Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1982, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1982, Blaðsíða 33
DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. JULI1982. 33 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Einn fagran sumardag var lögreglan kvödd á Neshagann og beöin um aö aö- stoöa móður sem var í sjálfheldu með börnin sin sjö. Þar var andamamma á ferð ásamt ungum sinum. Hún hafði verið í djúpum gaggræðum við aðra önd og þvi gengið stefnulaust eitthvað út í buskann. Það þýddi ekkert fyrir ungana að andæfa þegar þeir urðu þess varir að mamman fór villur veg- ar. Hún hlustaöi ekki á þá þar sem hún var að kryfja vandamál andasamfé- lagsins til mergjar. En þegar hún kvaddi vinkonu sína varð henni ljóst aö hún haföi villzt. Andamamma varð skelfingu iostin. Hvað átti hún aö gera? Hún var orðin rammvillt og ungarnir enn ófleygir. Allt í einu sér hún risastór s vört og hvít flykki gína yfir sér og börnum sínum. „Nei, ég læt sem ekkert eé. Freker feil ég með þeirri sæmd og virðingu sem öndum einum ergefín." „Komtð þið unger, gefum þeim bera iangt nef." « ... * • ** aw p'-i ri,: -• Sumarid vekur upp vissar tilfinningar manna og málleysingja, sem engar sögur fara af. Þær skyra sig sjalfar hvert sem litid erf DV-myndir: Valur Jónatansson, Isafirði. ,, Vlð erum hóipin. Andamamma rak upp skaöræðis gagg og kallaði til unga sinna „hlaupið þiö i guðanna bænum. Við erum umkringd af óvini okkar svartbaknum.” Ungam- ir reyndu að fylgja móður sinni eftir en fætur þeirra voru litlir og skrefin því stutt. Andamamma strammaði sig af og hugsaði sem svo: „Kannski að svart- bakur hypji sig ef ég læt sem ég kippi mér ekkert upp við þetta.” Hún herti upp hugann, kallaði til unga sinna og baö þá um aö fylgja sér. Hnakka- kert gekk hún svo áfram en svartbak- ur fylgdi á eftir. Þessi langa gönguferð virtist aldrei ætla aö taka enda. Svart- bakur stýrði gjörsamlega ferðinni og andamamma hélt að hann væri i leikn- um „köttur og mús” þar sem svart- bakur ýmist tölti i humátt á eftir þeim eða stökk fram fyrir þau. Skyndilega sá andamamma tjömina fyrir framan sig. „Ef við komumst þangað er okkur borgið” hugsaði anda- mamma. Hún hraöaöi sér aðeins og ungamir tistu vesældylega. En þau sluppu heilu og höldnu og nú hefur andamamma þessi verið sæmd heiðursorðu andasamfélagsins. Eða eins og Steggur forseti oröaði það: „Á meðan slíkar hetjur em á meöal vor er samfélag okkar ekki í hættu.” •EG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.