sem kaupverðið er. Þá liggur
auðvitað í augum uppi að meiri
kröfur má gera til nýrra hluta en
notaðra, þótt undantekningar kunni
að vera frá þessu meginsjónarmiði.
Skoðunar- og
upplýsingaskylda
Á kaupendum hvílir skoðunar-
skylda í þeim skilningi að kaupandi
getur ekki borið fyrir sig galla, sem
hann sá eða hefði átt að sjá við
skoðun vörunnar. Hversu ítarleg
þessi skoðun á að vera fer mjög eftir
Óréttmætir
viðskiptahættir
Þórður S. Gunnarsson
atvikum máls hverju sinni og er
nánast útilokað að setja fram neina
almenna reglu í þessum efnum.
Væntanlega nægir lausleg og yfir-
borðskennd athugun í mörgum til-
vikum einkum við kaup á nýjum og
algengum vörum en hún getur þó
orðið nokkuð víðtækari við kaup á
vissum tegundum vara t.d. nýjum
bifreiðum og vissulega skiptir máli
hver kaupandinn er t.d. hvort bif-
vélavirki er að kaupa sér nýja bifreið
eða venjulegur áhugamaður.
Skoðunarskyldan er ríkari við kaup á
notuðum munum en nýjum enda
helzt slíkt i hendur við að kaupendur
geta yfirleitt ekki gert jafnrikar
gæðakröfur í slíkum tilvikum.
Skoðunarskylda við fasteignakaup
verður að teljast nokkuð rík.
Skoðunarskylda kaupenda og
upplýsingaskylda seljenda vegast á.
Því meiri sem upplýsingaskyldan er,
því minni er skoðunarskyldan, al-
mennt talað. Ef seljandi veit um galla
á seldum hlut, ber honum að upplýsa
kaupanda um gallann, nema seljandi
megi álíta víst að kaupandi hafi veitt
honum athygli.
Ábyrgðartíminn
í kaupalögunum segir að sé ár liðið
frá þvi að kaupandi fékk seldan hlut í
hendur og hann hafi ekki innan
þessara tímamarka skýrt seljanda frá
þvi að hluturinn hafi verið gallaður
og kaupandi muni gera kröfur af því
tilefni, geti hann ekki síðar komið
fram með neinar kröfur af þessu til-
efni. Undantekning er gerð frá
þessari reglu, ef seljandi hefur
ábyrgzt hið selda i lengri tíma en eitt
ár eða ef seljandi hefur haft svik í
frammi. Samkvæmt gildandi lögum
er því ábyrgðartími, hvort sem um
nýjar eða notaðar vörur er að ræða
eitt ár frá afhendingu vörunnar.
Þessa 12 mánaða reglu má ekki mis-
skilja á þann veg að kaupandi sem
verður var við galla á vöru, fljótlega
eftir kaupin, geti beðið með að
kvarta yfir gallanum allt til loka 12
mánaða tímabilsins. Það skal marg
undirstrikað að álíti kaupandi sig
hafa keypt gallaðan hlut, ber honum
að tilkynna seljanda um gallann eins
fljótt og auðið er og sjálfsagt er að
tilkynna slíkt á sannanlegan hátt. Sé
þetta ekki gert getur kaupandi glatað
rétti sökum tómlætis eða aðgerðar-
leysis.
Ábyrgðaryfirlýsingin
Eins og að framan greinir mega
seljendur þvi aðeins gefa yfirlýsingu
um ábyrgð, að yfirlýsingin veiti
viðtakanda betri rétt en hann hefur
samkvæmt gildandi lögum.
Af þessu leiðir að sé rétturinn
lakari eða jafnmikill er óheimilt að
nefna slíkt ábyrgð. Rétturinn verður
að vera betri. í reynd eru ábyrgðar-
yfirlýsingar samsettar af ýmsum
þáttum og vel má hugsa sér að sumir
séu kaupendum hagstæðari en gild-
andi lög á meðan aðrir eru lakari.
Sem dæmi má nefna að ábyrgðartím-
inn sé lengri en eitt ár en hins vegar sé
riftunar- og bótaréttur þrengdur gegn
víðtækum viðgerðarrétti seljanda.
Við mat á því hvort réttur sé í
þessum tilvikum betri eða lakari,
verður að skoða og meta yfirlýsing-
una í heild sinni, þótt engum blandist
um það hugur að slíkt mat getur verið
afar vandasamt. Það sem að framan
hefur verið sagt útilokar auðvitað
ekki að seljandi og kaupandi semji
sín á milli um lakari rétt kaupanda en
hann hefði átt samkvæmt kaupalög-
unum. Slíkt samkomulag má einfald-
lega ekki nefna ábyrgð (eða öðru
syipuðu hugtaki). Ekki skiptir hins
vegar máli hvar eða hvernig
ábyrgðaryfirlýsing ergefin, t.d. hvort
hún er sérstakt skjal, hluti sölu-
samnings, munnleg eða kemur fram i
auglýsingu.
Þá vil ég að lokum leggja áherzlu
á, að ekki skiptir máli hvort um
notaða eða nýja hluti er að ræða,
þegar ábyrgðaryfirlýsing er gefin.
Það er t.d. ekki sjálfgefið að heimilt
sé að auglýsa 6 mánaða ábyrgð á
notuðum bifreiðum svo dæmi sé
tekið.
Þórður S. Gunnarsson hdl.
Skýringar á misjöfnum kjúklingum
„Hvað er að íslenzkum kjúklingum?
spurði Sigmar B. Hauksson á sælkera-
síðunni á laugardaginn var. Sigmar
talaði þar um að oft séu íslenzkir kjúk-
lingar hreinlega ekki hæfir til neyzlu og
alltaf séu þeir verri en til dæmis kjúk-
lingar í Svíþjóð og enn verri en í Frakk-
landi. Verst finnst Sigmari að kjötið er
ákafiega misjafnt og talar um að æski-
legt væri að það væri flokkað i tvo —
þrjá fiokka. Þá nefnir hann það að erf-
itt séað fá ófrysta kjúklinga.
í tilefni af þessari grein hafði Jón
bóndi Guðmundsson á Reykjum sam-
band og vildi koma ýmsum staðreynd-
Kjúklingar eru mjög misstórir þegar þeir eru keyptir í verzlunum.
um á framfæri.
í fyrsta lagi því að með öllu er
stranglega bannað af löggjafanum að
selja ófrysta kjúklinga. Er það vegna
hættu á salmonellu.
í öðru lagi því að kjúklingar hafa
alla tíð verið flokkaðir. Hitt er annað
mál að núna er ekki samræmi um allt
land í flokkuninni. Hið opinbera
skiptir sér ekkert af því hvernig kjúk-
lingar eru fiokkaðir né af gæðum
þeirra og eru því matsmenn að flokka
hver í sínu horni. Samstarf milli
matsmanna þeirra er ekki lengur eins
og áður var.
Þriðju ástæðuna fyrir misjöfnum
gæðum kjúklinganna nefndi Jón. Hún
er sú að núna eru miklir umbrotatímar í
þessari búgrein. Litlu hcimilisbúin og
heimaslátrunin eru að leggjast niður að
kröfu heilbrigðisyfirvalda og i stað
þeirra koma stærri bú og stærri slátur-
hús. Því miður hefur viljað brenna við
að ekki hefðu allir næga kunnáttu á
þeim nýju aðferðum sem nú tíðkast.
Eina ástæðu vildi Jón nefna í við-
bót. Hann sagði að kaupmenn féllu
stundum í þá-freistni að kaupa ódýra
sendingu af kjúklingum beint frá búun-
um. Gæði þeirra kjúklinga væru hins
vegarvægastsagtmisjöfn. Ds
Fyrsti
seðillinn
frá
Þórshöfn
Kona á Þórshöfn skrifar:
Þetta er fyrsti seðillinn sem ég
sendi til samanburðar á heimilis-
kostnaði. Og eftir því sem ég bezt
veit er þessi seðill jafnframt sá
fyrsti frá norðausturhorninu. Ég
ætla ekkert að skýra þennan seðil
nánaren vona jafnframt að þetta
nægi.
Svar:
Við bjóðum þig velkomna í
hópinn. Það er reyndar ekki rétt
að þinn seðill sé sá fyrsti frá
Norðausturlandinu. Ein fjöl-
skylda á Raufarhöfn sendi okkur
seðla nær allt síðasta ár og erum
við þegar búin að fá einn seðil frá
henni á þessu ári. En hinu er ekki
að neita að þetta er líklega allra
fyrsti seðillinn frá Þórshöfn. -DS.