Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1982, Qupperneq 22
30
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 28. JUNI1982.
Heimabing-
óið ífull-
um gangi
—„Fólk er spennt”, segir
framkvæmdastjóri bingósins
ÞÓRSKABARETT
FER HRINGINN
Þórskabarettinn er aö fara aö rúlla
hringinn í kringum landiö á ný.
Hann fór líka hringinn i fyrra og aö
sögn forráöamanna viö geysimiklar og
góðar undirtektir landsmanna. Þar
sem þetta þótti takast svo vel hjá
kabaretts mönnum þá var ákveðið
núna aö skella sér annan hring.
Næstu helgi byrjar síöan balliö meö
þeim félögum og byrja þeir fyrir aust-
an, nánar tiltekiö á Noröfiröi. Síöan
fikrar kabarettinn sig norður í land og
þannig kol) af kolli.
Sá munur er á kabarettnum frá í
fyrra aö skemmtiatriöin eru núna mun
fleiri og styttri. Tekin veröa fyrir
klassísk grínatriöi og sýndar spaugi-
legar hliöar dægurmálanna.
Skemmtiatriöin veröa sýnd frá 9 til
11 á kvöldin og aö þeim loknum mun
veröa slegiö upp dansiballi og sjá
hljómsveitirnar Geimsteinn og Áhöfn-
in á Halastjörnunni um músikkina.
Þrír alhliöa grínarar sjá um brand-
arana, en þaö eru þeir Jörundur
Guðmundsson, Þórhallur Sigurösson
og Júlíus Brjánsson. Ennfremur munu
þrír dansarar vera meö í förinni, en
þeir heita Ingibjörg og Guörún Páls-
dætur, ásamt ungum og efnilegum
dansara, Köru Jóhannesdóttur. Tví-
burasysturnar Ingibjörgu og Guðrúnu
mun vera óþarft aö kynna, en þær hafa
lengi veriö ballerínur í íslenzka dans-
flokknum. En Kara Jóhannesdóttir er
dansari í dansstúdiói Sóleyjar.
Þórir Baldursson veröur músíkstjóri
og er kominn aila leiö frá henni
Ameríku til þess aö vera með Þórs-
kabarettnum í þessari hringferö.
Árni Elfar teiknari mun teikna einn
eftirminnilegan karakter á hverjum
staö. Nú svo er öllum frjálst aö láta
teikna sig í því ástandi sem hann eöa
húnerhverjusinni.
Já, sex vikna hringferð meö úrvals
skemmtikröftum er aö byrja. Góða
skemmtun! -Eg.
Jörundur og Júlíus bregöa á leik.
„Fólk er spennt og þaö er mikið
hringt útaf bingóinu. Enn er enginn bú-
inn aö fá bingó enda ekki búiö aö draga
út nema helming talna fyrstu vikunn-
ar,” sagöi Haraldur Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Heimabingósins, í sam-
tali viö DV í gærmorgun. Sjálfsbjörg
og Iþróttasamband fatlaöra efndi til
heimabingósins til styrktar starfsemi
sinni.
Haraldur kvað sölu bingóseölanna
hafa gengiö prýöilega. ,,Salan gekk sér-
staklega vel úti á landi. Þar gengu
blaöburðarböm DV i hús og seldu seöl-
ana. I þéttbýlinu á suð-vestur homi
landsins vom seðlarnir hins vegar til
sölu í verzlunum,” sagöi hann.
Tölumar sem dregnar eru út í bingó-
inu em birtar í Dagblaðinu og Vísi á
hverjum degi. I þessari viku hafa eftir-
farandi tölur veriö birtar: 83,56,80,19,
13,50,23,35,27,55,37,11,68. Alls veröa
dregnar út 16 tölur í fyrstu vikunni.
Síöustu þrjár tölumar veröa opinber-
aöarámorgun.
I þessari umferö heimabingósins
vom seldar blokkir meö fjómm bingó-
spjöldum. I næstu viku veröur byrjaö
aö draga út tölur f yrir bingóseðla núm-
er tvö í blokkunum. Allir sem veröa
svo heppnir aö ná þvi á einni viku aö fá
fimm tölur i láréttri röö fá 2000 króna
peningavinning. Engu máli skiptir
hversu margir vinningshafar veröa
eöa í hvaða röð þeir hrópa BINGO!
Síðustu tölur í fyrstu umferð Heima-
bingósins veröa dregnar út laugardag-
inn 17. júlí. Dreifing nýrra seöla hefst
19. júh' og önnur umferö bingósins byrj-
ar hálfum mánuöi síöar. Ekki er hægt
aö kaupa blokkir meö bingóseölum eft-
ir að byrjaö er aö draga út tölur. Því er
mikilvægt aö tryggja sér bingóseðla í
tíma. -SKJ.
Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Heimabingósins, heidur hér á heilli
blokk bingóseöla. Fyrstu viku bingósins er nú að Ijúka. Eftir era þrjár spennandi
vikur.
GARÐAUÐUN
Tvíburaruir Ingibjörg og Guðrún ásamt Köra taka nokkra létta takta.
DV-myndir: EinarÖlason.
DATSUN STÓR-
LÆKKARIVERDI
—eru nú fluttir milliliðalaust til iandsins
„Viö höfum gert samninga viö
Datsun verksmiöjuna í Japan um aö
senda Datsun bifreiöar beint til Islands,
án tengsla viö umboöiö í Danmörku.
Auk þess tókst okkur að ná hagstæöari
kjörum en Danir. Þannig lækkar verð
Datsun bifreiöa um ailt aö 15 til 20 pró-
sent, svo og alUr varahlutir í bifreið-
arnar,” sagöi Ingvar Helgason, for-
stjóri Datsun umboðsins, á blaða-
mannaf undi fyrir skömmu.
Ingvar Helgason hefur nýlega gert
mjög hagstæðan samning viö Japani
um kaup á Datsun bifreiöum. Hingaö
til hafa bifreiöarnar veriö fluttar hing-
að til lands í gegnum Datsun umboöiö í
Danmörku.
Hér eftir veröa bifreiðarnar aftur á
móti fluttar beint til Islands og er
fyrsta sendingin þegar komin. Jafn-
framt tókst aö lækka verð bifreiðanna.
Sem dæmi má nefna, aö Datsun Sunny
1500 4ra dyra kostar meö ryövöm og
útvarpi 97 þúsund krónur. Þá eru vænt-
anlegir á markaðinn um áramótin
tveir neyzlugrannir smábílar. Annars
vegar bíll af Datsun gerö og hins vegar
Subaru smábíll. Verö á þeim verður
samkvæmt verðlagi dagsins í dag um
80 þúsundkrónur.
Ingvar Helgason hefur nýlega tekiö
upp nýtt sölufyrirkomulag til þæginda-
auka fyrir viöskiptavininn. Er þaö
japanskt aö uppruna og hefur gefiö
góöa raun. Þaöerþannig, aö viöskipta-
vininum er boðiö til borös í sýningar-
salnum, þar sem þeir bíða þess að sölu-
maður sinni þeim. Viöskiptavinimir
þurfa því ekki að bíöa í hóp eða röð eft-
ir sölumanni, eins og tíökast víöast
hvar.
Samfara þessum breytingum hefur
Ingvar Helgason hf. opnað glæsilegan
sýningar- og söluskála aö Melavöllum
við Rauðagerði. Er hann sá stærsti
sinnar tegundar á Islandi, tæpir 360
fermetrar aö flatarmáli.
-KÞ
Soeu ’ 1 1-11 T"*
\WPSM Wmmm I fsB'B í r
haagy-:- . &U .A JL
WáLtKLvmá. t JPofT8!1] •fa&r •, m m
■ líAf'
Séð yfir hinn nýja sýningar- og söluskála Ingvars Helgasonar hf. Hann er sá stærsti sinnar tegundar hérlendis, tæpir
360 fermetrar. DV-myndEO.