Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1982, Blaðsíða 16
16
DV. ÞRSXJUDAGUR 27. JUU1982.
Spurningin
Hvaða tegund af bíl
finnst þér fallegust?
Guðbjörg Áraadóttir skrifstofustúlka:
Mér finnst Lancer tvímælalaust sá
fallegasti. og bezti. Þetta eru rennileg-
ir bílar með góöan kraft. Ég er ekki al-
veg óhlutdræg, því unnusti minn ekur á
Lancer.
Biraa Kristinsdóttir nemi: Litill Mer-
cedes Benz meö blæju er draumabíll-
inn. Þá líst mér einnig vei á Hondu
Prelude. Ég er langhrifnust af litlum
léttum og sætum sportbilum.
Jóhann Ölafsson verzlunarmaður:
Erfitt aö skera úr um þaö hvaða
tegund er fallegust. Held þó aö ég veröi
aö segja Volvo. Hann er fyrir augað.
Benný Baldursdóttir, starfar h jó Orku-
stofnun: Auövitað bíllinn minn, Austin
Marina. Þessi blái fallegi, sem þú sérö
þarna. En draumabíllinn er einhver
litill og sparneytinn frá Japan, Honda
tildæmis.
Hólmfriður Einarsdóttir húsmóðir:
Amerískir bílar finnst mér fallegastir.
Hef átt einn slíkan. Þaö var Chevrolet
Nova. Reyndist mér mjög vel.
Ketill Pétursson húsasmiður: Saab
Turbo tei ég vera þann faUegasta
þessa stundina. Ákaflega traustur og
faUegur bíU. Þá er ég Uka hrifinn af
Volvóinum.
Lesendur Lesendur Lesendur
„Þegar menn leggjast með
mðnnum sem konur væru”
Loftur Jónsson skrifar:
Sem áskrifandi DV hlýt ég að lýsa
yflr hneykslun minni vegna fyrir-
sagnar á forsíöu blaösins laugardag-
inn 17. júlí síöastUðinn. En þar stend-
ur meö stærsta letri: Hómósexúal-
hneigö er sjálfsögð. Virðist mér
þetta vera áUt ritstýrenda biaðsins,
þar sem f yrirsögn þessi er ekki höfð í
gæsalöppum né afneitað í undirfyrir-
sögn.
DV telur sig jafnan vera lrábyrgt”
fréttablaö og sem siíkt ætti þvi ekki
að leyfast aö vera með slíka fyrir-
sögn. Mörg böm og unglingar, tU
dæmis blaösölubörn, lesa einungis
fyrirsagnir blaöanna og veröa
fýrir áhrifum af sUku og þviliku.
Ekki þarf að efast um, aö þjónar
Drottins, prestamir, láti í sér heyra
þessu viövíkjandi, þótt enn hafi ekki
orðiðafþví.
Karlhórur, og þeirra vísvitandi
óeöli, er viðurstyggð í augum Drott-
ins. „Viöurstyggö” (Abommination)
er efsta stig smánarinnar og í and-
stöðu við lögmál Drottins, lögmál
lífsins. Þaö er notað yfir það óeöli, er
menn leggjast með mönnum sem
konur væru. Einnig er það notað við
skurögoðadýrkendur og þá sem
þjóna hinu illa og myrkrinu. Les III.
Mósebók 20:11. Þá er hollt að lesa
Lúk. 17:27, en þar er eitt táknið fyrir
endalok þessa heimskerfis: ...
.JVfenn átu, drukku, kvæntust oggift-
ust ...” Qg er þetta ekki einnig að
ske á okkar dögum, eins og á dögum
Nóa og á dögum Lots? Menn lýsa sig
kvænta hvor öðrum og jafnvel setja á
svið,,giftingu” með faisprestum?
Anetjaðir drykkjumenn seg ja jafn-
an: „Þetta er sjúkdómur. Hvað get
ég gert ... og halda áfram að
drekka.”Karlhórursegja: „Þettaer
mitt eðli ... og vilja fá opinbera
viðurkenningu fyrir óeðli sínu.”
Báöir eru ánetjaðir illum öndum og
velta sér upp úr soranum og stefna út
í myrkriö. En sá, sem getur frelsaö
stendur við dyraar og er tilbúinn að
hvitþvo allar syndir af syndurunum:
Qpnið hjartað og hieypiö Drottni Jesú
Kristi inn og feiiö honum baráttuna
og þið munuð hólpnir veröa.
Forystumenn ASl þeir Ásmundur Stefánsson og Björn Þórhallsson stóðu í strangu við gerð nýundirritaöra samn-
inga. Sumum f innst sem samningsgerðin sé orðin of flókin.
„Liggur við að samn-
ingsgerðin sé í ætt
við sjónhverfingar”
Hugsum
áður
en við
hendum
Sveinn skrifar:
Fyrir ruslaralýö eru ruslatunnur
ákaflega flókiö fyrirbæri. Svo flókið aö
þeim hugkvæmist aldrei hvernig eigi
að nota þær. Kemur þaö á óvart, því
skyldleikinn er augljós. I tilraunum
sínum til að finna út notagildiö horfa
ruslaramir á tunnurnar meö ástar-
glampa, jafnframt sem þeir strjúka,
kyssa, leiöa og halda utan um þær. En
þaðersama. Lokiöeraldreitekiöaf.
Ástæöa þess aö ég skrifa um ruslara-
lýöinn er sú, aö hann er vægast sagt
farinn aö fara ákaflega í taugamar á
mér. Nýlega lenti ég í hnútakasti viö
einn ruslara. Var ég að aka um bæinn
og kom að fiskiðjuveri BUR. Þurfti ég
aö bíöa þar fyrir utan í skamma stund.
Sé ég þá hvar ungur mslari hendir
plastglasi og fleira drasli út úr bílnum
hjá sér. Fór þetta í taugarnar á mér.
Spuröi ég kappann hvort hann ætlaöi
ekki að hiröa þetta upp eftir sig. Sneri
hann þá upp á sig og sagði: „Geröu þaö
sjálfur”. Því næst brenndi hann í burtu
skellihlæjandi. En ég haföi haft vaðið
fyrir neðan mig, því er hann sagði
þetta tók ég mynd af honum. Og birti
ég hana hér aö ofan.
Þess má geta aö fyrir utan fiskiðju-
verið er oft mikið af útlendingum í
skoðunarferöum. Eru þeir aö skoða
húsin, sem vinna fiskinn, sem þeir
kaupa af okkur á háu veröi. Þó skiptir
þaö ekki máli út af fyrir sig, því það er
sama hvar við emm stödd. Við eigum
aldrei aö henda rusli nema i ruslatunn-
ur. Og viö eigum aö bjóöa landinu okk-
ur upp á þaö sama og s jálfum okkur.
Loks vona ég aö ruslaralýöurinn fari
nú ekki alveg i rusl þótt þeir lyfti lok-
unum næst af tunnunum og noti þær á
réttanhátt.
„Spurði ég kappann hvort hann ctlaöi
ekki að hirða þetta upp eftir sig. Geröu
það sjálfur sagöi hann og ók skellihlæj-
andiíburtu.”
Gisli Baldvinsson skrifar:
Nýundirritaöur samningur ASI og
vinnuveitenda var aö einu leyti tíma-
mótasamningur. Þetta er nefnilega i
fyrsta skiptiö sem samiö er um
beina skeröingu á vísitölu.
Ákvæöi Olafslaga reyndust að visu
skeröing á visitölunni, en um þau var
þó ekki samiö. En gáum aö þvi aö
Olafslögin gátu þýtt kjarabót væri
viöskiptajöfnuöur jákvæður. Um
slíkt er ekki aö ræða í hinum nýgerðu
ASI samningum.
Samningagerö er oft flókin, þótt
aldrei fyrr hafi verið samið um eins
flókið kerfi og nú. Liggur viö aö
samningsgerðin sé í ætt viö sjón-
hverfingar. Tökum dæmi. Þegar
launþegi innan ASI tekur viö launa-
umslaginu sinu eftir 1. september
næstkomandi, er verðbótaþátturinn
fyrst reiknaöur. Siöan kemur skerö-
ing Olafslaga og að siöustu er reikn-
uð út skerðing sem nemur 2,9%.
Þá er það spumingín hvort BSRB
er nú sem áður að sigla í kjölfar
stóra bróður á þeirri forsendu að ekki
sé hægt að hafa tvöfalt visitölukerfl á
launamarkaðinum. Að visu get ég
ekki séð nein vandkvæði á slíku, ef
félagsleg vandamál eru nnrianskilin.
Það er að mínu áliti „prinsipp” mál
að semja ekki um slikt, en um þetta á
eftir að fjalla í samninganefnd
BSRB. Og auk þess skiptir það
auðvitað miklu máli til hve langs
tíma ersamiö.
Opinberir starfsmenn telja að þeir
hafi dregizt um 20—30% aftur úr
samanboriö við almennan launa-
markað. Mér finnst því ljóst að ekki
veröi samið sjálfkrafa við BSRB.
Verði þá samið á annað borö?
Það verður fróðlegt að fá svar viö
því hvort ríkið geti sætt sig viö samn-
inga án skerðingarákvæðis. Einnig
hvort niöurstööur Kjararannóknar-
nefndar verði viðurkenndar og opin-
berir starfsmenn fái 20—30% kaup-
hækkun. Þá er það einnig spurning
hvort takist að semja samhliða um
sérkjarasamninga. Loks er það
kannski fróðlegast að sjá hvort
BSRB finni ábyrgan samningsaðila
er líða tekur að sláturtið í haust.