Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 22. MARZ 1982. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið I Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Hringbraut 136 b i Keflavik, þinglýst eign Orms Georgssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu veðdeildar Landsbanka íslands miðvikudaginn 24. marz 1982 kl. 10.00. Bæjarfögetinn I Keflavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 64., 70. og 74. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á eigninni Fitjar, Kjalarneshreppi, þingl. eign Hilmars Helgasonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri fímmtudaginn 25. marz 1982 kl. 16.00. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. STUTT HAR FYRIR VORIÐ HÁRGREIÐSLUSTOFAN SÍMI 22138 ÓÐINSGÖTU 2 Úr sýningu Leikflokksins á Hvammstanga á lcikriti Guðmundar Steinssonar, Stundarfriður. Menning Menning Menning íTÓMUw H0M' Leikflokkurinn ó Hvammstanga: STUNDARFRIÐUR eftir Guðmund Steinsson Leikstjóri: Magnús Guðmundsson. Það liggur frá gamalli tíð gildur þráður frá miðstöðvum leiklistar og leikmennta í Reykjavík út til áhuga- félaganna úti um land. Margt af verkefnum leikfélaganna á lands- byggðinni var i öndverðu sviðsett í Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó, og raunar virðist sumt af gömlum verk- efnum þess halda gildi sínu býsna lengi á leiksviði áhugafélaganna. Og uppistöðuþáttur íslenzkrar leikrita- gerðar alveg frá upphafi hennar eru leikir sem farið hafa þennan sama feril: samdir og sviðsettir í Reykjavík en fá brátt hljómgrunn á landsvísu, leiknir hvarvetna. þar sem leiksviðsnefna var tiltæk og leikir á einhvern hátt iðkaðir. Hvernig skyldi þessu hátta til nú á dögum eftir að atvinnuleiklist hófst og atvinnu-leikhús stofnuðust í Reykjavík: Hvað af verkefnum þeirra hentar á sama máta og áður til afnota áhugamanna, sem óhjá- kvæmilega búa við svo miklu frumstæðari starfskjör, miklu meiri mun en áður var á milli leikfélaga úti um land og leikfélagsins í Reykjavík? Og hvernig gefast ný íslensk leikrit frá síðustu árum, upprunnin í atvinnuleikhúsum, á sviði áhugaleikhússins? Það var ekki ófróðlegt, frá þessu sjónarmiði, að fara og sjá leikfél. á Hvammstanga Ieika Stundarfrið e. Guðmund Steinsson í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi um helgina. Um leik- flokkinn sjálfan er mér allt að kalla ókunnugt. Nema að fyrir tveimur eða þremur árum sá ég hann leika í Kópa- vogi eiginlegt alþýðuleikrit, nýlegan leik um Sunnefumálin, ætlaðan og saminn til afnota í áhugamannahóp. Það var leikur sem að sínum hætti vitnaði um einn upprunaþátt og gott ef ekki líftaug alþýðlegrar leik- ritunar- og leiklistariðkunar með sínu sögulega frásagnarefni, tilætluðu raunsæislegu frásagnar- aðferð og leikmáta, rómantísku sjón og skilningi söguefnisins, mann- lýsingaogatburða. í þetta sinn er gripið niður alveg í hinum enda leikritagerðarinnar. Stundarfriður mun vera það nýja leikrit sem fengið hefur bestar undir- FURDUSAGA Kirkegaard, Ole Lund: OTTÓ NASHYRNINGUR. fslensk þýfling: Valdls Óskarsdóttir. Teikningar: Ole Lund, Kirkegaard. Reykjavik, Iðunn, 1981. Ekki alls fyrir löngu birtist frétt hér í blaðinu um að dönsk kvikmynd byggð á sögu eftir Ole Lund Kirke- gaard hefði hlotið verðlaun, sem besta barnamyndin á kvikmynda- hátíðinni í Berlín. Kvikmyndin er byggð á sögunni um Gúmmí-Tarsan sem út hefur komið á íslensku. Vonandi fá íslensk börn tækifæri til að sjá þessa kvikmynd og full ástæða er til að ætla að hún komi til með að njóta verulegra vinsælda, sé mið tekið af þeim vinsældum sent bækur Ole Lund Kirkegaard hafa notið hér á landi (og þá ekki síst hjá fullorðn- um.) Nú er komin út fimmta bók Ole Lund Kirkegaard hér á landi. Hún á margt skylt við fyrri bækur hans er gefnar hafa verið út á íslensku. Hugmyndaflug höfundarins er ótrú- legt. Stundum gengur hann meira að segja svo langt, að við liggur að það hætti að vera skemmtilegt. En þó sleppur það einhvern veginn alltaf fyrir horn. Höfundurinn Ole Lund Kirke- gaard er danskur, fæddur I940. Eins og svo margir barnabókahöfundar er hann kennari að mennt. Hans fyrsta bók kom út 1967, en ári fyrr hafði fyrsta saga hans birst í tilefni af smá- sagnasamkeppni sem Politiken efndi til. Bækur Ole Lund Kirkegaards sem út hafa komið á íslensku eru: Fúsi froskaglcypir, Gúmmí-Tursan, Albert, Hodja og töfrateppiö og sú bók sem hér er fyrst og fremst til umræðu Ottó nashyrningur. Þegar tveir strákar koma saman getur þeim dottið ýmislegt i hug. Og stundum gerast samt hlutir sem sniðugum strákum getur ekki undir neinum kringumstæðum dottið í hug. Og þannig var það þegar þeir Viggó og Topper teiknuðu nashyrninginn og hann tók upp á þeim ósköpum að hoppa niður á gólf og taka til matar síns. En því miður var ekkert tiltækt að borða nema húsgögn, gluggatjöld og gólfteppi af því að þetta gerðist allt saman inni hjá Topper. Og þá er um að gera að leggja sig allan fram við að ná í eitthvað gott að borða handa Ottó, (en það datt strákunum í hug að skíra nashyrninginn). Ég vil ekki taka meira af ánægju lesendanna með því að rekja sögu- þráðinn frekar.Hann er vitnisburður um ótrúlegt hugmyndaflug höfundarins. Jarðbundnu fólki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.