Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1982, Blaðsíða 31
31
DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. JUU1982.
Sandkorn
Sandkorn
Sandkorn
tþrAttadottorinn er oröaftur vlö
stól félagsmálastjóra.
Doktor Ingimar
í félagsmála-
stófiim?
t dag verða opfatberaðar
umsóknir um starf félags-
málastjóra Kópavogsbæjar,
en sá stóU losnaði þegar skipt
var um framsóknarmann í
embætti bæjarstjóra.
Vitað er að meiriblutasam-
starf Alþýðubandalagsins og
Framsóknarflokksins með
Alþýðuflokknum snýst mjög
um stöðuskiptingar mUU
tveggja fyrr nefndu flokk-
anna. Alþýðuflokksmenn
virðast bins vegar daufir I
þeim efnum og láta aflt yfir
sig ganga. Þeir hafa þó for-
menn i þrem sæmilega mikfl-
vægum nefndum.
Framsóknarflokkurinn
hefur nú bæjarstjórann, en
Alþýðubandalagið bæjarrit-
arann. Talið er að bandalagið
fái einnig að ráðstafa félags-
málastjóranum, en þar á
móti komi svo nýr defldar-
verkfræðingur í hlut fram-
sóknarmanna.
t Kópavogi h visla menn um
að doktor Ingimar Jónsson
verði næstl félagsmálastjóri.
Það verður þó ekkl ljóst fyrr
en síðar í dag, hvort hann
hefur sótt um stöðuna!
Sóar ekki 5
aurum í óþarfa
Hagstofa tsiands er
merkileg stofnun fyrir
margra hluta sakir. Hún
verður sjötug eftir hálft
annaö ár og nokkru síðar
verðnr núverandi hagstofu-
stjórl, Klemens Tryggvason,
einnig sjötugur. Hann er
annar hagstofustjórinn frá
upphafi, því Þorsteinn Þor-
steinsson var á nndan honum
í 36 ár. Klemens verður í 36
ár, ef guðlofar.
Nú fjaflar Hagstofan um
margvísleg málefni, sem
þykja forvitnfleg og eru það.
Frá stofnuninni ganga því i
sífeflu rit og tilkynningar.
Aflt er það i hinum forn-
legustu skorðum og til að
mynda er aflt fjöiritað efnl
fostum skorðum.
sent út á ljótasta dagblaða-
pappir, sem þekkist, liklega
þá einnig þeim ódýrasta.
Liggi fjöimiðlum á upplýs-
ingum, geta þeir svo sem sent
eftir þeim stundum. Hag-
stofan borgar ekki fyrir hrað-
sendingar af neinu tagi, ekki
einu sinni frímerki á annað en
það sem gengur eftir hefð-
bundnu vinnuiagi og föstu
kerfi stofnunarinnar.
Hvort þetta er þjóðhags-
lega hagkvæmt, má spyrja
um. Hagstofureikningarnir
eru hins vegar áreiðanlega í
lagi.
Árbók um dána
Það eru líklega ekki mjög
margir, sem vita að Hagstof-
an gefur árlega út „skrá yfir
dána” og hefur gert það síðan
1965. Síðasta skrá, fyrir 1981,
er nýkomin út og kostar 25
krónur.
Vissara er að tryggja sér
eintak í tima, þvi fyrsta skrá-
in yfir dána, sem náði yfir
1965—1967 er upp gengin hjá
forlaginu eins og þar stendur.
Krafla í sókn
Sú fræga Kröfluvirkjun
skilaði stórum meiri orku í
fyrra en árið þar áður. í árs-
lok 1981 var afl hennar komið
í 14 megawött, en orkuvinnsl-
an allt árið varð 82.478 mega-
wattstundir. Lætur nærri að
Kröfluvirkjun svari nú til
Ljósafossvirkjunar að afli og
orkuvinnslu. Upphaflega átti
hún hins vegar að verða
fjórum sinnum stœrri — og
verður það ef til vfll einhvern
timann, ef þjóðfélagið endist
til að borga boranir og velta
öllum stofnkostnaöinum
áfram og upp á við. Virkjunln
skilar í tekjum aðeins fyrir
daglegum rekstrarkostnaði.
Afl allra rafstöðva á
landinu var um síðustu ára-
mót 780 megawött og orku-
vinnsla þeirra í fyrra samtals
3.271.724 megawattstundir.
Umsjón: Herbert
Guðmundsson.
Máégsjá, máégsjá
Þeir voru hressir krakkarnir úr Fellaskóla sem heimsóttu
okkur á DV einn rigningardaginn nýlega. Skodudu þeir
húsakynni ritstjórnarinnar í krók og kima. Ekki vöktu
blaðamenn að störfum neinn sérstakan áhuga þeirra. Hins
vegar framkallaði framköllunarherbergið mestu spennuna.
Sérstaklega voru þeir hrifnir af rauða Ijósinu. Á myndinni
er útlitsteiknarinn okkar, hann Pétur Magnússon, að sýna
þeim hvernig hann teiknar blaðið. „Má ég sjá, má ég sjá, ”
heyrðist þá víða.
JGH/DV-mynd Þó. G.
Sendibréf Jónasar
f rá Hriflu gefin út
Sú hugmynd hefur komiö upp að gefa
út úrval sendibréfa Jónasar Jónssonar
frá Hriflu. Er.útgáfan í tilefni 100 ára
afmælis Jónasar 1. maí 1985. Hann
skrifaði fjölda bréfa og stóð í bréfa-
sambandi við marga um allt land í ára-
itugi. Utgefendur telja að í bréfum hans
jsé að finna heimildir um Jónas og sam-
Eru þeir sem kunna að hafa bréf frá
Jónasi i fórum sínum beðnir að
tilkynna það einhverjum eftirtaldra
manna: Aöalgeiri Kristjánssyni, Þjóö-
skjalasafninu við Hverfisgötu, Jónasi
Kristjánssyni, Arnastofnun eða Sig-
urði Steinþórssyni, Kaplaskjólsvegi
107, Reykjavík.
Dregið i ferðagetraun
— sem birtist í f erðablaði DV
Dregið hefur verið úr réttum úr-
lausnum í Ferðagetraun f jölskyldunn-
ar um Vesturland, sem birtist í ferða-
blaöi DV laugardaginn 26. júní 1982.
Eftirtaldir hlutu vinning:
1. Tveggja daga dvöl fyrir tvo á Sum-
arhótelinu Laugum í Sælingsdal:
Gunnar Guömundsson
Flúðaseli63
109Reykjavík
2. Matur fyrir fjóra á Veitingahúsinu
Stillholti á Akranesi, ásamt skoðun-
arferð um Akranes og ferð meö
nýju Akraborginni milli Akraness
og Reyk ja víkur og aftur til baka:
ÁstaGuörún Pálsdóttir
Skúlagötu 9
310 Borgames
3. Tveggja daga dvöl fyrir tvo á Hótel
Stykkishólmi:
Einar Gíslason
Hh'ðartúni 2
Homafirði
780 Höfn
4. Tveggja daga dvöl fyrir tvo á Hótel
Borgarnesi:
Bergþóra J óhannsdóttir
Hh'öargötu38
245 Sandgeröi
5. Tveggja daga dvöl fyrir tvo á Hótel
Edduí Reykholti:
Þóra Sigurðardóttir
Silfurbraut9
Hornafirði
780Höfn
Auglýsendur
i athugid!
Þeim fyrirtœkjum og verzlunum, sem þurfa
ad auglýsa þjónustu sína eða vörur fyrir
verzlunarmannahelgi, er bent á, að síðasta
blað fyrir helgi er föstudaginn SO.júlí.
Auglýsingum eða handritum þarf að skila á
auglýsingadeild DV, Síðumúla 33, eigi síðar
en fyrir kl. 17.00 miðvikudaginn 28. júlí.
ATH: fyrsta blað eftir verzlunarmannahelgi
kemur út þriðjudaginn 3. ágúst og þurfa aug-
lýsingar í það blað að hafa borizt fyrir kl. 17
fimmtudaginn 29. júlí.
Góða helgi!
AUGLÝSINGADEILD
I
I
Síðumúla
Sími 27022