Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1982, Side 29
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 28. MAI1982.
myndir frá ýmsum tímum eftir þekkta lista
menn
I hinum salnum eru svo myndir nú-
tímalistamanna, en plakatlist hefur
nú risið upp að nýju og gengur sem
bylgja yfir heiminn, eftir mikið og
langt hlé. Plakötin véku fyrir ljós-
myndinni á sínum tíma en hafa nú að
nýju skapað sér virtan sess, hvursu
lengi sem það endist nú.
Piakötin hafa verið notuö í auglýs-
ingaskyni allt frá upphafi nítjándu
aldar. Frægar eru til dæmis myndir
frá Rauðu myllunni í París.
Myndirnar eru ýmist offset-prentað-
ar, litograferaðar eða unnar í grafík,
og er síðasttalda aðferðin jafnframt
sú dýrasta. Allar myndirnar á sýn-
ingunni í Norræna húsinu eru
litograferaðar (steinþrykktar) og
verðið afar mismunandi. Er þetta ef-
laust ódýrasta leiðin til að eignast
Allnýstárleg myndlistarsýning var
opnuð í Norræna húsinu (kjallara) á
fimmtudaginn.
Þar er búið að koma upp í tveimur
sölum plakötum (afsakið vegg-
spjöldum). Annars vegar eru plaköt
eftir danska listamanninn Sven
Brasch og eru þau frá tímabilinu
1910—1930. Allt eru þetta leikhúss-
plaköt og auglýsingar frá þessu
timabili og má á þeim sjá ýmsar
þekktar persónur frá bernskuárum
kvikmyndanna. Allar myndir
Brasch sem hér eru sýndar eru til
sölu og einungis eitt eintak oröið til á
markaðnum af hverri þeirra. Brasch
var ekki einungis frábær teiknari,
heldur útfærði hann sjálfur allan lit í
myndum sínum og er það lista-vel
gert á mörgum þeirra.
myndverk frægra listamanna, enda
vinsælt mjög nú í dag.
Það eru Gallerí niðri og auglýs-
ingastofan Octavo sf. sem keyptu
þessa sýningu hingað frá Danmörku.
Þar er kona aö nafni Sonja Vester-
holt, rússnesk aö uppruna, mjög
kunn fyrir áhuga sinn á plakötum.
Hún rekur sjálf plakat-gallerí í
Kaupmannahöfn og hefur sett upp
margar stórar og frægar sýningar.
Þessi sýning er einmitt keypt frá
henni og kom Sonja sjálf hingaö til
lands til að opna hana.
Sýningin á ugglaust eftir að falla
vel í kramið hjá mörgum, svo að full
ástæða er til að drífa sig nú í kjallar-
ann þar sem opiö verður daglega
f ram aö mánaöamótum.
-JB
Fyrrverandi og núverandi. Torfi Hjartarson ásamt Guöiaugi Þorvalds-
syni, rikissáttasemjara.
Torfi Hjartarson, fyrrum tollstjóri hliðum sáttaborðsins, þingmenn,
og ríkissáttasemjari, varð áttræður ráðherra, skólabræöur frá mennta-
21:maísíðastliðinn. skólaárum hér í Reykjavík og fleiri.
Þann dag mætti fjöldi góðra gesta Fylgja hér með myndir sem Einar
að heimili hans við Flókagötu. Mátti Olason tók við þetta tækifæri.
þar sjá karla og konur frá báöum -JB
•'wwaijl;
Sonja Vesterholt innan um myndir hinsþekkta listamanns, Sven Brasch.
DV-mynd E.Ó.
Bridge-
menn af
Héraði
mætast í
tvímenn-
ingi
,, Vandi erað vinna friö, vandiað sætta hjörtu, "sagði i Ijóði sem Herdis
Ólafsdóttir flutti með kveðju frá kvennadeild Verkalýðsfélagsins á
Akranesi. „Sitjum ennþá sáttafund, sátta róttum hendi," sagði Herdis
um leið og hún óskaði Torfa ti! hamingju og þakkaði góðar og umfram
allt skemmtilegar stundir á liðnum árum.
Bridge-menn á Héraöi
settu endapunktinn á
veturinn meö því að mæt-
ast í tvímenningi í Hótel
Valaskjálf á Egilsstöðum
fyrir nokkru. 32 pör spil-
ara úr Jökuldal, Jökulsár-
hlíð og af Egilsstöðum
tóku þátt í tvímenningn-
um.
Egilsstaðabúar heim-
sóttu í vetur bæði Jökul-
dælinga og bridge-menn
úr Hlíðinni. Egilsstaðabú-
ar fengu hina síðan í
heimsókn og eru mynd-
irnar sem hér birtast
teknar við það tækifæri.
-KMLI.
Fjórir Jökuldælingar sitja hugsl yfír spilunum. Frá vinstri: Einar Jóns-
son, Hulda Hrafnkelsdóttir, Bjarni Pálsson og næstur er Jón Hallgríms-
son. DV-myndir: Einar Ólason.
Logi Hjartarson, sonarsonur Torfa, útskrifaðist sem stúdent frá
Menntaskólanum við Sund á afmælisdegi afa sins og mætti að sjálf-
sögðu með húfuna i samkvæmið.
Séð yfirsalinn i Valaskjálf þar sem tvimenningurinn fórfram.
Sviðsljósið
Sviðsljósið