Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1982, Qupperneq 31
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 28. MAI1982.
Sjónvarp
Útvarp
Útvarp s;
Föstudagur
28. maí
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Á frívaktinni. Sigrún
Siguröardóttir kynnir óskalög
sjómanna.
15.10 „Mærin gengur á vatninu”
eftir Eevu Joenpelto. Njöröur P.
Njarðvík les þýðingusína (22).
15.40 Fréttir. Dagskrá. . 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Litli barnatímlnn. Umsjón:
Dómhildur, Gréta og Heiðdís. —
t>ér frjálst er að sjá — Erlingur
Davíðsson kemur í heimsókn og
segir frá nokkrum algengum
farfuglum. Agla Egilson les um
þresti úr bókinni „Lesum og
lærum” og Heiðdís les söguna
„Hreiðrið” eftir Olaf Jóhann
Sigurðsson.
16.40 Mættum við fá meira að heyra.
Samantekt úr íslenskum þjóð-
sögum um drauga. Umsjón: Anna
S. Einarsdóttir og Sólveig
Halldórsdóttir. Lesarar: Evert
Ingólfsson og Vilmar Pétursson.
(Áðurútv. 1979).
17.00 Síðdegistónleikar. Saulesco-
kvartettinn leikur Strengjakvart-
ett í C-dúr op. 76 eftír Joseph
Haydn / Jascha Heifetz og Brooks
Smith leika Fiðlusónötu nr. 9 í A-
dúr eftir Ludwig van Beethoven.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.40 Ávettvangi.
20.00 Lög unga fólksins. Hildur
Eiríksdóttir kynnir.
20.40 Kvöldvaka. a. ísbjarnar-
veiðar. Jóhann J. E. Kúld rithöf-
undur segir frá för sinni norður í
heimskautaís árið 1924. b. Með
Húnvetningum. Atriði frá síðustu
Húnavöku, og bundiö mál og
óbundið mál úr fyrstu árgöngum
samnefnds rits. Páll S. Pálsson
lögmaður frá Sauðanesi segir
kímilegar sögur, rætt viö Jón
Karlsson frá Holtastaðakoti,
húnvetnskir kórar syngja. —
Baldur Pálmason tengir saman
efni kvöldvökunnar og les kvæði
eftir Jóhannes úr Kötlum. Aðrir
lesarar: Guörún Guðlaugsdóttir
og Gunnar Stefánsson.
22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldssln.
22.35 Or minningaþáttum Ronalds
Reagans Bandaríkjaforseta eftir
hann sjálfan og Richard G.
Hubbler. Oli Hermannsson þýddi
Gunnar Eyjólfsson les (2).
23.00 Svefnpokinn. Umsjón: Páll
Þorsteinsson.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Föstudagur
28. maí
19.45 Fréttaágripátáknmáli.
20.00 Fréttlrogveður.
20.30 Auglýsingarogdagskrá.
20.40 Skonrokk. Umsjón: Þorgeir
Astvaldsson.
21.10 A döfinni. Umsjón: Karl Sig-
tryggsson.
21.20 Fréttaspegill. Umsjón: Guðjón
Einarsson.
22.00 Þáttaskil. (Lost Boundaries).
Bandarísk bíómynd frá árinu 1949.
Leikstjóri: Alfred Werker. Aðal-
hlutverk: Mel Ferrer og Beatrice
Pearson. Myndin segir frá ungum
lækni og konu hans, sem eru
blökkumenn, þótt þau séu hvit á
hörund. Þau halda raunverulegum
uppruna sínum leyndum, og þaö
hefur mörg vandamál í för með
sér. Þýðandi: Guðrún Jörunds-
dóttir.
23.35 Dagskrárlok.
Mel Ferrer og Beatrice Pearson fara með aðalhlutverkln / föstudagsmynd sjónvarpsins. Myndin segir frá lífsbaráttu
ungra hjóna sem að vísu eru hvít á hörund, en / raun eru þau blökkumenn.
ÞÁTTASKIL - sjónvarp í kvöld kl. 22.00:
RF1ÐLEIKAR BLOKKUMANNA
A dagskrá sjónvarpsins í kvöld er
bandarísk bíómynd frá árinu 1949 og
nefnist hún Þáttaskil (Lost Boundari-
es).
Myndin sem er sannsöguleg greinir
frá ungum lækni, Scott Mason Carter
og konu hans Marcia Mitchell. Þau
h jónin eru blökkumenn þrátt fy rir hvít-
an hörundslit. Þau ákveða aö halda
uppruna sínum leyndum þar sem
möguleikar blakkra lækna á atvinnu
eru mjög litlir og fá sjúkrahús sem
kæra sig umstarfskrafta þeirra.
Erfiölega gengur hjá Carter að fá
vinnu og kemst hann að þeirri niður-
stöðu að bezt sé fyrir hann að gefa
læknisfræöina upp á bátinn en konu
hans tekst að fá hann ofan af því. Þó
kemur að því aö hann fær vinnu sem
læknir og þegar þeim hjónum fæðist
„hvítur” sonur þá ákveða þau að halda
blekkingunni áfram til að tryggja
framtíð erfingjans. Þeim svíður þó það
ranglæti heimsins, að gerður skuli
greinarmunur á svörtum og hvítum.
Þegar heimstyrjöldin síðari brýzt út
ákveður læknirinn að ganga í sjóherinn
þar sem mikill hörgull er á læknum. Sá
hængur er þó á að sjóherinn vill ekki
svertingja og virðist nú heimur hjón-
anna ætla að hrynja til grunna. Þó
reyna þau að berjast gegn ranglætinu
með öllum tiltækum ráðum og er bara
að bíða og s já hvemig til tekst.
Með aðalhlutverk myndarinnar fara
Mel Ferrer og Beatrice Pearson en
leikstjóri er Alfred Werker.
Kvikmyndahandbók okkar á DV
gefur myndinni þrjár og hálfa stjömu
sem þýðir að hún sé mjög góð og vel
þess viröi að á hana sé horft.
•GSG.
Útvarp í kvöld kl. 23.00:
SVEFN-
POKINN
— Tónlistarþáttur
með léttu sniði
Þáttur Páls Þorsteinssonar, Svefn-
pokinn verður á dagskrá útvarps kl. 23
í kvöld. Þáttur þessi sem er vikulega á
dagskrá tók við af þætti Jónasar
Jónassonar Kvöldgestum, sem fluttir
voru fyrir skömmu. Stjómendur út-
varpsins töldu rétt að hafa dagskrána
lengri á föstudagskvöldum en aðra
daga og varð það því úr að Svefnpok-
inn var settur á laggirnar.
Svefnpokinn er tónlistarþáttur með
ýmsum hugleiðingum umsjónar-
manna á milli laga. Spiluö er margs
konar tónlist, en varla er hægt að segja
að ein tónlistarstefna yfirgnæfi aðrar.
Þó er markmiöið að létt tóniist sitji í
fyrirrúmi og svipar þættinum því á
margan hátt til Syrpuþáttanna vinsælu
sem eru á dagskrá hljóövarps eftir há-
degi.
„Svefnpokinn” er prýðisgóður þátt-
ur fyrir þá sem ekki kæra sig um að
leggjast í fletið snemma á föstudags-
kvöldum og mun ekki óvarlegt að
áætla að undir þann hóp falli megin
hluti þjóðarinnar, síðan laugardagur-
inn var gerður að almennum hvíldar
degi. En vitaskuld geta þeir sem hvort
tveggja kjósa — hvildina og útvarpiö,
— valið þann kostinn að hlusta á Svefn-
pokann úr svef npokanum.
GSG
Pill Þorst&Insson umsjónarmaður þáttarins Svafnpoklnn som or i dagskri hljóð-
varps i föstudagskvöldum.
■39
Veðrið
Veðurspá
Gert er ráð fyrir hægri austlægri
átt, skýjað víðast hvar, hætt við
síðdegisskúrum á sunnanverðu
landinu. Léttskýjað á Snæfellsnesi,
viö Breiðafjörð og á Vestfjörðum.
Hiti breytist lítið.
Veðrið
Hér og þar
Klukkan 6 í morgun: Akureyri
alskýjað 2, Bergen skýjað 8,
Helsinki léttskýjað 16, Osló rigning
9, Reykjavík slydduél 3, Stokk-
hólmur þokumóða 15.
Klukkan 18 í gær: Aþena létt-
skýjað 11, Berlín heiðríkt 27,
Frankfurt léttskýjað 26, Nuuk létt-
skýjað 7, London skýjað 13, Luxem-
borg skýjað 17, Mallorka léttskýjað
22, New York mistur 22, París
skýjað 18, Róm heiðskírt 21,
Malaga heiðskírt 21, Vín léttskýjað
23.
Tungan
Sagt var: Börnin voru
að leika með brúður.
Rétt væri: Börnin voru
að leika (sér) að
brúðum.
Gengið
Gengisskráning
nr. 92 - 28. maf 1982 kl. 90.15.
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Snla
1 Bandaríkjadollar 10,800 10,832 11.915
1 Sterlingspund 19,386 19,443 21.387
1 Kanadadollar 8,697 8,723 9.595
1 Dönsk króna 1,3602 1,3642 1.5006
1 Norsk króna 1,7975 1,8028 1.9830
1 Sœnsk króna 1,8449 1,8504 2.0354
1 Finnskt mark 2,3684 2,3754 2.6129
1 Franskur franki 1,7676 1,7728 1.9500
1 Belg. franki 0,2441 0,2448 0.2692
1 Svissn. f ranki 5,4210 5,4371 5.9808
1 Hollenzk florina 4,1651 4,1774 4.5951
1 V-Þýzkt mark 4,6144 4,6281 5.0909
1 ItöUk Ifra 0,00833 0,00835 0.00918
1 Austurr. Sch. 0,6563 0,6583 0.7241
1 Portug. Escudó 0,1519 0,1523 0.1675
1 Spánskur peseti 0,1036 0,1039 0.1142
1 Japanskt yen 0,04435 0,04448 0.04828
1 írsktpund 15,968 16,015 17.616
SDR (sórstök 12,1329 12,1667
dráttarróttindi)
01/09
Simsvarl vegna ganglsskránlngar 22190.
Tollgengi fyrirmaí
Kaup Sala
Bandarfkjadollar USD 110,370 10,400
Stertingspund GBP18,505 18,559
Kanadadollar CAD 8,468 8,482
Dönskkróna DKK 1,2942 U979
Norsk króna NOK 1,7235 1,7284
Sœnsk króna SEK 1,7761 1,7802
Finnskt tnark FIM 2,2766 2,2832
Franskur franki FRF 1,6838 1,6887
Belgbkur franski BEC 0,2336 0.2342
Svissn. franki CHF 6,3162 5,3306
Holl. Gyllini NLG 34)680 3,9896
Vestur-þýzkt mark DEM 4,3969 4,4096
(tölsk líra ITL 0,00794 0,00796
Austurr. Sch. ATS 0,6246 0,6263
Portúg. escudo PTE 0,1468 0,1462
‘Spánskur peseti ESP 0,0996 0,0998
Japansktyan JPY 04>4376 04)4387
(rskt pund IEP 16,184 16,228
SDR. (Sérstök
dráttarréttindi) 26/03