Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1982, Blaðsíða 12
Útgáfufólag: FRJÁLS FJÚLMIÐLUN HF. Stjómarformaflur og útgáfuitjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvœmdaatjóri og útgáfustjórí: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aflstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fróttastjóri: JÚNAS HARALDSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P: STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12-14. SÍMI 88811. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI27022. Afgrsiflsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: PVERHOLT111. SÍMI 27022. Sími ritstjómar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12.Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNN119. Áskriftarverð á mánuði 120 kr. Verð i lausasölu 9 kr. Helgarblað 11 kr. Við höfum leyfi til að læra Þeir yrðu dýrir, ráðherrarnir okkar, ef gerðir þeirra ættu að binda hendur þjóðarinnar og afkomenda hennar allt til enda veraldarinnar. Ráðherrar eru mistækir eins og annað fólk. Og þjóðin vill fá að nýta lærdóminn af reynslu sögunnar. Við súpum enn seyðið af viöamiklu og sjálfvirku land- búnaðarkerfi, sem Ingólfur Jónsson setti í fastar skorður á viðreisnar-áratugnum. Einhvern tíma tekst okkur að losna við þá byrði, hvað sem Ingólfur sagði á sínum tíma. Enn er byrjað að vitna í einokunarloforð, sem Hannibal Valdimarsson gaf Flugleiðum, þegar hann lét sameina Flugfélagið og Loftleiðir áriö 1973. En loforð Hannibals getur ekki bundið hendur Steingríms Hermannssonar eða þjóðarinnar árið 1982. Einokunarstefna Hannibals náði ekki þeim árangri, sem til var ætlazt. Flugleiðum efldist ekki ásmegin. Þær voru ekki nógu fljótar að átta sig á breyttum aöstæðum í flugmálum Vesturlanda og enduðu á framfæri íslenzkra skattgreiðenda. Öhætt er að slá því föstu, að samkeppni sé betri en ein- okun. Við einkaréttaraðstöðu breytast fyrirtæki í opinber- ar stofnanir, æðarnar harðna og hjartað stirðnar. Við sjá- um þetta á öllum sviðum, heima og erlendis, einnig í flug- inu. Steingrímur Hermannsson sté aðeins stutt skref í sam- keppnisátt, þegar hann leyfði Iscargo að fljúga til Amsterdam, borgar, sem Flugleiðir höfðu í skjóli ein- okunar ekki nennt að sinna. Þetta var örsmár liður í öllu flugdæminu. En Flugleiöir brugðust við eins og einokunarstofnanir gera jafnan. Þær fóru líka að fljúga til Amsterdam, keyrðu verðið niður og biðu í trausti stærðar sinnar eftir því, að litli uppáþrengjandinn yrði gjaldþrota á ævintýr- inu. Þessa forsögu verður að hafa í huga nú, þegar leyfið til Amsterdam hefur verið tekið af Flugleiðum. Þetta er borg, sem Flugleiðir sinntu ekki, fyrr en keppinautur hafði beðið um leyfi til að fljúga þangað — og fengið það. Inn í þetta mál flæktist síðan óviðurkvæmileg sala á flugleyfi Iscargo til Amarflugs. Síðara félagið var vel aö Amsterdam-fluginu komið, en átti ekki að þurfa að kaupa út framsóknarmenn, sem höföu fariö flatt á spekúlasjón- um. Arnarflug er fyrirtæki, sem hefur staðið sig vel í leigu- flugi og innanlandsflugi. Það er miklu heppilegri tilraun en íscargo til heilbrigðrar samkeppni við Flugleiðaris- ann. Það er líka arðbært og þiggur ekki ríkisstyrk. Með skiptingu meginlands Evrópu milli Flugleiða og Arnarflugs hefur Steingrímur Hermannsson komið upp óbeinni samkeppni í staö annars vegar beinnar og hins vegar engrar. Þetta er varfærin aðferð, sem dregur úr grimmd samkeppninnar. Öbein samkeppni verður milli flugs til Amsterdam og Luxemborgar. Ennfremur milli flugs til Dusseldorf og Frankfurt. Þetta ætti að nægja til að tryggja neytendum eðlileg fargjöld til meginlandsins, þótt útsölufargjöldum ljúki. Ef vel gengur, mætti vel hugsa sér að færa út óbeina samkeppni, veita til dæmis öðrum en Flugleiðum leyfi til að fljúga til Glasgow í Bretlandi, Osló á Norðurlöndum og Chicago í Vesturheimi. Einnig mætti endurskoða innan- landsflugið. Hvað sem Hannibal Valdimarssyni líður, má öllum vera ljóst, að einokun í flugi stríðir gegn hagsmunum íslenzkra neytenda og skattgreiðenda. Steingrímur Hermannsson þarf að standa af sér gemingaveðrið og halda áfram á sömu braut. Jónas Kristjánsson DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. JULÍ1982. Best að lesa blöðin með fótnum Eitt kvöld í vikunni lá ég uppi í rúmi og var aö lesa í blaöi ásamt syni mínum sem er tveggja ára. Þeg- ar ég var langt kominn með spenn- andi grein um íslensk stjómmál, vissi ég ekki fyrr til en sonur minn sparkaöi í blaöiö og lenti fóturinn á honum af slíku afli í andlit forsætis- ráðherra aö ég er viss um aö hann heföi meitt sig ef hann heföi verið þarna i eigin persónu en ekki á mynd. Þegar ég baö strák vinsam- legast að færa fótinn af andliti Gunn- ars harðneitaöi hann og sagöist vera aö lesa blaðiö meö fótnum, eins og hann orðaöi þaö. Fljótt á litið fannst mér lestrarlag stráksa ekki við hæfi en þegar ég hugsaði máliö betur komst ég að þeirri niðurstöðu aö sumt í blöðunum ætti helst skilið að vera lesið meö Ríkissaksóknari, þeir stela af bömum! Tvær staöreyndir blasa viö í verö- lagsmálum: Myntbreytingin, sem á sínum tíma átti að efla traust manna á íslenskum gjaldmiöli, snerist í and- hverfu sína. I skjóli hennar hefur traust manna á krónunni ekki eflst, heldur snarminnkað. I skjóli mynt- breytingarinnar hafa verðhækkanir á smærri varningi aukist hroöalega, og neytendur hafa reynst gersam- lega varnarlausir. Myntbreyting hef- ur því í mjög verulegum mæli dregiö úr lífskjörum á Islandi. Hitt er líka staöreynd, að yfir- stjóm verölagsmála er i molum. Ráöherra viðskiptamála er starfs- laus, hangir í viöskiptaráöuneytinu, gerir ekki neitt, og bíöur eftir því aö veröa færður í framkvæmdastjóra- stól í Framkvæmdastofnun ríkisins, sem hann hefur tryggt sér meö lög- um, þegar hans tími er úti. Myntbreytingin heföi aldrei orðiö sá organíseraöi þjófnaöur, sem hún er, ef yfirstjórn verðlagsmála væri ekki í þeirri rúst, sem raun ber vitni. Þaö er pólitísk skoöun þess, sem þessar linur ritar, að verðlag skuli vera frjálst, það eigi aö vera hin al- menn regla. En frjálst verðlag set- ur þeim, sem með fara, miklar skyldur á herðar. Frjálst verölag er réttlætanlegt, vegna þess aö sem hugmyndafræöi er þaö í þágu neyt- enda. Neytendasamtök eiga að vera Fyrir nokkrum dögum skrifaði Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra fræga grein i blaö sitt Þjóðviljann. Þar sakaöi hann ýmsa þjóðfélags- hopa um „botnlaust óraunsæi” og þykir mörgum orðin snögg umskipti frá fyrri kröfugerö og æsiskrifum hans og flokksmanna hans. Ragnar ætti þó aö líta sér nær. Hann segir nú aö við séum „að sökkva í kaf í ískyggilega skuldasöfnun”. Á Al- þingi fyrir einungis þrem mánuðum hélt hann því blákalt fram að erlend- ar skuldir þjóðarbúsins heföu ekkert aukist undanfarin ár og hafði ekki einu sinni kynnt sér spár Seölabank- ans um horfurnar á því sviði á þessu ári. Hann taiaði þá og talar enn um „að rUdssjóður safni ekki skuldum” og hann hælir sér við hvert tækifæri yfir góðri afkomu ríkíssjóðs. Ekki verður betur séð en að þessi ummæli sýni, svo ekki verður um vUlst, það „botnlausa óraunsæi” sem einkennt hefur aUa umræðu hans og samráð- herra hans í núverandi rUdsstjóm frá því hún var sett á laggir. Loksins sástu að nú „sökkvum við" Ragnarl Síðasta umræöa um lánsf járlög fór fram í efri deUd Alþingis hinn 5. apríl sl. Þar ræddi ég ítarlega um sívax- andi þunga erlendra skulda þjóðar- búsins, einkum eyöslulána á tima gífuriegs samdráttar í orku- og stór- iönaöarframkvæmdum. Ragnar blés á þetta raus. Hann sagöi m.a. orðrétt skv. Þingtíðindum: „Um fátt er tal- aö hér á landi af jafnmiklu ábyrgðar- leysi og jafn mikUU yfirborös- mennsku en eriendar lántökur og erlendar skuldir.” Hann sagði einnig: „Nettóstaöa þjóöarbúsins út á viö. .. hefur nánast ekkert breyst undanfarin ár.. .” Með þessum orö- um var hann að verja erlendar lán- tökur sem stefnt var aö með lánsfjár- lögunum. Þó haföi ég m.a. lesiö tölur frá Seðlabankanum um aö greiðslu- byröi erlendra langra lána myndi hækka í um eöa yfir 20% af út- flutningstekjum frá því að vera rúm 13% 1978. Þá lágu einnig fyrir upplýsingar um aö nettóstaöa erlendra lána sem hlutfáll af þjóðar- framleiöslu myndi aukast mjög og nú stefnir í aö það veröi 40% af þjóöarframleiöslu í ár og á næsta ári meö sama viöskiptahaUa um 50%, þ.e.a.s. aö viö skuldum öðrum þjóö- um sem svarar helmingi af aUri okk- ar ársþjóöarframieiöslu í árslok 1983! Þegar ég geröi þessar ískyggilegu horfur að umtalsefni sagði ráöherr- ann orðrétt: „Lárus Jónsson hefur svo aftur dregið upp nýjar tölur frá Seölabankanum um þróun þessara stærða á árinu 1982 (þ.e. erl. lána) þessa spá hef ég ekki séð.” Sem sagt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.