Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1982, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1982, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 28. MAl 1982. ?// ;■ J '/'q ■ ■ .... '' W wP' mmm WíMm/ ■ ■ "" ' ' > , /■///'// ■:■ — j '' / - 'SÍ""/"' ' /,.„/, 'y ' // ■ /ý,', ,■/■»■'*'„ ' */>* * ,........ . *» ........... •/••;•'',///' :■■;■/. Brezki herinn sækir nú fram á landi og sjást hér brezkir skriðdrekar í grennd við San Carlos. Bretar sækja f ram á Falklandseyjum Brezka herliðið á Falklandseyjum er sagt sækja fram á tveim stöðum í átt til víggirðinga hernámsliös Argentínu en fréttir óljósar af gangi sóknarinnar. Lundúnablöðin segja að landgöngu- lið flotans og fallhlífasveitir hafi sótt suöur á bóginn frá San Carlos og um leið var sótt austur á bóginn, sem er meira í átt til Port Stanley. Margaret Thatcher forsætisráð- herra staðfesti í þinginu í gærkvöldi aö herliö Breta sækti nú fram en varðist frekari frétta í anda gamla stríðsráðs- ins: „Gálaust tal kostar mannslíf.” — Fréttamenn sem leituöu upplýsinga hjá varnarmálaráðuneytinu fengu að kenna á því en ráðuneytið hefur þó hingaö til daglega sent frá sér upplýs- ingar og yfirlýsingar um gang Falk- landseyjadeilunnar. Raunar er sennilegast að brezka landgönguliðiö geymi sér að scnda skýrslur til London um sóknina og láti talstöðvar sínar þegja til þess að koma ekkiupp umsigámeðansótteraðarg- entínska hemámsliöinu. Sóknin suður á bóginn stefnir tii Darwin og Goose Green, og munu þyrl- ur hafa flutt fallhlífarhermenn Breta , til Darwin til undirbúnings sókninni. Darwin er um 25 km sunnan viö San Carlos, þar sem brezka liðið bjó um sig eftir landgönguna. Það er um 80 km torfarin leiö til Port Stanley. Brezkar Harrier-þotur héldu í gær uppi loft- árásum á víghreiður Argentínumanna. I Buenos Aires greindu fréttir ekki frá neinni sókn Breta, en sagt var að argentínska liðiö hefði ráðizt aö bæki- stöö Breta við San Carlos. Árangri þeirrar árásar var ekki lýst nánar. Skilja mátti, að aðallega væri beitt flugvélum gegn brezku bækistöðinni en einnig hefðu herflokkum verið teflt framíátt þangað. Sagt var raunar að allt landgöngulið Breta, sem væri tvö þúsund manns, hefði verið umkringt. — Skýtur þetta nokkuö skökku við aðrar fréttir, bæði hvað viðkemur mannafla landgöngu- sveitanna og eins aðgerðum Breta í gær. Bretar eru taldir hafa sett 5000 manna lið á land og önnur 3000 eru á leiðinni. Blöö í Buenos Aires sögðu aö Harri- erþotur Breta hefðu gert loftárásir á Port Stanley og hefði ein þeirra verið tínuyfirvöld því fram að skipið sé til skotinniöur. fleiri hlutverka haft en viö eigi um Enn er hamrað á því að spítalaskip sjúkraskip. Afsala Argentínumenn sér Breta, sem heitir Uganda, sé haft allt- allri ábyrgð af því, ef eitthvað hendi of nærri átakasvæðinu. Halda Argen- skipið. Argentínumenn bafa varað vlð því að brezka spítalaskipið Uganda sé staðsett of nærri bernaðarsvæðinu. Hér sést blúð að særðum brezkum og argentinskum hermönnum um borð i spitalaskipinu Canberra sem áður var liðsflutn- ingaskip. Felldu fjárlaga- frumvarp Reagans Nokkur frumvörp liggja fyrir Bandarikjaþingi með tiUögum um fjárlög fyrir áriö 1983. Fulltrúadeildin felldi í gær fjárlagafrumvarp það sem Reaganstjómin stóð að og er það fyrsti ósigur forsetans í samskiptum sínum við þingið út af stefnunni í efnahags- málunum. Atkvæði féllu 235 á móti en 192 með- mæltir en meiri atkvæðamunur var þó þegar fellt var annað fjárlagafrum- varp, borið upp af frjálslyndum repú- blikönum með nokkrum þingmönnum demókrata. Fulltrúadeildin mun að líkindum taka til atkvæðagreiðslu í dag þriðja fjárlagafrumvarpið sem borið er upp af fjárlaganefnd fulltrúadeildarinnar og er stutt af þingforseta. Falklands- eyjadeilan og heims- meistara- keppni íþróttamálaráðherra Breta, Neil McFarlane, sagði í gær að brezka ríkisstjórnin sæi ekkert í vegi fyrir þátttöku brezka knattspynuliðsins í heimsmeistarakeppninni sem hefjast mun á Spáni um miöjan j úní. Þetta kom fram í svari ráöherrans við fyrirspurn eins þingmanna Ihalds- flokksins. Þingmaðurinn hafði sagt að það væri óhugsandi að brezkt lið léki við argentínskt, svo lengi sem Falklandsey jadeilan stæði. Englendingar, Skotar og Noröur- Irar hafa tryggt sér þátttökurétt. Hr. McFarlane ráöherra sagöi að ýmsir héldu því fram að stjómin héldi uppi þrýstingi á knattspyrnumennina aö fara ekki, á sama tima og hún léti annað í veöri vaka. McFarlane kvaðst vilja leggja áherzlu á að svo væri ekki. Stjómin hefði ekkert á móti þátttöku þeirra. Ekkert brezku liðanna er með Argentínu í riðli í undankeppninni en í úrslitum gæti vel svo farið að eitthvert brezku liðanna drægist gegn Argentínu. Funda um Falklandseyjar Utanríkisráöherrar Suöur-Ameríku- landa búa sig undir aö skora á Bandaríkjastjóm aðhættastuðningivið Breta í Falklandseyjadeilunni og þykir viöbúið að dofni grannskapur Bandaríkjanna og annarra ríkja álfunnar. Samtök Ameríkuríkja (OAS) hafa sent utanríkisráðherra sína til fundar í Washington þar sem Alexander Haig, H VITA SUNNA N A UGL YSENDUR ATHUGIÐ! Smáauglýsingadeild verður opin: laugardaginn 29. maí frá kl. 10—14 sunnudaginn 30. maíLOKAD mánudaginn 31. maí, opið frá kl. 18—22. utanríkisráðherra USA, reyndi að frið- mælast við nágrannana í ræðu í gær- kvöldi en skellti þó allri sök Falklands- eyjadeilunnar á Argentínu. Líklegt þykir samt aö hinir hafni röksemdum hans um, að þar sem Argentína hafi orðið fyrri til þess að beita valdi, taki Ríó-sáttmálinn ekki til þessara átaka Argentínu og Bretlands. Fyrú- liggur ályktunartillaga frá Argentínumönnum um að undir- skriftaraöilar Ríósáttmálans (frá 1947) veiti Argentínu aðstoð gegn árás Breta. 1 umræðunum í gær var veitzt að Bandaríkjastjórn fyrir aö leggja Bretum til hergögn (eins og Side- winder og Hawk-eldflaugar) eins og embættismenn Washingtonstjórnar- innar hafa nú staöfest að hefur veriö gert. Argentínumenn leggja til að Bandaríkin hætti aö veita Bretum þessa aöstoð og vilja að OAS taki enn- fremur undir tilmæli þeirra til EBE og fleiri um að hætta viðskiptabanni á Argentínu. I síðasta mánuði á fundi utanríkis- ráðherra OAS greiddu 17 atkvæði með ályktun, sem studdi tilkall Argentínu til Falklandseyja. Enginn lagðist gegn, en USA og þrjú Ameríkuríki til við- bótarsátuhjá. Aukin lyfjaneyzla Heilbrigöisráðuneytið í Austur- Berlin hefur gagnrýnt harðlega aukna neyzlu A-Þjóðverja á dýrum lyfjum. 1981 neytti þjóðin lyfja fyrir 3,3 mill- jarða markaen það er 6,8% aukning frá árinul980. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.