Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1982, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. JtJL! 1982.
Verð á þremur kjötréttum á sex veitingahúsum athugað:
Að meðaltali 42% mismunur
á hæsta og lægsta verði
Fyrir 250—300 krónur má fá úrvals-
kjötrétt á þeim veitingahúsum borgar-
innar sem vínveitingar hafa. Þetta eru
niðurstööur lítillar könnunar sem DV
gerði á verði á turnbauta, piparsteik
og kjúklingum á sex veitingastöðum í
Reykjavík; Aski, Esjubergi, Naustinu,
Lækjarbrekku, Torfunni og Rán. Tölu-
verður munur, eða að meðaltali 42%,
er á verði milli þess staðar sem er
ódýrastur og þess sem dýrastur er.
Þannig var piparsteik 59% dýrari á
Naustinu en á Aski, kostaði 315 kr. á
fyrrgreinda staðnum en 198 kr. á þeim
síðamefnda. Tumbauti kostaði 305 kr.
á Naustinu en 212 kr. á Aski. Mismunur
44%. Loks kostaði kjúklingur 169 kr. á
.Esjubergi en 210 kr. á Lækjarbrekku
ogNaustinu. Mismunur þar var24%.
Aðeins var kannað verð á þeim stöð-
um sem í svipuðum klassa má telja og
á öllum stöðunum eru vínveitingar,
a.m.k. á kvöldin og þjónað til borðs.
Ekki var kannað verð á dýrari stöðum,
eins og t.d. Amarhóli, Hótel Holti og
Grillinu á Hótel Sögu.
Samanburðurinn verður greinileg-
astur á eftirfarandi töflu.
Tekið skal fram að turnbauti er ekki
á matseðlinum á Esjubergi. Þá er
aöeins hægt að fá bamaskammt af
kjúklingi á Torfunni og kostar
skammturinn93kr.
Yfirleitt er borið fram með tum-
bautanum og piparsteikinni bakaðar
kartöflur (eða franskar), grænmeti,
salat, sósa og sveppir, en áberandi er
að meira er lagt í matinn á dýrari stöð-
unum. K júklingurinn var matreiddur á
svipaðan hátt á öllum stöðunum, enda
munar minnstu á verði á kjúklingum á
milli staða.
-SA.
Askur Lækjarbr. Torfan Rán Naust i 3sjub.
kr. kr. kr. kr. kr. kr.
Piparsteik 198 276 262 284 315 217
Turnbauti 212 295 257 259 305 —
Kjúklingur 178 210 - 190 210 169
Minnsti verðmunnr var á miili staða á kjúklingamáitlðinnl eða 24%.
og viólegubunaó
fæióu í Sportval
Sportval
| Laugavegi 116 Sími 14390
HER MRDU PLÖTUNk-
oglátt’ana snúast
í LIST færðu plötur sem snúast. Pop — rokk — klassik — pönk
— jass — nýbylgja — country — þjóðlög — disco — íslenskar og erlendar.
Semsagt hjá okkur færðu allar þessar svörtu, kringlóttu með gatinu á, þú
veist. Og ekki má gleyma límmiðunum sem fylgja með í kaupunum. Kíktu inn
og hlustaðu á úrvalið, við erum líka með toppgræjur —
Goodmans — SME — Revox — QUAD —
Sendum í póstkröfu samdægurs.
Hljómplötuverslunin
usr
Hverfitónar
Miðbæjarmarkaöurinn
Aðalstræti 9 101 Reykjavík
sími 22977
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur