Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1982, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1982, Qupperneq 6
6 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 28. MAl 1982. Trjáþlöntur og sumarblóm GRÓÐRARSTÖÐIIM LUNDUR V/VESTURLANDSVEG sími 86825 Tilkynning frá Idaesbröni Verkamannafélaginu 'ígp' Dagsbrún Frá 1. júní til 1. september verður skrifstofa félagsins að Lindargötu 9 opin frá kl. 9—16. Opið í hádeginu. Grunnskólinn í Borgarnesi auglýsir Raungreinakennara vantar Dmsóknir um skólavist í framhaldsdeildir skólans þurfa aö hafa borist fyrir 10. júní. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 93-7297. Bílasmiðja Sturlu Snorrasonar WJ /ogi 23 — Sími 86150 Byggjum yfir Toyota pick-up bila. Fallegar og vandaðar innréttingar. ATH. Getum einnig afgreitt húsin óásett. Gerum föst tilboð. T/L SÖLU er sérverzlun í Hafnarfirði. Gott tækifæri fyrir þá sem vilja byrja sjálfstæðan atvinnurekstur. Góðir greiösluskilmálar. TJppl. í síma 42873 eftir kl. 18. FRÁ FJÖLBRAUTASKÓLANUM VIÐ ÁRMÚLA Tekið veröur viö umsóknum nýrra nemenda um skólavist á skrifstofu skólans dagana 1.—4. júní kl. 9—15, sími 84022, og í Miöbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1, dagana 1. og 2. júní frá kl. 9-18. í skólanum eru eftirtalin námssvið og brautir: 1. Bóknámssvið: 1. Málabraut, 4 ára nám er lýkur með stúdentsprófi. 2. Náttúrufræðibraut, 4 ára nám er lýkur með stúdentsprófi. 3. Samfélagsbraut, 4 ára nám er lýkur með stúdentsprófi. II. Heilsugæslusvið: 1. Heilsugæslubraut 2. Tveggja ára nám. Bóklegt nám sjúkra- liða. 2. Heilsugæslubraut 4. Fjögurra ára nám, lýkur með stúdents- prófi. i III. Uppeldissvið: 1. Uppeldisbraut 2. F'óstru- og þroskaþjálfabraut. l'veggja ára nám. 2. Uppeldisbraut 4. F jögurra ára nám, lýkur með stúdents- I prófi. Í 3. Iþróttabraut 2. Tveggja ára nám. 4. Iþróttabraut 4. F'jögurra ára nám, lýkur með stúdentsprófi. IIV. Viðskiptasvið: 1. Viðskiptabraut 2. Tveggja ára nám, lýkur með almennu verslunarprófi. k 2. Viðskiptabraut 4. F jögurra ára nám, lýkur með stúdents- k prófi. Umsækjendur hafi með sér nafnskírteini og staðfest afrit af prófskírteini. 1 Skólameistari. ___________________________ Neytendur Neytendur Neytendur Hún burtu f er f rá blómunum — og balinn vökvar á meðan Jóhanna Sigurðardóttir skrifar: Tilefni þessa bréfs er að nú langar mig að vita hvort ég geti fengið góð ráö. Þannig er að við hjónin ætlum okk- ur aö fara í sumarfrí og það til útlanda í fyrsta sinn eftir 30 ára búskap. En vandamálið er að við ætlum að vera þrjár vikur í burtu og ég er með mikið af fallegum pottablómum, sem ég hef átt í mörg ár og tekið miklu ástfóstri viö. Ég hef engan sem ég gæti beðið um aö vökva þau fyrir mig á meðan við er- um í burtu og það gefur auga leið að ekki geta þau verið vatnslaus á meðan viö erum í útlöndum. Ef það er eitthvert ráð við þessu, þá þætti mér vænt um að þetta birtist í DV, því þaö eru áreiðanlega margir aðrir sem myndu fagna því. Svar frá neytendasíðu: Við þökkum fyrir bréfið og viljum fúslega gefa þau ráö sem viö höfum vitneskju um. Þaö er að láta stórt plast á stofugólf- in, taka öll blómin og raða þeim á það, t.d. í hring. Stór bali er fylltur af vatni og látinn í miöjan hringinn. Lérefts- tuska er rifin niður í breið bönd, upp á þau er snúið og öðrum enda þeirra stungiö niður í balann en hinum í pott eða ofaná moldina í kringum hvert blóm. Léreftstuskurnar þurfa því aö vera jafn margar og blómin eru, svo sýgur hvert blóm vatn eftir eigin þörf- um. Þetta hefur verið gert og gaf góða raun. Það er mikið atriði að taka blómin úr gluggum, því þau þorna fyrr upp í sólskini. Við viljum að síðustu benda á aö viö getum bent á eina blómadis sem hefur mikinn áhuga á blómum og meðhöndl- un þeirra. Hún vill taka að sér aö vökva blómin, Jóhönnu að kostnaöar- lausu, upplýsingar gefnar hjá neytendasíöu. -RR Hollar matar- venjur strax á fyrsta æviári — leiðið ekki eigin fitu/ sykurátyfir börnin Hornsteinn að matarvenjum bama er lagður strax á fyrsta æviári. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir uppalendur að hafa gát á eigin matarvenjum og líta í eigin barm. Þó að foreldrar séu vanir að strá þremur til f jórum mat- skeiöum af strásykri yfir súrmjolkur- diskinn á morgnana eða hella tómat- sósu yfir soðnu ýsuna, er alveg óþarfi að láta börnin erfa slíkan ósóma við matarborðið. I hvert skipti sem þið smyrjið brauðsneiö fyrir bömin ykkar eða bamið, athugiö þá hvort ekki hafi farið aðeins of mikið smjör á sneiðina. Mörg okkar em að berjast við alla ævi að brjóta á bak aftur venjur sem síazt hafa inn í merg og bein, borðum of mikla fitu og sykur svo dæmi séu tekin. Því þá aö ekki aö athuga strax á fyrsta ári barnsins, þegar það er í okkar höndum að leggja grunninn að góðum matarvenjum barnanna að hugsa okkur vel um? Böm eru fædd meö náttúrulegan gangstilli ef svo má að orði komast. Þau borða þegar þau em svöng og sýna mat engan áhuga þegar þau eru mett. Sumir foreldrar útbúa sama skammtinn á disk bamanna dag hvem og vilja halda ákveöinni reglu á börnunum og telja sér trú um að þaö sé bezt gert með því að skammturinn á diskinum hverfi ofan í barnið. Þegar það bregzt, bamið sýnir mótþróa einn daginn og vill alls ekki meira, em margir sem bregða á leik til að lokka barnið til aö borða meira. Við þekkjum ÖU.. .. eina skeið fyrir afa.. . og eina skeið fyrir. .. Svo þegar börnin eldast aðeins er leiknum haldið áfram og þeim lofað einhverju góðgæti að lokinni máltíð, ef þau verði nú góð og þæg og klári allt af diskinum sínum. Þetta er alrangt. Hafiö í huga náttúr- lega gangstillinn sem börnunum er eiginlegt að hlýða fyrstu árin. — Innkaupaferðir og máltíðir Strax þegar börnin era orðin tveggja Sláið upp fjölshylduráðstefnu og skeggrœðið matseðil nœstu viku. þriggja ára gömul geta þau fylgst með heimilshaldinu að einhverju leyti. Ef foreldrar ræða um óhollustu eöa holl- ustu ákveöinna matartegunda, ásamt góðu fordæmi um minna fitu/sykurát, má ætla að bmnnurinn verði byrgður í tíma. Þegar börnin eldast er ágætt að hafa þau með í innkaupaferðum og láta þau fylgjast með hvers vegna þetta er keypt en ekki hitt og greina þá bæði á milli hollustu og óhollustu og ódýrra og dýrra hluta. Eins má slá upp fjölskylduráðstefnu svona einu sinni í viku og skeggræða matseöil næstu viku, og kanna óskir allra heimilis manna. Undirbúningur máltíöar getur líka verið í höndum fleiri aðila en eins og það er fljótt sem börnin geta verið með í því, þó erfiðlega gangi fyrst í stað. Þegar börnin komast á leikskóla- aldur blandast ummæli leikfélaganna inn í daglegar venjur. Ein lítil fimm ára hnáta haföi heyrt leikfélaga sinn fara mörgum ófögmm orðum um fisk, það væri alls ekki boðlegur matur. Og í hvert sinn sem fiskur var á borðum heima. gretti hún sig og neitaði staðfastlega að leggja sér fisk til munns. Þá var gripið til þess ráðs í hennar heimahúsum að tala ekki um fisk, heldur fisktegundirnar nefndar, ýsa, rauðspretta, síld og silungur og bragðið heppnaðist, þetta var allt annar matur. Það er með matarvenjur eins og annað í uppeldi bama — hvað ungur nemur gamall temur. (Helse — þýtt — ÞG.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.