Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1982, Blaðsíða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. JtJLÍ 1982.
3
íslenzku tilboði í viðgerð á Jóni Baldvinssyni haf nað:
Framleiðandi vill
togarann til Noregs
—ef hann á að bera ábyrgð á viðgerðinni
„Eg reikna með að niðurstaðan verði
sú að skipið fari til Noregs, en þaö er
ekki búið að ganga frá samningum við
framleiðanda vélarinnar enn,” sagði
Einar Sveinsson framkvæmdastjóri
Bæjarútgerðarinnar í samtali við DV,
er spurst var fyrir um hvernig staðið
yrði að viðgerð á vél togarans Jóns
Baldvinssonar, sem bræddi úr sér.
Björgvin Guðmundson framkvæmda-
stjóri BÚR og Ragnar Júliusson for-
maður útgerðarráðs eru nú staddir í
Noregi til viðræðna við forráðamenn
Wichmann-verksmiðjanna, framleið-
anda vélarinnar.
Bæjarútgerðin fékk tilboð í viögerð
vélarinnar frá vélsmiðjunni Hamri, en
þvi var hafnað vegna þess að BÚR
vildi tryggja sér ábyrgð framleiðand-
ans þar sem byggja þarf vélina upp að
nýju. Að sögn Marteins Jónassonar
ráögjafa hjá BÚR vildu framleiðendur
ekki taka ábyrgð á viðgerð og vél eftir-
leiðis nema viðgerðin færi fram í verk-
smiðjunum. Vél togarans er rúmlega
tveggja ára gamul og ekki í ábyrgð
lengur, en verið er að reyna að semja
við verksmiðjumar í Noregi um að þær
greiði skaðann sem þykir óeðlilegur i
ekkieldrivél.
Bilanir á vél togarans hafa þótt
óeðlilega miklar og á sínum tima var
það gagnrýnt að togarinn yrði búinn
vél af þessari gerð. Að sögn Einars
Sveinssonar framkvæmdastjóra BÚR
átti fyrirtækið þess ekki kost að velja
vél í skipið þar sem það gekk inn í
kaupsamninga sem önnur íslenzk út-
gerðarfyrirtæki höfðu gert en síðan
hætt við. Þegar BÚR gekk inn í samn-
ingana hafi skipin veriö fullhönnuö og
ekki hægt að breyta um vél, þótt eftir
því hafi verið leitað. Sagöi Einar að
Wichmann-vélar heföu þó gott orð á
sér og væru notaðar í tugum skipa hér-
lendis þótt að í þessu tilfelli hafi eitt-
hvaö f arið úrskeiðis.
Þrátt fyrir tíðar vélarbilanir hefur
Jón Baldvinsson verið með aflahæstu
skipum á Suð-Vesturlandi undanfarin 2
ár. ÓEF
Tími kominn til framkvæmda
— vel heppnuð vaka um málefni aldraðra
Húsfyllir var á síðdegisvöku þeirri
er samtökin Líf og land gengust fyrir
um málefni aldraðra að Kjarvals-
stöðumá laugardaginn.
Dr. Jakob Jónsson flutti þar and-
lega hugvekju um skyldleika æsku
og elli, en Sigurður Magnússon f jall-
aði um veraldlegu hliðina á málefn-
um eldri borgara. Þótti honum nóg
komið af fögrum orðum og fyrirheit-
nm og timi kominn til aö fram-
kvæma.
Fjölbreytt tónlist var flutt fyrir og
eftir ræðumar. Léku þar meðal ann-
ars Manuela Wiesler á flautu, Sigfús
Halldórsson á pianó og Friðbjöra G.
Jónsson söng. Tólf ára gömul stúlka,
Heiðrún Heiðarsdóttir, lék einnig á
fiðlu viö undirleik Hólmfríðar Árna-
dóttur, sem orðin er 83 ára gömul.
Þótti vaka þessi heppnast mjög vel
og voru aldraðir í miklum meirihluta
vökugesta. Þykir aðstandendum
vökunnar það benda til mun meiri
árvekni og áhuga eldri borgara á eig-
in málefnum en veriö hefur.
-JB
Fjölbreytt tónlist var á vökunni. Meðal þeirra sem lékn var Mannela Wiesler.
DV-mynd Bjarnleifur
Egó og Sumargleðin á Laugahátíð
— ásamt vinsælustu hljómsveit Norðurlands
Þingey ingar láta ekki sitt eftir liggja
í skemmtanahaldi um verzlunar-
mannahelgina. Laugahátíðin verður
hin fjölbreyttasta að þessu sinni og
ekkert til sparað til að gera sem flest-
umtilhæfis.
Ur Reykjavík kemur hljómsveitin
Egó og leikur f yrir dansi á laugardags-
og sunnudagskvöld. Mun sveitin einnig
halda tónleika á laugardag khikkan 14.
„Vinsælasta hljómsveit Norðurlands”,
eins og einhver nefiidi Hljómsveit
Geirmundar Valtýssonar, sér hátíðar-
gestum fyrir dansmúsikinni á föstu-
dagskvöld. Sumargleöin heldur svo
fjölskylduskemmtun á sunnudaginn
klukkan 14 og þar verður einnig spilað
bingó.
Aðstaða er öll hin bezta á Laugum.
Þar er rekin gisti- og veitingaþjónusta
og á staðnum er ágætis sundlaug. I
nýjum sýningarsal verða sýndar kvik-
myndir og dansleikir fara fram í glæ-
nýju iþróttahúsi.
Sérstakar fjölskyldubúðir verða á
tjaldsvæðinu. Þar verður reynt að
tryggja rólegheit þó skemmtun verði í
fullum gangi annars staðar.
Sætaferðir eru frá Húsavík og Akur-
eyri. Hátíðin er auglýst sem skemmt-
un án áfengis og skemmtun f yrir alla.
JB
Vélarhlutar úr togaranum liggja innpakkaðir hjá vélsmiðjunni Hamri og bíða
þess að verða sendir til Noregs.
DV-mynd Þó. G.
Þessar upplýsingar hafði einn starfsmaður vélsmiðjunnar skráð á einn kassann.
Birkenstock er V-Þýskt fyrirtaeki sem hefur sérhæft sig í fram-
leiðslu á orthopaediskum innleggjum í yfir 200 ár. Birkenstock
innlegg em smíðuð sérstaklega fyrir þig þannig að sem best
undirstaða fáist fyrir fætur þína. Hefur þú spáð í undirstöðuna?
Hefur þú heilbrigða fætur en þreytist samt í fótunum?
Ert þú með ilsig eða tábeinasig?
Þarft þú að standa mikið við vinnu?
Littu við í Lækjargötunni og fáðu að stíga í Birkenstock innlegg
og þú finnur strax muniim.
BIRKBMSTOCK
' ER UNDIRSTAÐAN
Audvitod
fótboltaskór med skrúfudum tökkum
PÓSTSENDUM
Sportvöru verzlun
Ingólfs Óskarssonar
Klapparstíg 44 — Sími 11783
Birkenstock innlegg bjóðum við á kynningarverði til
loka júlí mánaðar. í tilefni að Ári aldraðra bjóðum
við öldruðum 20% afslátt af innleggjum allt árið
1982.
Bírkenstock er undirstaðan sem skiptir
verulegu máli.
GÍSU
FERDINANDSSON
skósmióur Iækjargötu6 rvk.