Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1982, Blaðsíða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. JULl 1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Hinn nýi konungur Saudi-Arabíu lætur hitamálin mjög til sín taka Fahd konungur hefur haft ærið annríki síöan hann settíst í hásæti fái aö yfirgefa Beirút í friöi og nokk- urn veginn meö sóma. Fahd konungi er mjög í mun aö Y asser Arafat haldi stöðu sinni sem leiðtogi PLO. Hann telur Arafat meðal hinna hæglátari, en ekki úr hópi hinna byltingargjarn- ari. Hefur Fahd á því hinn mesta ímugust aö Israelar fái að ganga milli bols og höfuðs á skæruliðum í Beirút, því að upp úr þeirri ösku kunni að rísa nýr Palestínufönix miklu ljótari hinum fyrri, róttækari og erfiðari viðfangs. Mubaraktil Riyadh Innrás Israela í Líbanon varð á sinn hátt til þess aö þjappa þeim saman, Fahd og Mubarak forseta, svo að þeir tóku upp viðræður. Þegar Anwar Sadat fyrrum Egyptalands- forseti undirritaði friðarsamningana við Israel sleit Saudi-Arabía öllu sambandi viö Egyptaland. En í síð- asta mánuði var Mubarak meðal þjóöhöfðingja, sem komu til Riyadh til þess að vera viö jarðarför Khalids konungs. Sáust þeir Mubarak og Fahd opinberlega fallast í faðma, sem þótti benda til þess að sættir hefðu tekizt, eða væri í það minnsta á næsta leiti. Hvor þarfnast hins. Saudi-Arabía getur f undið góða stoð í mannmergð Egyptalands og hernað- armætti. Egyptar, sem leita eftir því að endurheimta sitt fyrra forystu- hlutverk meðal araba, sjá í Saudi- Arabíu mikilvægan bandamann, auk þess sem þá munar i efnahagsaðstoð frá hinum olíuauðugu Saudi-Aröb- um. Stöðugar heimsóknir Mubarak forseti er aðeins einn margra arabaleiðtoga, sem leggja sig í framkróka og lykkju á leiö sína til þess að leita ráða, stuðnings og fjármagns Fahds konungs. Síðustu vikurnar hefur legið straumur ríkis- leiötoga og diplómata til Fahd í Riy- adh og Raif, þar sem konungur Saudi-Arabíu hefur sumaraðsetur sitt við Rauöahafið. Meðal þeirra hafa verið Hussein Jórdaníukonung- ur, Hafez Assad Sýrlandsforseti, Hussein Iraksforseti, Gemayel leið- Stendur stugguraf islamsofstæki ayatollanna Konungur Saudi-Arabíu lét árás Ir- transkir hermenn á bergöngu inn í trak: Fahd konungi stendur mestur stuggur af útbreiðslu ofstskis ayatollanna i tran. Mubarak Egyptalandsf orseti og Fabd binn nýi konungur Saudi-Arabíu bafa bctt vinskapinn eftir innrás tsraelsmanna í Líbanon. togi kristinna í Líbanon og mikill fjöldi arabískra utanríkisráðherra. ' Hefur legiö við umferðaröngþveiti fyrir dyrum áheyrnarsalar kon- ungsinsíRaif. Valdið takmarkað Þrátt fyrir óhemjuauð og mikiö álit meðal annarra arabaleiötoga er völdum Fahds takmörk sett, og hef- ur hann þegar rekið sig á það. I fyrra meðan hann var enn krónprins sætti hann þeirri auðmýkingu að átta liöa friöaráætlun hans, sem fól í sér viðurkenningu á Israelsríki gegn stofnun Palestínuríkis, var hafnaö af Sýriendingum og öðrum harðlínu- mönnum meðal araba á leiðtoga- fundi þeirra í Marokkó. Fahd kann að dusta rykið af þessari áætlun sinni eða leggja fram nýja endurbætta út- gáfu, en þó því aöeins að PLO-skæru- liðar fái samastað í einhverju öðru arabalandi og að Washingtonstjórnin fáist til þess að taka upp beinar viðræður viö PLO. Á því sýnist mörgum vera miklir annmarkar. Hitt viröist þó ekki lík- legra að Fahd fái haft mikil áhrif á hatursstríðið milli Irana og Iraka. Fahd eða einhver æðikollurinn Ekki spá allir því að Fahd eigi eftir að verða framtakssamur eða at- kvæðamikill í málefnum Austur- landa nær. Egypzkur diplómat lét eftir sér hafa á dögunum að Saudi- Aröbum hætti til þess eftir því sem þeir færðust ofar í valdastigann aö gerast íhaldssamari með nýja emb- ættinu. Samkvæmt því finnst ýmsum viðbúiö að Fahd muni fara sér hægar í sakimar sem konungur heldur en hann vildi þegar hann var krónprins. Því skyldu menn ekki búast of mikið við f rumkvæði hans, er álit þessara. Vandinn er sá aö daglega er ein- hver að taka eitthvert frumkvæði einhvers staðar í hinum pólitísku suðukötlum Austurlanda nær. Fari Fahd að dæmi fyrirrennarra sinna og láti varkámi og logn stýra diplómati Saudi-Arabíu, er viðbúið, að fmmkvæðið falli í skaut einhverj- umæöikollinum. (Newsweek) Fahd bin Abdel Aziz, konungi Saudi-Arabíu, hefur ekki gefizt mikil stund til þess að baða sig í valdasól hásætisins, síðan hann tók við af hálfbróður sinum Khalid, sem and- aðist af hjartaslagi í síðasta mánuði. Hann hefur haft nóg á sinni könnu í stjórnsýslunni. Til að byrja með gerðu Israels- menn innrás i Líbanon, en á eftir komu síöan Iranir með gagnsókn sína inn í Irak, sem er næsti ná- granni Saudi-Arabíu i norðri. Hvort- tveggja hefur Fahd konungur orðiö aðiátatil sin taka. Sættir við Egypta En hinn 62 ára gamli konungur, sem þykir hallur undir Vesturveldin, hefur af öllum sínum afskiptum vax- ið í áiiti manna sem áhrifamikill leið- togi. Hann hefur gegnt lykilhlutverki í milligöngu sinni vegna samninga- umleitana milli Bandaríkjanna ann- ars vegar og PLO og ríkisstjóma araba hins vegar. Um leið veita menn því eftirtekt að Fahd er byrjaöur að bæta vinskapinn viö Hosni Mubarak Egyptalandsfor- seta, í leit að samherja til þess að stemma stigu við útbreiðslu íslamska ofstækisins, sem upp- sprettu á í ayatollunum í Iran. Það er vitaö að Fahd konungi stendur af þeirri hreyfingu stuggur og kvíöir því að hún eigi eftir að koma enn meira róti á Austurlönd nær, og þykir það þó ærið fyrir. Fahd sýnist maður liklegri til að- gerða en fyrirrennarar hans voru, sem létu sér nægja að beita oh’uauöi Saudi-Arabíu fremur til þess að hindra viðburði og toga í spottana að tjaldabaki. Hinn nýi konungur sýnist ófeiminn við að ganga fram fyrir skjöldu. ana inn í Irak koma flatt upp á sig og hafði þó leyniþjónusta hans varað hann við liðsflutningum Irana viö landamærin. Menn honum nærkomn- ir sögðu að fréttin heföi fengiö mikiö á hann. — Fahd hefur mestan beyg af trúarofstæki Khomeinis asðsta- klerks af öllum þeim hræringum sem eiga sér stað í Austurlöndum nær. Honum er lítið um ofstæki yfir- leitt, en ofstæki ayatollanna, eins og þaö hef ur birzt í Iran er með því blóð- ugra, sem um getur nú á tímum. Hann brá við með því að skora á aðra ríkisleiðtoga Persaflóaríkjanna — Omans, Sameinuðu furstadæm- anna, Qatars, Bahrains og Kuwaits — að snúast sameinaöir gegn þess- ari nýju ógnun frá Iran. Af fréttum að dæma virðist Fahd þó ekki almenni- lega hafa gert það upp við sig hvað gera skuli í málinu. Hvort hann skuli veita Saddam Hussein nokkurra milljarða dollara lán til viðbótar eða kippa aö sér hendi og vonast til þess að geta friðað Irani. Nema hann grípi þá til hervalds til þess aö skakka leikinn og hjálpa Irökum. Stendurmeð Yasser Arafat I milligöngu sinni í Líbanonsmál- inu þykir Fahd hafa sýnt mikla diplómatiska hæfileika. Saudi- Arabar hafa jafnan verið mikilvægir talsmenn PLO og komiö skoðunum þeirra á framfæri við Washington- stjórnina. Þeir hafa haft milligöngu við samninga um vopnahléin og átt drjúgan þátt í að fá Israela til þess að slaka ögn á herkví sinni um Vestur- Beirút. Þar hefur allt kapp verið lagt á að finna einhverja leið til þess að PLO-skæruliðar og leiðtogar þeirra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.