Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1982, Qupperneq 12
12
fijálst, áháð riagblað
Útgáfufólag: Frjóls fjölmlölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. i
Framkvœmdastjóri og útgófustjóri: Höröur Einarsson.
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram.
Aöstoöarritstjóri: Haukur Helgason.
Fréttastjóri: Sæmundur Guövinsson.
Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og IngóHur P. Steinsson.
Ritstjórn: Síóumúla 12-14. Auglýsingar: Siðumúla 8. Afgraiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa:
Þverholti 11. Sími 27022.
Sími rif«tjó»nar 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötuqerð: Hilmir hf., Síöqmiila 12.
Prentun: Árvakur hf., Sk«ifunni 10.
Askr.Harvarð á mánuði 110 kr. Varð I lausasðlu 8 kr. Hslgarblað 10 kr.
Þjóðarbúið riðar til falls
Oft er þaö svo að eftir kosningar og venjulegan hama-
gang í pólitíkinni, sem þeim er samfara, dettur allt í
dúnalogn í kjölfar þeirra. Stjórnmálamenn taka sér frí
eftir orrahríðina og þjóðin er fullsödd af slagorðum og
kosningaloforðum. Póhtíkin leggst í dvala.
Nú bregður hins vegar svo við — að kosningamar hafa
leyst úr læðingi enn frekari hræringar á vettvangi stjórn-
málanna svo ekkert lát ætlar að verða á sviptingum og
tíðindum. Atburðarásin hefur tekið í taumana.
Hér er margt sem veldur. Verðbólgan hefur ekki tekið
sér frí í kosningabaráttunni, ööru nær. Um mánaðamótin
hækka launaverðbætur um rúmlega 10%, sem er mun
meiri hækkun en gert hafði verið ráð fyrir. Hún virðist
koma ríkisstjóm, jafnt sem efnahagssérfræðingum í
opna skjöldu. Allir hafa gert sér grein fyrir að verðbætur
yrðu fyrir ofan þau niðurtalningarmörk sem stjómin
hafði reiknað út og hraði verðbólgunnar stefndi mun
hærra en markmið stjórnarinnar ganga út frá. Övissan
um samninga aðila vinnumarkaðarins og kosningamar
hafa valdið því að st jórnin hefur haldið að sér höndum.
Nú blasir það hins vegar við að tímaglasið er að renna
út. Niðurtalningin hefur snúist upp í ranghverfu sína,
kröf ur verkalýðshreyfingarinnar magnast og þegar hefur
verið samið við nokkrar stéttir og starfshópa um grunn-
kaupshækkanir sem geta leitt til algjörrar launaspreng-
ingar. Búvöraverðshækkun hefur verið ákveöin, og mun
að einhverju leyti verða niöurgreidd úr ríkissjóöi, en þá
er eftir fiskverðshækkun sem ekki verður undir 10% ef að
líkum lætur.
Enn ein gengisfellingin blasir við og þegar við bætist aö
örvænting og pólitísk hræösla hefur gripið um sig meðal
stjórnarflokkanna þá er ekki unnt að vera sérlega bjart-
sýnn um framhaldið.
Þessi uggvænlega þróun í efnahagsmálum er vitaskuld
á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Ráðstafanir hennar hafa
borið þann ávöxt að veröbólgan stefnir í 60% á árinu, hún
stefnir í þveröfuga átt við það sem ráðherrarnir haf a talið
þjóðinni trú um — hún stefnir beint upp. Niðurtalningin er
orðin að hrikalegasta öfugmæli stjómmálasögunnar.
En ef þetta er ekki nóg þá era allar stjómmáladeilur
hjóm eitt, miðað við þá staðreynd að þorskafli hefur stór-
lega dregist saman það sem af er þessu ári. Hann er nær
fjórðungi minni en á sama tíma í fyrra. Stórfellt tap er á
allri útgerð og tugir togara munu stöövast á næstu dög-
um.
Launakjör sjómanna rýma að sama skapi og 10% fisk-
verðshækkun mun aðeins reynast dropi í hafið fyrir út-
gerð og sjómenn. Áframhaldandi aflatregða mundi valda
hruni í íslenskum þjóöarbúskap.
Þetta er dökk mynd sem hér er dregin upp, en er ekki
kominn tími til að þjóðin horfist í augu við alvöruna? Er
ekki kominn tími til að fólk átti sig á því að sólarlanda-
ferðir, kosningatölur og karp um grunnkaupshækkanir er
fáránlegur farsi í ljósi þess efnahagsöngþveitis og afla-
leysis sem við blasir. Menn eru að rífast um gengi flokka
meðan þjóðarbúið riðar til falls með manni og mús. Menn
era að heimta launahækkanir meðan þjóðarframleiðsla
og tekjur dragast ógnvekjandi saman.
Hvemig væri að þjóðin vaknaði upp og áttaði sig á því
að vondi draumurinn er ekki bara draumur heldur napur
veruleiki?
ebs
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 28. MAI1982.
YNDISLEGT AFHROD VINSTRI
MANNA í REYKJAVÍK
Daginn eftir kosningarnar leit ég
á baksíðu Helgarpóstsins og sá þá
mikla auglýsingu frá Alþýðubanda-
iaginu. Efnið var þetta: Atkvæði
greitt Sjálfstæðisflokknum er ávísun
á: Eins flokks stjóm í Reykjavík;
Davíð Oddsson sem borgarstjóra;
Hægri sveiflu í landsmálum og Geir
Hallgrímsson sem forsætisráðherra.
Kjósendur virðast hafa tekið tals-
vert mark á þessari auglýsingu og er
nú aðeins eftir að gera Geir að for-
sætisráðherra!
Alþýðubandalagið ætlaði sér vissu-
lega mikinn hlut í kosningunum, en
eftirtekjan varð aö sama skapi rýr.
Það var fjölgað borgarfulltrúum
um sex. Ætlunin var að tryggja
minnihluta Sjálfstæöisflokksins. En
hvert fóru þessir sex fulltrúar? Sjálf-
stæðisflokkurinn fékk fimm þeirra,
en kvennaframboðið einn. Það er lé-
leg uppskera, að þrátt fýrir fjölgun
borgarfulltrúa í 21 skuli gamli meiri-
hlutinn tapa einum borgarfulltrúa og
vera með 30% fulltrúa í stað 53%.
Hrun meiríhlutans
Þeir, sem kusu kvennalistann
gerðu þaö vegna óánægju með hlut
kvenna á öðrum framboðslistum, og
vegna óánægju með hlut kvenna í
stjóm Reykjavíkurborgar. Kvenna-
framboðinu var þess vegna stefnt
gegn meirihlutanum ekki síður en
gegn Sjálfstæðisflokknum. Kosn-
ingaúrslitin sýna, að mjög fáir kjós-
endur hættu við að kjósa sjálfstæðis-
menn vegna kvennalistans, og hlýtur
það að vera sjálfstæðismönnum
fagnaðarefni. Það má e.t.v. halda
því fram, að kvennalistinn hafi
komið í veg fyrir að 13. maður á lista
sjálfstæðismanna næði kjöri! Ef þaö
er rétt, þá ætti flokkurinn að hafa
fengið nær 551 til 56% atkvæða án
kvennaframboðs!!
En vinstri menn verða hins vegar
aö horfast í augu við það, að fylgi
þeirra hrundi í Reykjavík. Kjósend-
ur, sem vildu óbreytta stjórn reynd-
ust aöeins vera um 36%. Slíkt at-
kvæðahran í kosningum er eins-
dæmi.Og þó ekki.
Vinstri meirihlutinn í Vestmanna-
ey jum hrandi með sama hætti.
Fylgið meðal
ungs fölks
Vitanlega er erfitt að gera sér
grein fyrir því, hvaðan sjálfstæðis-
menn fengu mest fylgi. En draga má
nokkra lærdóma af kosningaúrslit-
um i nágrannabæjarfélögum. Þang-
aö hefur flutt mismikiö af ungu fólki.
Kosningaúrslitin þar sýndu, að flokk-
urinn á ekki síöur sterkt fylgi meðal
þessa unga fólks, — jafnvel meira en
forustumenn flokksins þoröu aö
vona.
Og það hlýtur að vera sjálfstæöis-
mönnum uppörvun, að ná svo vel til
unga fólksins.
En draga má fleiri lærdóma.
Þetta er krafa
um sameiningu
sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri,
þégar úrslitin voru ljós. Urslitin
sýna, að þar sem flokkurinn vinnur
saman og náöst hefur aö setja niöur
deilurnar sem urðu 1979 og aftur
1980, hefur flokkurinn unnið verulega
á.
Davíð nefndi bæði Reykjavík og
Akureyri. En það má nefna fleiri
dæmi. Veralegur ágreiningur var
fyrir nokkrum árum milli sjálf-
stæðismanna í Vestmannaeyjum.
Þessirarmarunnunú saman og náðu
meirihluta. Verulegur ágreiningur
var milli sjálfstæðismanna í Kópa-
vogi fyrir kosningarnar 1978 og buöu
Haraldur Blöndal
þeir fram tvo lista. Nú stóðu menn
saman og flokkurinn náði yfir 42%
atkvæða og hillir undir meirihluta
flokksins í Kópavogi, ef svo vel geng-
ursemhingaðtil.
Flokkurinn er aö vísu enn klofinn á
Alþingi. En kosningaúrslitin hljóta
að vera alþingismönnum hvatning
og áminning um að leysa sín ágrein-
ingsmál. Og menn verða að vera
gleymnir, þegar þau vandamál eru
til umræðu. Horfa fram á veginn, en
hiröa lítt um það áður gerðist.
Það var áberandi á kosninganótt-
ina, að sjálfstæðismenn voru ekki í
skapi til þess að ræða ágreiningsmál
heldur sættast. Og vonandi helst það
ástand.
Hrakfarir
Alþýðubandalagsins
Það hlýtur að vera Alþýðubanda-
laginu verulegt áhyggjuefni, að þeg-
ar borinn er fram sérlisti kvenna,
missir bandalagið um þriöjung at-
kvæða sinna í Reykjavík. Kvenfrelsi
og sósíalismi virðist ekki eiga vel
saman.
En margt fleira heldur fyrir þeim
vöku.
Sá ánægjulegi atburður gerðist, að
Alþýöubandalagið var þurrkaö út á
Suöumesjum. Þeiráttu áðurfulltrúa
í kauptúnum og kaupstööum um allt
nes. Eftir þessar kosningar er aðeins
einn kommi eftir i Keflavík. Allir
hinirféllu.
Því verður vitanlega aldrei neitað,
að Alþýðubandalagið hefur haldið
uppi sérkennilegri pólitik gagnvart
Suöurnesjum. Ráðherrar flokksins
hafa neitað flugstöövarbyggingu, —
þeir hafa veriö á móti Helguvíkur-
framkvæmdunum, og málpípa
Rauða hersins hefur haldið uppi
Gróusögum um atómvopn á Vellin-
um.
Þetta hljóta kjósendur á Suöur-
nesjum m.a. aö hafa haft í huga, þcg-
ar þeir kusu. Og þau úrslit glöddu
Olaf Jóhannesson.
Haraldur Blöndal
Haraldur Blöndal skrífar og segir, að að-
eins 36% Reykvíkinga hafi viljað óbreytta
stjórn í Reykjavík.