Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1982, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1982, Síða 13
DAGBLAÐIÐ & VISIR. FÖSTUDAGUR 28. MAI1982. Síminn á afgreiöskinni er 83033 PtorgftsffiSa&fö Sími á ritstjóm og skrifstofu: 10-100 flforjgiitstliliifófe ÞRIÐJUDAGUR 18. MAl 1982 Vaxandi órói !á vinnumarkaÖi: ^Ráðherra skilur ékki neyðarástandið I- segir talsmaður hjúkrunarfræðinga - Samning- |ar flestra launþega runnir út - Byggingarmenn í iverkfall í dag - Frekari aðgerðir í næstu viku - IVerkföll á veitingahúsum og hótelum um heigina MIKIL óviasa er nú fraraundan á TÍBniim»rk»ðnum, og ghágilegt er 1 aft aukin harka er að feraat íliaráttu | hinna ýmsu starfshópa fyrir grunn- I kaupsbœkkunum. Hjúkrunnrfneð- I ingar hafa sagt upp störfum á heistu Isjúkrahúsum landsins, bygginga- Fjármálaráðherra og vinnuveit- endur hafa lýst því yfir að ekki sé svigrúm til grunnkaupshækkana nú, en á sama tíma hefur verið samið við hjúkrunarfræðinga á Selfossi og í Neskaupstað um fjögurra til sjö launaflokka hækkanir. Allir samn- • í_,i 1. samningsgerð flóknari og erfiðari. Ekkert miöaði í samkomulagsátt á fundi Ragnars Arnalds fjármála- ráðherra og manna þans meö hjúkr- unarfræðingum í gær, og nýr sátta- fundut hefur ekki verið boðaður. Einn talsmanna hjúkrunarfræðinga — ‘ ' • —*l’lí við Mnr-’"'l'lTV' r , Engin „gul pressa "leyfði sér þetta," segir greinarhöfundur. Sem stuðningsmanni fráfarandi meirihluta í Borgarstjóm Reykja- víkur þótti mér Reykjavík ekki skarta sínu fegursta á sunnudags- morgun. Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti flokksvöld sín í borg- inni. Sannfærður er ég þó um það, að ef grannt er skoðað þurfti ekki að koma til slíkur áfellisdómur yfir frá- farandi meirihluta sem varð. Fyrr- verandi meirihluti hafði gert margt vel, og í sumu tilliti gerbreytt svip- móti borgarinnar. Ég er sannfæröur um aö tíu dögum fyrir kosningar voru Reykvíkingar enn ekki búnir að ákveöa hvort þeir ætluðu aö endur- kjósa fráfarandi meirihluta eða kalla í Sjálfstæöisflokkinn. Tala „óákveðinna” i skoðanakönnunum staðfestir það. Ruglingslegt munstur þjóðmála, með S jálfstæðisflokkinn bæöi í stjórn og stjómarandstöðu, en Alþýðuflokk- inn, eina stjómarandstöðuflokkinn, í samstjóm við uppistöðu ríkisstjóm- arinnar í Reykjavíkurborg, gerði myndina auðvitað ærið flókna. — En þó held ég aö það hafi ekki ráöið úr- slitum. Svona er þettá auðvitað í sveitarstjórnum víða um land, og hefur ekki áhrif á niðurstöður kosn- inga. Eina ferðina enn réð Morgunblaöið of miklu um málflutning andstæð- inga sinna. Ef fráfarandi meirihluti hefði kynnt störf sín betur, og varið þau betur, þá hefðu kosningarnar kannski fariö betur. En — það koma dagar eftir þennan dag. Morgunblaðið Þegar stundir líða fram er ég sannfærður um að eitt kosningamál á eftir að reynast Sjálfstæðisflokkn- um dýrkeypt. Það er málflutningur- inn um Rauðavatnssvæðið. Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, hefur raunar í blaðagrein mótmælt veður- farslegum rökum, sem notuö hafa verið gegn byggingu á þessu svæði. En látum það vera. Málflutningur Sjálfstæðisflokksins, með ísmeygi- legum stuðningi Morgunblaðsins, gekk út á þaö að vinstri menn (les: kommúnistar) væru þannig innstillt- ir, nú sem ævinlega áður, aö þeir hik- uðu ekki við aö skipuleggja byggð á dauðagildrum, sundursprungnu svæði (les: þessir menn eru sam- viskulausir samanber hreinsanir Stalíns!). Þessi málflutningur var auðvitað fyrir neöan öll leyfileg mörk. En nú sem fyrr galt fyrrver- andi meirihluti þess að hafa ekki fjölmiðlakost. Það sem gefið var í skyn, var að fráfarandi meirihluti myndi ekki hika við aö leiöa hættu yfir fólk. Nú er það svo, að t.d. Breiðholtshverfin Þeir unnu — við töpuðum eru byggð á sprungusvæðum. I ann- an stað mun auðvitað aldrei hafa staðið til aö byggja þar sem hin minnsta hætta er til staðar. I þriöja lagi hefur þessi skipulagning byggð- ar verið betur undirbúin heldur en nokkur skipulögð byggð í Reykjavík fyrr eða síðar. Ef Sjálfstæðisflokkurinn heföi lagt þetta fram sem tvo kosti í skipulags- málum, sem kjósa ætti um, þá hefði það verið eins og átti að vera. En þeir gerðu það ekki. Með bakstuðn- ingi „fréttaflutnings” í Morgunblað- inu var sífellt gefið í skyn að hinir samviskulausu vinstri menn bæru enga virðingu fyrir lífi fólks og öryggi. Það vannst stundarsigur — en menn eiga áreiðanlega eftir að átta sig betur á þessum málf lutningi. Enn um Mogga Morgunblaðiö fór hamförum'fyrir þessar kosningar sem löngum fyrr. Að vísu situr hörmuleg ríkisstjórn í landinu. En skoði menn baksíðu Morgunblaðsins fimm dögum fyrir kosningar. Þar segir i fimm dálka fyrirsögn, með stærsta letri: „Ráð- herra skilur ekki neyðarástandið” — en síðan, í lítilli undirfyrirsögn: segja hjúkrunarfræðingar. Þetta er pólitískur fréttaflutningur, eins og hann gerist óheiðarlegastur. Þetta er sama dylgjuplanið og í Rauðavatns- málum. Verið er að gefa í skyn að ráðherra í ríkisstjóm skorti mannúð, hann hafi ekki skilning á högum sjúkra. Hjúkrunarfræðingar eru að vísu taldir vera í ólöglegum aðgerð- um, lögformlega talað. En nú hefur Morgunblaðiö snúið við blaöinu, miðað við 1978. Nú eru þeir í st jórnarandstöðu og það eru að koma kosningar. Sannleikurinn er sá að þetta er ná- kvæmlega sami viðurstyggilegi leikurinn og Þjóðviljinn lék 1978. Þar Vilmundur Gylfason er enginn munur á — nema sá að Morgunblaðið, þessi hægripressa í versta skilningi orðsins — kemur inn á nær hvert heimili í Reykjavík. Fólk kaupir áróðurinn. Beri menn svo saman áróðursstöð- una. Á kjördag. Þá er þetta blaö aft- ur orðið friðsamlegt og birtir væmn- ar orðsendingar frá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins til „vina sinna” í bak og fyrir. Ef jáfnaðarmenn vildu gerá slíkt hiö sama þyrftu þeir aö kosta til stórfé, kalla út tugi manna, og myndu sennilega aðeins ráða við hálfa Reykjavík. Menn ættu, að minni hyggju, í vax- andi mæli að fara að endurskoða afstöðu sína til Morgunblaösins. Blaöið er of sterkt — miðað við hvað það er óheiðarlegt. Kvennaframboð Við leynum því ekki, margir ný- jafnaðarmenn, að við höfum að mörgu leyti pólitíska samúð með Kvennaframboðið. iJær segja margt með réttu, ekki síst þegar stjóm- málaflokkarnir væla og segja: Af hver ju komiö þið ekki til okkar? Það er rétt hjá Kvennaframboð- inu, að stjómmálaflokkar, til hægri og til vinstri, eru í eðli sínu spilltar stofnanir. Valdakerfi þeirra eru þröng. Stjórnmálaflokkar stunda þá starfsemi að hygla sínum mönnum, umfram það sem þeim væri hyglað, ef almenn lögmál giltu. Þetta á við um stöðuveitingar, nefndaskipanir, lóðir og jafnvel lánsfjármagn. Að þessu leytinu til, og þó svo þetta sé dúndrandi þversögn, þá hefur Kvennaframboðið mikið til síns máls. Þó svo leiða megi að því rök aö Kvennaframboði hafi gert fráfar- andi meirihluta erfitt fyrir, og gert glundroðakenningu íhaldsins trú- verðuga, þá er margt í málflutningi þeirra, bæði almennt og sértækt, þegar fjallað er um stjómmálaflokk- ana sem stofnanir, sem ekki er hægt annað en taka undir. Þær lögðu áherslu á grasrótarmál í borginni, raunar í ríkari mæli en stjómmálaflokkamir. Ég vil skjóta því inn að einnig þar gerðu jafnaðar- menn mistök, kosningabaráttan átti of skylt við fílabeinsturna, og var of f jarri grasrótinni. En nú verða það örlög Kvenna- framboðsins að fá tvo fulltrúa kjörna, og sitja i minnihluta. Þaö er auðvitað mjög góður árangur, en þó ekki eins glæsilegur og sá, sem þess- arlínur ritar, hugði. Og þá er að meta framhaldið rétt. Völdin geta stundum verið and- styggilega tómleg. Sá sem þessar línur ritar þykist skilja nokkuð hug- arheim Kvennaframboösins — að kosningum loknum. Einu sinni átti ég, ásamt öðmm, aðild að því að sprengja ómögulega ríkisstjóm, og vera þar með kosningaloforðum trúr. Daginn eftir kom upp sá möguleiki að jafnaðar- menn mynduðu minnihlutastjórn. Hún var að vísu valdalaus, studdist ekki við þingmeirihluta. Benedikt Gröndal, þá formaður Alþýðuflokksins, hafði samband við mig og kvaðst vilja leggja til við flokksstjóm Alþýöuflokksins aö ég tæki þar sæti sem dóms- og mennta- málaráðherra. Það voru erfiðar klukkustundir. Eg og minir vinir vissum auðvitað sem var að ríkis- stjómin var, formlega talaö, valda- lítil, án löggjafarvalds. Hún myndi sitja fram yfir kosningar. Tíminn myndi fara í þær að meira eða minna leyti. Og fólk mundi ekki átta sig á valdaleysinu. En á hinn bóginn var að koma prófkjör. Myndi það ekki vera skaðlegt að hafa hafnað slíkri upphefð? Þetta voru djöfullegar klukku- stundir. Síöan fóm fram miklar umræður í flokksstjóm Alþýðu- flokksins um skipan ríkisstjómar- innar, eins og ævinlega, þegar slík stórmál eru annars vegar. Benedikt barði sitt í gegn. Þetta var á sunnudagseftirmiö- degi. Við áttum að taka viö á miöjum mánudegi. Á mánudagsmorgni fór ég niður í menntaskóla til þess aö láta afleysingakennara minn hafa gögn. Klukkan var þá rúmlega átta. Eg átti að mæta annars staðar klukk- an níu, svo í nöturlegri einsemd rölti ég niður á höfn. Þar hitti ég fyrir nokkra kunningja mína, sem ég hafði eignast á vinnustaðafundum, stuöningsmenn raunvaxtastefnu. Einhver kallaði og bað um fund. En þaö varð varla fundur. Við settumst inn í skúr og ræddum tilgang stjóm- málabaráttu. Menn sáu kost og löst á því sem gerst hafði og ræddu í al- vöm þá röksemd, að mikil breyt- ingastjóm gæti komið síðar, en slík stjóm væri þessi ekki. I tómleika valdanna leið mér betur þegar ég kvaddi um níuleytiö. Einn kallinn sagði efnislega: „Jæja, Villi minn, hvaö sem öðm líður ertu búinn að fá mynd af þér í Islandssöguna!” Já,þaöernúþað. Einhvem veginn svona held ég aö Kvennaframboðskonunum hljóti að hafa liðiö. Stundum virðist þetta allt vera heldur fáfengilegt. En aðal- atriöið er hitt, aö vegna mikilvægis kjama þess, sem þær eru að segja, um kerfið sjálft, um láglaunin um jafnréttismálin, um stjórnmála- flokkana, þá óska ég þess að þessi hreyfing koðni ekki niöur í sérvisku, heldur vinni með okkur hinum, sem emm sammála í gmnd- vallaratriðum. Vilmundur Gylfason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.