Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1982, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1982, Side 4
4 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 28. MAI1982. Látið vaða ásúðum r í Alftanes- fjöru Þaö var mikiö skvamp og buslu- gangur í fjörunni viö Katrínarkot á Álftanesi á uppstigningardag, þegar Sörlamenn úr Hafnarfiröi fjöl- menntu þangað meö hesta sína til sjóböðunar. Þaö hafa veriö eitthvað um eitt hundraö gæöingar, sem Sörl rnenn sundriöu þarna í flæðaimálinu í glampandi sól og nær því stafalogni. — Uppstigningardagur er árviss sjó- baösdagur hafnfirzkra hestamanna. Sjóbaðiö þykir til mikils þrifnaöar- og hollustuauka fyrir hestana. Reyn- ist auövelt aö kemba flórlærin af þeim, sem þeir hafa fengiö af húsvist, um veturinn, eöa ná af þeim síöustu hártjásunum, sem eru aö veröa komnir úr vetrarhárum. En margar gengu skvettumar upp í loftið í átökunum, þegar ekki fór saman vilji hests og knapa. Böldnustu reiðskjótarnir fengu því áorkaö, aö fleiri hlutu baö en hestarnir einir. Kom þar mörgum eldri hestamönnunum betur, aö nóg- Hluti af hópreið Sörlamanna ó leið út á Álftanes til sjóbaðs á uppstignlnganlag, sem Hafnfirðingar nota gjaman tilað sundriða i flæðar- málinu gæðingum sinum. I hvítri úlpu með hjálm á höfði (á miðri mYnd) sóst forreiðarmaðurhópsins, Sigurður Bjarnason, trósmiðameistari. ir voru yngri knaparnir, sem tóku aö sérbaðhlutverkiöfyrirhina. -GP ' >a* ' c s, ■•> é Það brýtur á hálsi og brjósti færleiksins, þegar hann finnur botn undir fótum á leið tillandsins i höndum tveggja ungra hestamanna, Þorsteins Kristmundssonar og Sigurjóns ingvarssonar, sem tóku að sór blautasta hlutverkið fyrir marga. DM-myndir: S. Vaskir knapar Hafnfirðinga riða gæðingum sinum út i sjó, en yngri kynslóðin og sú eldri fylgist með og heldur sig á þurru. Svo mæljr Svarthöföi Svo mælir Svarthöfði____________Svo mælir Svarthöfði Norðurlandaráð birtir bókmenntalista Noröurlandaráð hefur lýst ábyrgö á hendur sér fyrir kynningu á út- komnum bókum á Islandi árið 1981 meö útgáfu bæklings, þar sem þess- ara kjörbóka er getið og hvatt til þess að auki aö fólk á öðrum Norður- liindum kynni sér þær. Þessi kynning á að vera til að efla „menningarsam- skipti”. Svo sérkennilega vill til að af níu bókum sem getið er, komu f jórar út hjá Iðunni og þrjár hjá Máli og menningu. Það gæti útaf fyrir sig viljað þannig til í eitt skipti á tuttugu árum. Hér er hins vegar um fyrstu útgáfu upplýsingabæklings að ræða, og varla eðlilegt að „tilviljunin” sé komin strax. Til glöggvunar á úrvalinu skal get- ið nokkurra bóka, sem Norðurlanda- ráð ber ábyrgð á að valdar voru til þessarar kynningar frá íslandi. Er þar efst á blaöi smábók eftir Guðberg Bergsson, sem nefnist sagan af Ara Fróðasyni. Hún mun hafa fariö fyrir ofan garö og neðan hjá flestum lesendum á liönu hausti. Þá er smásagnasafn ettir Þórarin Eldjár. Lífsjátning Guðmuiidu Elias- dóttur, Astarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur, Möskvar morgundagsins eftir Sigurð A. Magnússon, og tvær bækur eftir systurnar Jakobinu Sigurðardóttur, í sama klefa, og Fríðu Á. Sigurðar- dóttur, Sólin og skuggimi. (Jm bók Jakobinu er sagt: En kort roman som fick mycket fin kritik. Norður- landaráö, það er útgefandinn, birti ekki fleiri slík lofsyrði. Ekkert er getið um kritikina á verki Fríðu, enda þarf það varla þar sem um er að ræða alveg nýja stjörnu í höfundar- stétt, sem spratt fram f ullkomin með fyrstu bók. Það hlýtur að vera umhugsunar- efni fyrir Norðurlandaráð að skrifa upp á jafn lauslegar og lítt grundað- ar upplýsingar um íslenskar bækur 1981 og gert er í þessum bæklingi. Enginn skilur hvað t.d. bók eins og Lífsjátning er aö gera á þetta þing, þar sem kynntar eru bókmenntir. Þá er alveg ljóst, aö þeir sem hafa ráðið íslenska listanum hafa verið vel kunnugir innviðum Alþýðubandalag- sins, en þekkt minna til annarra, og væri forvitnilegt að fá uppgefið hjá Norðurlandaráði, opinberlega, hverjir það eru, sem annast frétta- mennsku um bókmenntir héðan. Norðurlandaráð er nefnilega ekki pólitisk stofnun, en losi það sig ekki undan því ámæli, sem það hlýtur að fá fyrir að leggja nafn sitt við annan eins bókmenntalegan hégóma og hér er á ferð, geta íslendingar ekki litið öðruvisi á en svo, að ráðið hafi tekiö pólitíska afstöðu tU íslenskra skálda og rithöfunda sérstaklega. Auðvitað koma margar bækur i hugann, sem báru uppi bókaútgáf- una árið 1981 og hlutu réttmæta frægð fyrir ágæti sitt. Það er t.d. ljóst aö bók Mattíasar Johannessen um Ólaf Thors er sýnu meira og merkUegra verk en Lifsjátning. Og Ijóðabók Matthíasar Tveggja bakka veður, er ekki metin hér tU jafns við gamanmál Þórarins Eldjárn. Hér eru þó aðeins nefnd dæmi, sem koma fyrst upp í hugann. Þau eru auðvitað mikið fleiri. En Norðurlandaráð ætlar sér sýnUega að færa okkur helm sannin um, að sjálf vitum við ekki hvað við lesum, eða hvað er merkUegast í bókmenntum. Það veit hins vegar þetta duIarfuUa lið, sem troðist hefur inn á skrifstofur og kallar sig kannski Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbeje, og senditikur þess á Islandi. Einhver var kannski farinn að vona að Noröurlandaráð hefði lært af þeirri gagnrýni, sem norræn sam- vinna hefur orðið fyrir vegna öfga- manna sem þar hafa tekið sér stöðu. En þessi bókaUsti er sönnun fyrir því að svo er ekki. Sama starfslið heldur áfram sömu starfsvenjum. Það er því krafa þeirra sem betur vita, að islenskir fuUtrúar í Norðurlandaráði heimti að meinið verði hreinsað út í eitt skipti fyrir ÖU. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.