Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1982, Síða 32
Gullsmiðir mótmæla útsölu á skartgripum:
Óttastaöþeir
muni tapa vinnunni
- segir Sigurður Steinþórsson, formaður gullsmiðaf élagsins
„Það liggur ljóst fyrir að við get-
um ekki þjónaö manni sem vinnur aö
því að eyðileggja íslenzka gull-
smíði,” sagði Siguröur Steinþórsson,
formaður Félags íslenzkra gull-
smiða, er DV spurðist fyrir um deilu
félagsins við Valdimar Ingimarsson
úrsmið vegna útsölu hans á úrum og
skartgripum.
„Þaö er þegar atvinnuleysi í gull-
smiöastéttinni og nokkrir eru farnir
aö vinna í öðrum iðngreinum. Inn-
flutningur á skartgripum hefur auk-
izt stórlega eftir inngönguna í Frí-
verzlunarbandalagið, hann var áður
um 5% af því sem selt var, en er nú
um helmingur. Ef það á auk þess að
fara að bjóða niður verðið óttast ég
að enn fleiri gullsmiöir muni tapa
vinnunni. Gullsmiðir eru listiðnaðar-
menn og við getum ekki keppt við
innflutta fjöldaframleiðslu.
Það er furðulegt að viö skulum
ekki njóta meiri sérréttinda í okkar
fagi en raun ber vitni. Það eru marg-
ir aöilar sem seilast inn á okkar
markað, ekki bara gullsmiðir, held-
ur líka kaupfélög og apótek. Þessir
aðilar selja vöru sem þeir hafa enga
þekkingu á eins og til dæmis
demanta, og úrsmiðir hafa ekki
meiri þekkingu á þeim en við á úr-
um.
Þess eru einnig dæmi aö Valdi-
mar hafi selt vöru af vanþekkingu
sem hefur leitt til kvartana frá
kaupendum.”
Sigurður sagði aö gullsmiðir hefðu
rætt við Valdimar um að hætta við
útsöluna, en hann ekki viljað verða
við því og því sæju þeir ekki annað
fært en að hætta aö veita honum
þjónustu. Væri fullkomin samstaða í
hópi gullsmiöa í þessu máli.
ÖEF
SJábls.3
Kratar með nýtt
Reykjavíkurfélag:
Orðað við
unga menn
og Vilmund
Alþýðuflokksmenn í Reykjavík
hyggjast í næstu viku stofna nýtt félag.
Kemur það til með að starfa við hliö
hins gamla félags. Síðastliðið haust
voru gerðar breytingar á skipulagi
flokksins sem fólust í því að á hverju
svæöi má stofna eins mörg félög og
hver vill.
Hið nýja félag hefur verið orðað við
ungu mennina í flokknum og þá eink-
um Vilmund Gylfason. Hann sagði í
morgun aö þaö væri ekki rétt að hann
stæði fyrir stofnun félagsins. Aö ööru
leyti vildi hann ekkert láta hafa eftir
sér.
I viðtali við Bjama P. Magnússon í
Þjóðviljanum í morgun kemur fram að
þarna sé um ákveðið uppgjör að ræða
en ekki klofning í flokknum. Verið sé
að efla lýðræðið innan hans og þetta sé
hluti af endurreisnarstarfi sem hófst
f yrir nokkrum árum. ds
Davíð setztur
í stól
borgarstjóra
Davíð Oddsson var kjörinn borgar-
stjóri til næstu fjögurra ára á auka-
fundi borgarstjómar síðdegis í gær.
Albert Guömundsson var kjörinn
forseti borgarstjómar.
I borgarráð voru kjörin Markús öm
Antonsson, Albert Guðmundsson,
Magnús L. Sveinsson, Guðrún Jóns-
dóttir og Sigur jón Pétursson.
Hinn nýi borgarstjóri var mættur til
vinnu sinnar klukkan átta í morgun.
Hans fyrsta verk var að eiga fund meði
helztu embættismönnum borgarinnar.
-KMU.
Borgarspítalinn:
Búið að semja
Samningar tókust í gær milli
hjúkmnarfræðinga á Borgarspítalan-
um og borgarinnar. Samið var um
sömu kjör og aðrir hjúkrunarfræðing-
arhafafengiö.
Hvoki gengur hins vegar né rekur í
deilu sjúkraliöa við spítalana. Fundur
var haldinn í gær og sjúkraliðum boðin
endurskoöun samninga á honum.
Tilboðinu var hins vegar alfariö
hafnað á fundi sjúkraliöa í gær. Ekki’
hefur verið boðaður annar fundur í
deilunni.
Tæknimenn útvarpsins eru þriðji
hópurinn sem búinn var aö segja upp
störfum frá og með þriðjudegi. Fundur
verður haldinn í deilu þeirra við ríkið í'
dag, eftir hádegið.
DS
/ morgun var voríð að landa stórrí og fallegri ýsu úr Dröfn þar sem hún lá við bryggju
6 Grandanum. Pátur skipper sagðist hafa fengið þetta vestur undan Jökli, það vœri
ekkertað hafaíFlóanum umþessarmundir. (DV-mynd GVA)
frfálst, óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 28. MAÍ1982.
Hjónavígsla
í Akurey
Ung hjónaleysi, Ása Ragnarsdóttir
og Karl Gunnarsson, verða gefin
saman úti í Akurey að morgni annars
dags hvítasunnu og mun athöfnin
hefjast klukkan 10, en fulltrúi frá
borgardómara mun framkvæma gift-
inguna.
Akurey er sem kunnugt er sker utan
við örfirisey og mun þetta fyrsta
athöfnin af þessu tagi, sem þar fer
fram, eftir því er næst verður komizt.
-KÞ
Kratar kæra
á Króknum
Jón Karlsson, sem skipar 1. sæti lista
Alþýðuflokksins við bæjarstjórnar-
kosningamar á Sauðárkróki, hefur
kært kosningarnar. Er ástæðan utan-
kjörfundaratkvæðagreiðsla sem fram
fór á sjúkrahúsinu á kjördag en fjórir
sjúklingar greiddu þá atkvæði, eins og
fram kom í DV síðastliöinn þriðjudag.
„Jafnframt því að krefjast nýrrar
kosningar er tilgangurinn með kæru
þessari að vekja athygli á þeirri ólög-
mætu atkvæðagreiðslu, sem hér átti
sér stað, og með því tryggja það að
slíkt endurtaki sig ekki,” segir meðal
annars í kæm Jóns Karlssonar. Enn-
fremursegir: *
„Það hlýtur að vekja athygli i máli
þessu að eiginkona kjörstjórans, sem
hafði með höndum framkvæmd kosn-
ingarinnar (á sjúkrahúsinu), skipaði 8.
sæti á lista Framsóknarflokksins við
þessar kosningar en hann kvaddi síðan
meö sér mann, sem var í 11. sæti sama
flokks, til að votta kosninguna. ”
I kosningunum á Sauðárkróki fékk
Framsóknarflokkur 406 atkvæði
og fjóra menn, Alþýðuflokkur 100 at-
kvæði og engan mann og K-listi 200 at-
kvæði og einn mann. Alþýðuflokk vant-
aði því aðeins tvö atkvæði til að fella
fjórða mann Framsóknarflokks og K-
lista þrjú atkvæði til að ná sama at-
kvæðahlutfalli og framsóknarmaður-
inn.
-KMU.
Kjaramálin:
Fundurídag
Fulltrúar deiluaðila launafólks og at-
vinnurekenda munu hittast á fundi í
húsakynnum Sáttasemjara ríkisins í
dag og hefst fundurinn klukkan 14.
Guðlaugur Þorvaldsson sagði i
morgun að ómögulegt væri að segja til
um á þessu stigi hvort vænta mætti ein-
hverrar niðurstöðu eða tíðinda af
fundinum, en hann sitja um 40 manns,
22ja manna samninganefnd ASI, 5
manna sameiningarráð vinnuveit-
enda, fulltrúar Vinnuveitendasam-
bandsins ásamt aðstoðarmönnum.
—KÞ
Ekki er al/t gull sem g/óir —
nema hjá okkur, segja þeir í
gullsmiðafélaginu.