Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1982, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ & VISIR. FÖSTUDAGUR 28. MAl 1982.
9
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Moon löngum
á rökstólum
meðlesú
Vitnaleiöslurnar í máli Moon-istans,
sem numinn var brott úr kirkjusöfnuði
hins kóranska Moons, vekja feikna-
athygli í Bandaríkjunum og víðar,
einkanlega eftir að séra Sun Myung
Moon sté sjálfur í vitnastúkuna.
I gær sagði hann frá því að hann
hefði tíðum átt samræður við Jesúm
Krist, Móses spámann og Búddha, og
að hann hefði allt til brunns að bera til
þess að vera hinn sanni Messías.
Sem fyrr var hinn umdeildi
safnaðarleiötogi tregur til svara í
réttarhöldunum sem spunnin eru út af
kæru Anthony nokkurs Colombrito
gegn Calen Kelly, sem tekið hefur að
sér fyrir áhyggjufulla foreldra að ná
ungmennum þeirra undan áhrifavaldi
sértrúarsöfnuöa.
Verjendur Kellys vilja réttlæta
brottnám hans á Colombrito með því
að trúarhreyfing Moons sé svikavefur
og blekking ein sett á svið til fjár-
öflunar með samskotum fyrir Moon
sjálfan.
I boðun Moons á fagnaöarerindi sínu
segir hann aö upphaf köllunar sinnar
hafi verið, þegar hann hitti Krist að
máli uppi á fjalli einu í S-Kóreu. Hann
segist skyggn og þannig hafa komizt í
samband við Móses og Búddha — svo
að nokkrir séu tilgreindir sem Moon
hefur skrafaðvið.
Lögfræðingar Kellys spurðu Moon
meðal annars hvort rétt væri að hann
ætti bam utan hjónabands. Lágmáll
jánkaði hann því og sagðist hafa
kynnzt konu þeirri meðan Kóreustríðið
skildi hann og eiginkonu hans aö. —
Lögfræðingar hans héldu þvi aftur á
móti fram við blaðamenn að hann hefði
svarað spurningunni neitandi enda
hefði umrædd kona aldrei sagt hann
föðurþessabarns.
Lögfræðingar Colombrito krefjast
þess enn að málið verði látið niður falla
því að Colombrito hefur dregið kæruna
til baka. Dómarinn úrskurðaði að
málinu skyldi samt haldið áfram enda
væri það ekki Colombrito sem þá
ákvörðun hefði tekið heldur Sam-
einingarkirkja Moons „sem togar í
spottana”, eins og hann komst að orði.
— þessi niðurf ellingarkrafa verður enn
tekin fyrir í dag.
Margir hafa illan bifur á safnaðar-
hreyfingu Moons, sem heldur
safnaðarbömunum mjög að fársöfnun.
Moon er borið á brýn að lifa lúxuslífi
(býr með f jölskyldu sinni í stórvillu en
dvelur lengstum um borð í lysti-
snekkju við sjóstangveiði) á þessum
samskotum. Hann var nýlega dæmdur
sekur um skattsvik. Söfnuður hans
hefur einkum laðað að sér ungt fólk og
í honum eru milljónir manna. Hefur
mörgum foreldrum þótt illt að horfa á
eftir því af heimilunum inn í safnaðar-
hreyfinguna og um leið öll áhrif á
þessa sína vandabundnu.
Argentínska hernámsliðið á Falklands-
eyjum hefur haft margar vikur til þess að
búa sig undir þau átök sem nú eru hafin
með sókn landgönguliðs Breta á landi.
Eins og þessi mynd ber með sér hyggjast
argentínsku dátarnir veita Bretum varm-
ar móttökur.
Páfinn
til Bret-
lands í
dag
Páfagarður lýsir heimsókn
Jóhannesar Páls páfa til Bretlands
sem einum merkilegasta kirkjulega
viðburði síðan Hinrik 8 rauf samband-
ið við Róm, en það var upphaf ensku
biskupakirkjunnar.
Jóhannes Páll páfi lagöi af stað í ferð
sína til Bretlands í býtið í morgun og
var væntanlegur til Gatwick klukkan
sjö. Hann verður næstu sex dagana á
Bretlandseyjum.
Hann hefur fyrirhugað aö heimsækja
næst Argentínu.
Sakkarín
veldur
ekki
krabba
Eftir margra ára rannsókn á
gervisykurefninu sakkaríni álíta
vísindamenn að nú sé hægt að vísa
þeirri grunsemd á bug að sakkarín
valdi krabbameini í blöðru.
Sakkarínneyzla jókst mjög á
árunum eftir heimsstyrjöldina.en þá
var mjög erfitt að komast yfir sykur.
Læknamir O.M. Jensen og Claus
Kamby, sem staðið hafa að rannsókn
þessari, segja að þar sem þessi
mikla neyzla hafi ekki sýnt neina
aukningu á krabbameini í blööru sé
vart hægt að telja sakkaríniö
hættulegt í þessu sambandi.
tnga’ ,e“
tngirW
ý\\ 091S
2 gerðir: aðallitur blátt
Stærðir 22—35. Kr. 250.
Domus Medica,
sími 18519
póstse
„durriurria'
utiand. Toppskór-inn
Veltusundi 1, sími 21212
Barónsstígur 18, sími 23566
UPPLYFTING - í sumarskapi
Hin nýja plata Vpplyftingar hefur svo sannarlega slegid í gegn, því
síðan hún kom út hafa selst af henni 1900 eintök, sem er þrisvar
sinnum hœrri sala en á nokkurri annarri plötu á íslandi um þessar
mundir.
Skínandi góð lög, sérlega vandaðir textar, afbragðs hljóðfœraleikur og
fyrsta flokks söngur að ógleymdum útsetningum Gunnars Þórðarson-
ar, sem aldrei bregðast og tœknilega fullkomnum hljóðritunum þeirra
Sigurðar Bjólu og Tony Cook í Hljóðrita hf.
SG-hljómplötur, Ármúla 38.