Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1982, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1982, Blaðsíða 22
30 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 28. JUNI1982. ÞORSKABARETT FER HRINGINN Þórskabarettinn er aö fara aö rúlla hringinn í kríngum landið á ný. Hann fór líka hrínginn í fyrra og aö sögn forráöainanna viögeysimiklar og góðar undirtektir landsmanna. Þar sem þetta þótti takast svo vel hjá kabaretts mönnum þá var ákveöið núna að skella sér annan hring. Næstu helgi byrjar síðan ballið með þeim félögum og byrja þeir fyrir aust- an, nánar tiltekið á Norðfirði. Síðan fikrar kabarettinn sig norður í land og þannig koll af kolli. Sá munur er á kabarettnum frá í f yrra að skemmtiatriðin eru núna mun fleiri og styttri. Tekin verða fyrir klassísk grínatriði og sýndar spaugi- legar hliðar dægurmálanna. Skemmtiatriðin verða sýnd frá 9 til 11 á kvöldin og að þeim loknum mun verða slegið upp dansiballi og sjá hljómsveitirnar Geimsteinn dg Áhöfn- in á Halastjörnunni um m usíkkina. Þrír alhliða grinarar sjá um brand- arana, en það eru þeir Jörundur Guðmundsson, Þórhallur Sigurðsson og Júlíus Brjánsson. Ennfremur munu þrír dansarar vera meö í förinni, en þeir heita Ingibjörg og Guðrún Páls- dætur, ásamt ungum og efnilegum dansara, Köru Jóhannesdóttur. Tví- burasysturnar Ingibjörgu og Guðrúnu mun vera óþarft að kynna, en þær hafa lengi verið ballerínur í Islenzka dans- flokknum. En Kara Jóhannesdóttir er dansari í dansstúdíói Sóleyjar. Þórir Baldursson verður músíkstjóri og er kominn alla leið frá henni Heimabing- óið ífull- um gangi — „Fólk er spennt", segir f ramkvæmdastjóri bingósins „Fólk er spennt og það er mikið hringt útaf bingóinu. Enn er enginn bú- inn aö f á bingó enda ekki búiö að draga út nema helming talna fyrstu vikunn- ar," sagði Haraldur Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Heimabingósins, í sam- tali við DV í gærmorgun. Sjálfsbjörg og Iþróttasamband fatlaöra efndi til heimabingósins til styrktar starfsemi sinni. Haraldur kvað sölu bingóseðlanna hafa gengið prýöUega. „Salan gekk sér- staklega vel úti á landi. Þar gengu blaðburðarbörn DV í hus og seldu seðl- ana. I þéttbýlinu á suð-vestur horni landsins voru seðlarnir hins vegar til sölu í verzlunum," sagði hann. Tölurnar sem dregnar eru út í bingó- inu eru birtar í Dagblaöinu og Vísi á hverjum degi. 1 þessari viku hafa eftir- farandi tölur verið birtar: 83,56,80,19, 13,50,23,35,27,55,37,11,68. Alls verða dregnar út 16 tölur í fyrstu vikunni. Síðustu þrjár tölurnar verða opinber- aðarámorgun. 1 þessari umferð heimabingósins voru seldar blokkir með f jórum bingó- . spjöldum. I næstu viku verður byrjað að draga út tölur f yrir bingóseðla núm- er tvö í blokkunum. Allir sem verða svo heppnir að ná því á einni viku að f á fimm tölur í láréttri röð fá 2000 króna peningavinning. Engu máli skiptir hversu margir vinningshafar verða eöa i hvaöa röð þeir hrópa BINGO! Síðustu tölur í fyrstu umferð Heima- bingósins verða dregnar út laugardag- inn 17. júlí. Dreifing nýrra seðla hefst 19. júh' og önnur umferð bingósins byrj- ar hálf um mánuði síðar. Ekki er hægt að kaupa blokkir meö bingóseðlum eft- ir að byrjað er að draga út tölur. Því er mikilvægt að tryggja sér bingóseðla í tíma. -SKJ. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Heimabingósins, heldur hér á heilli blokk bingóseðla. Fyrstu vikn bingósins er nú að 1 júka. Ef tir eru þrjár spennandi vikur. GARÐAUÐUIM Ameriku til þess að vera meö Þórs- kabarettnum í þessari hringferð. Arni Elfar teiknari mun teikna einn eftirminnilegan karakter á hverjum stað. Nú svo er öilum frjálst að Iáta teikna sig í þvi ástandi sem hann eða hún er hverju sinni. Já, sex vikna hringferð með úrvals skemmtikröftum er að byrja. Góða skemmtun! -Eg. Jörundur og Júlíus bregða á leik. Tvíburarnir Ingibjörg og Guðrún ásamt Köru taka nokkra létta takta. DV-myndir: EinarÓlason. DATSUNSTOR- LÆKKAR I VERÐI — eru nú f luttir milliliðalaust til landsins „Við höfum gert samninga við Datsun verksmiðjuna í Japan um að senda Datsun bifreiðar beint til Islands, án tengsla við umboðið í Danmörku. Auk þess tókst okkur að ná hagstæðari kjörurn en Danir. Þannig lækkar verð Datsun bif reiða um allt að 15 til 20 pró- sent, svo og allir varahlutir í bifreið- arnar," sagði Ingvar Helgason, for- stjóri Datsun umboðsins, á blaða- mannaf undi fyrir skömmu. Ingvar Helgason hefur nýlega gert mjög hagstæðan samning við Japani um kaup á Datsun bifreiðum. Hingað til haf a bif reiðarnar verið fluttar hing- að til lands í gegnum Datsun umboðið í Danmörku. Hér eftir verða bifreiðarnar aftur á móti fluttar beint til Islands og er fyrsta sendingin þegar komin. Jafn- framt tókst aö lækka verð bifreiðanna. Sem dæmi má nefna, aö Datsun Sunny 1500 4ra dyra kostar með ryðvörn og útvarpi 97 þúsund krónur. Þá eru vænt- anlegir á markaðinn um áramótin tveir neyzlugrannir smábílar. Annars vegar bill af Datsun gerð og hins vegar Subaru smábill. Verð á þeim verður samkvæmt verðlagi dagsins í dag um 80þúsundkrónur. Ingvar Helgason hefur nýlega tekið upp nýtt söluf yrir komulag til þæginda- auka fyrir viöskiptavininn. Er það japanskt að uppruna og hefur gcfið góða raun. Það er þannig, að viðskipta- vininum er boðið til borðs i sýningar- salnum, þar sem þeir bíða þess að sölu- maður sinni þeim. Viðskiptavinirnir þurfa því ekki að bíða í hóp eða rö'ð eft- ir sölumanni, eins og tíðkast víöast hvar. Samfara þessum breytingum hefur Ihgvar Helgason hf. opnað glæsilegan sýningar- og söluskála að Melavöllum við Rauöagerði. Er hann sá stærsti sinnar tegundar á Islandi, tæpir 360 f ermetrar að flatarmáli. -KÞ UÐI - sími 15928. Séð yfir hinn nýja sýningar- og söluskála Ingvars Helgasonar hf. Hann er sá stærsti sinnar tegundar hérlendis, tæpir 360fermetrar. DV-myndEÓ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.