Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1982, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1982, Síða 2
2 DAGBLAÐIÐ & VISIR. FÖSTUDAGUR 28. MAl 1982. Þetta fagra fíjóð sem prýðir myndina hór að ofan heitir Cunnhildur Þórarinsdóttir og er hun kölluð Dunna. Þann 14. mai síðastliðinn var hún kjörin ungfrú Hollywood og skyldi engan undra. Dunna er 22 ára gömul og starfar á Auglýsingastofu Kristinar i Kópavogi. Til frekari upplýsingar skal það tekið fram að Dunna er ógift. (DV-mynd: Friðþjófur). FÖSTUDA GSMYNDIN Prestvígsla á annan íhvítasunnu: Fjórir guð- fræðingar vígðirtil þjónustu Biskup Islands, herra Pétur Sigur- geirsson, vígir fjóra guöfræðikandí- data til prestþjónustu, annan dag hvítasunnu, 31. maí. Vígsluþegamir eru: Jón Ragnars- son, sem vígjast mun farprestur þjóö- kirkjunnar, Olafur Jóhannsson, er starfa mun sem skólaprestur en þaö embætti hefur veriö óskipaö um sinn, Rúnar Þór Egilsson, nýkjörinn sóknar- prestur að Mosfelli í Árnesprófasts- dæmi og Þorbjörn Hlynur Ámason, sem kjörinn var sóknarprestur í Borgarprestakalli, Borgarfjaröar- prófastsdæmi í níöasta mánuöi. Prestvígslan fer fram í Dómkirkj- unni og hefst kl. 11. Séra Árni Pálsson lýsir vígslu og vígsluvottar ásamt honum eru: sr. Jón Einarsson, prófastur Saurbæ, sr. Jónas Gíslason, dósent, sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, prófastur Hruna. Auk vígsluvotta les Laufey Geirlaugsdóttir ritningartexta. Prestar Dómkirkjunnar, sr. Hjalti Guðmundsson og sr. Þórir Stephensen munu þjóna fyrir altari. Sýningum á Amadeusi fer fækkandi Sýningum Þjóöleikhússins á Ama- deusi eftir Peter Shaffer fer nú óöum fækkandi og veröa aöeins þrjár sýn- ingar til viöbótar, sú næsta á annan dag hvítasunnu. Amadeus var frumsýndur í janúar og er eitt frægasta verðlaunaleikrit siöari ára, en leikurinn lýsir samskipt- um tónskáldanna Salieris og Wolfgang Amadeus Mozart á gamansaman og átakanlegan hátt og er eins konar rannsókn á öfundinni. Mörgum hefur þótt lýsingin á snillingnum Mozart nokkuö djörf, en hún er byggö á bréfum og dagbókarbrotum, auk þess sem á ýmissa vitoröi er, aö hann samdi lög viö ýmsa galgopalega og vafasama texta. Uppfærsla Þjóðleikhússins hefur fengiö býsna góða dóma. Leikstjóri er Helgi Skúlason, en Björn G. Bjömsson sá um leikmynd og búninga. Með helztu hlutverk fara Róbert Arnfinns- son, Siguröur Sigurjónsson, Guðlaug María Bjamadóttir, Hákon Waage, Flosi Olafsson, Valdemar Helgason og Gísli Alfreösson. -KÞ FENGU STYRK TIL DVALAR ERLENDIS og Jazzvakning fékk styrk til að gefa út plötu til minningar um Gunnar Ormslev Nýlega voru afhentir dvalar- og ferðastyrkir sem Menningarsjóöur veitir árlega. Að þessu sinni hlutu 8 þekktir listamenn styrk úr sjóönum en alls bámst umsóknir frá 28 aöilum. Upphæöin sem hver fékk var 10 þúsund krónur og fengu þessir aðilar styrkinn: Ási í Bæ, rithöfundur, til dvalar á Spáni viö ritstörf. Flosi Ölafsson, leikari, til dvalar í Stokkhólmi, Berlín og víðar til að kynna sér leik- list. Guömunda Andrésdóttir, mynd- listarmaður, til dvalar í New York til aö kynna sér og vinna að myndlist. Hlíf Bente Sigurjónsdóttir, fiöluleik- ari, til dvalar í London, Sviss og Italíu vegna tónleikahalds. Jóhann Hjálmarsson, rithöfundur, til dvalar á Italíu til aö vinna aö ljóðaþýðing- um. Jón Reykdal, myndlistarmaöur, til dvalar í Bandaríkjunum til aö kynna sér grafíklist. Magnús Jóns- son, óperusöngvari, til dvalar í Dan- mörku og Svíþjóö til að kynna sér óperuflutning. Thor Vilhjálmsson, rithöfundur, til dvalar í Frakklandi viö ritstörf. Þá voru veittir þrír styrkir til tón- listarútgáf u og fengu hann þessir: Cinor Laxness formaður Menntamálaráðs annar frá hægriá myndinniásam16afþeim 8 sem fengu dvalar- og ferðastyrk úr menningarsjóði. Frá vinstri Jóhann Hjálmarsson, Jón Reykdal, Flosi Ólafsson, Thor Vilhjálmsson, Guðmunda Andrósdóttir, Einar og siðan Magnús Jónsson. DV-mynd: S. Jazzvakning, til útgáfu minningar- plötu um Gunnar Ormslev saxófón- leikara, — kr. 10 þús. Guöjón Matthíasson, tónlistarmaður, til plötuútgáfu, kr. 2.500,- Trómet- blásarasveitin, til útgáfu tónverks eftir Jónas Tómasosn, tónskáld, kr. 2.500,- -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.