Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1982, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 28. MAl 1982.
Neytendur Neytendur
OPINN DALKUR
Opni dálkur Neytendasíðunnar, sem umsjónarmenn
hafa áður sagt að væri fast mánudagsefni, hefur greini-
lega fengið góðan hljómgrunn hjá lesendum. F’jölmargir
hafa haft samband við okkur og hafa viljað koma ýmsum
ábendingum á framfæri, bæði jákvæðum og neikvæðum.
Vegna þess að DV kemur ekki út á mánudaginn annan í
hvítasunnu, bregðum við á það ráð að birta opna dálkinn í
dag, föstudag. -ÞG
7 mánuðum eftir að bilstólHnn var keyptur, kom i Ijós að á hann vantaði
festistykki. Nýr stóll var sendur heim á vegum Oliufólagsins.
Olíufélagið sendi
nýjan barnabílstól
— ískiptum fyrir hinn gallaða
Dagbjört Kjartansdóttir, 1526—6430,
skrifar:
Eg skrifa þessar línur til þess aö
koma fram þakklæti fyrir mjög góöa
þjónustu og sjaldgæfa, aö ég held.
Þannig var mál meö vexti, aö syni
mínum var gefinn bílstóll í fæöingar-
gjöf, og var hann keyptur á einni af
bensínstöövum Esso. Þegar sonurinn
var kominn á 7. mánuö og átti aö fara
aö nota stólinn, vantaöi eitt festi-
stykki. Eg hringdi í Olíufélagiö og
talaði viö Hilmar sölumann. Hann baö
um símanúmerið mitt og sagðist
hringja seinna. örugglega myndi hann
bara gleyma mér, hugsaöi ég. En svo
var nú aldeilis ekki. Hann hringdi 3
tímum seinna og var þá búinn aö
hringja út um allt í leit aö stól, meira
aö segja á bensínstöðina í Vogum á
Vatnsleysuströnd, og hugöist þá ná í
stólinn sjálfur. En stóllinn var ekki til.
Mér var boöiö aö fá stólinn endur-
greiddan í peningum eöa þá fá aöra
tegund, sem var sýnishorn, í skiptum
eða þá lánaöa þangað til að hinir kæmu
aftur. Ég tók þá ákvöröun að fá bara
hinn stólinn í staöinn. Og viti menn, 1
tíma seinna var komiö meö stólinn til
mín, og ég átti bara að skila hinum
gallaöa á næstu Esso stöð og merkja
hann Hilmari.
Á flestum verzlunar- eöa sölustöðum
heföi verið hent í mig innleggsnótu
með fýlusvip, og ég hefði þurft aö bíöa
eftir stólnum þangaö til aö hann kæmi
til landsins, og heföi örugglega þurft aö
þeytast út um allan bæ, bæði til þess aö
ná í þann snepil (innleggsnótuna) og
athuga hvort stóllinn færi ekki að
koma, á meöan sonurinn heföi þurft að
liggja kengboginn í alltof litla buröar-
rúminu sínu í bílnum.
Góð þjónusta í
barnafataverzlun
Margrét Arnþórsdóttir, Austurbergi,
Reykjavík haföi samband við okkur og
haföi þetta að seg ja:
Fyrir nokkru keypti ég trimmgalla
(jogging) á ungan son minn í barna-
fataverzluninni Jógi björn á homi
Snorrabrautar og Hverfisgötu. Þegar
strákurinn haföi veriö í fötunum smá-
tíma,tókégeftirþvíaölítilgöt voruá
gallanum og efnið var aö rakna upp.
Eg fór meö flíkumar aftur í verzlunina
og þar mætti ég svo einstakri þjónustu
að ég get varla oröa bundizt. Strax var
mér boöiö aö fá nýjan galla, og spurt
hvort ég vildi hafa þann nýja stærri,
því nokkur tími var liðinn síðan gallinn
var keyptur. Nýi gallinn sem ég valdi
var ódýrari en sá fyrri og fékk ég
mismuninn greiddan strax út, þurfti
sem sagt ekki aö fá inneignarnótu sem
er nú algengara.
Satt að segja hef ég ekki fyrr fengið
svona góöa fyrirgreiðslu í nokkurri
verzlun, og vil því endilega koma
þakklæti mínu á framfæri.
Hús m/rennibraut
Fyrir einbýlishús
og sumarbústað
Leiktæki fyrir
fjölbýlishús og
félagasamtök.
LEIKTÆKI
Handbolta- og fótboltamörk.
Reiðhjólagrindur.
Klifurgrindur.
Körfuboltahringir.
T-snúrustaurar.
LISTSMIÐJANHF
Skemmuvegi 16B — Sími 75502.
U
Aldrei höfum vió boðiö eins glæsilegt úrval og núna af notuðum
Mazda bílum í 1. flokks ástandi og með 6 mánaða ábyrgð.
Nú þurfió þiö ekki lengur að vera sérfræðingar i því að velja og
kaupa notaðan bíl, þvi að þið athugið útlit bilsins, ástand hjólbarða
og annars sem sést og við ábyrgjumst það sem ekki sést.
Athugið sérstaklega að verö notaðra bíla hefur lækkað eins og
nýrra.
Komið því á sýninguna í dag og tryggið ykkur úrvals Mazda bíl fyrir
sumarið, meóan lágaverðió helst.
BÍLABORG HF
Smiðshöfða 23. sími 812 99.
I
-ÞG.