Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1982, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGÚR 27. JtJLl 1982. fótnum. Þar sem ég er áskrifandi tveggja blaöa, les ég þau yfirleitt spjaldanna á milli til að fá sem mest fyrir aur- ana, eins og það er kallað, og fer því oft fyrir mér líkt og ágætum frænda mínum sem borðaði yfir sig af skyri, sumarkvöld nokkurt fyrir fáum ár- um, þar sem hann taldi að skyrið myndi ekki geymast óskemmt til morguns. Frændinn fékk aö sjálf- sögðu í magann og skilaði því skyr- inu fyrr en dagur rann og lærði af reynslunni. Við sem kaupum og les- um blöðin lærum hins vegar aldrei af mistökum okkar og erum því haldnir þeim kvilla sem nefndur hefur verið eilifðarniðurgangur og þótt hann sé nógu slæmur í sjálfu sér er hitt þó verra að við skulum borga fyrir hann. Blaðamenn kalla þaö gúrkutíð þeg- ar þeir skrifa leiðinleg blöð og eru svo mjög í öngum sínum yfir frétta- leysi að þaö liggur við að þeir biðji okkur vinsamlegast að ganga fyrir strætisvagn eða hoppa á öðrum fæti hringinn í kringum landið og til baka svo að þeir hafi eitthvaö til aö skrifa um. Þótt okkur sé vel við blaöamenn og við viljum flest fyrir þá gera eru takmörk fyrir öllu. Á hinn bóginn get ég bent þeim á að úti á landsbyggð- inni er alltaf eitthvað að gerast sem fréttnæmt má teljast og þeir ættu að geta skrifað um ef símtólið er ekki svo rækilega gróið við eyrun á þeim að þeir komist ekki lengra en snúran leyfir. Að vísu má segja þeim til hróss að þeir fylgdust nokkuð grannt með því þegar 29 atkvæði voru talin í Geit- hellnahreppi i síðarliðnum kosning- um og einnig vitum við nú, fyrir þeirra tilstilli, allt um bátarall, rall í kross og svo auövitað hitt rallið sem er víst ekki í kross. Þeim er sem sagt ekki alls vamað. En þrátt fyrir það vona ég að gúrkutíð fari aö ljúka og uppskeran að koma í ljós. Gengisfall er fararheill Þessa dagana er varla um annað meira talað en gengisfellingu, þótt við þurfum, trúi ég, fremur á ýmsu öðru að halda. Að vísu er ég hvorki togari né útgerð og kynni álit mitt á gengisfalli að breytast ef ég væri þetta tvennt, hins vegar er ég hús- byggjandi, fyrir utan það að vera símnotandi um allt land, og við sem byggjum hús getum hæglega komist af án verðhækkana. Mér datt til dæmis í hug, um daginn, að grennsl- ast fyrir um það hvað ein svalahurð Benedikt Axelsson c kostaði og var mér sagt að verðið væri um það bil fimm þúsund krón- ur. Þótt það sé kannski ekki hátt mið- að við verð á tannstönglum var ég fljótur að reikna út að tvær slíkar hurðir myndu kosta jafn mikið og mánaðarlaunum mínum nemur. Þar sem svalahurðir munu ekki beint fysilegar til átu sá ég ekki betur en ég yrði að vera án hurðanna um ófyrirsjáanlega framtíð þar sem matur kostar líka peninga þrátt fyrir viðleitni ríkisstjómar aö borga hann fyrir okkur. Ekki datt mér í hug að fá lán í banka því að þeim hefur loks tekist aö afsanna kenninguna um að það eyðist sem af sé tekið. Því oftar sem ég borga af mínum lánum, þeim mun hærri verða þau og þótt grand- varir menn segi mér að lánin hækki í rauninni ekki neitt heldur haldi verð- gildi sínu gerir það mér einhverra hluta vegna ekkert auðveldara fyrir við kaup á svalahurð. Af þessum ástæðum, og ýmsum fleiri, er ég hlynntur kosningum í haust og legg jafnframt til aö ríkis- stjómir sitji svipaðan tíma og þaö tekur þær aö gera þrjár gengisfell- ingar, því að það hlýtur að vera ja&i þreytandi fyrir þær að stjóma með gengisfellingum einum saman og það er fyrir okkur að lesa um þær í blööunum, jafnvel þótt við gemm það með fótnum. Kveðja Ben. Ax. • . .og legg jafnframt til að ríkisstjómir sitji svipaðan tíma og það tekur þær að gera þrjár gengisfellingar...” Vilmundur Gylfason sterk. Það eiga aö vera til staðar stöðugar upplýsingar. Og umfram allt, þeir sem versla, og fara þannig með mikið vald, mega ekki gera verðsamsæri. Yfirstjóm verðlags- mála á að koma í veg fyrir slíkt, og taka hart á málum. Dæmi um svindl Mjólkursamsalan í Reykjavík og Kjöris framleiða afar góðan is, gamalis, sem er framleiddur i tíu lítra pakkningum. Ef við kaupum slikan ís í verslunum, þá er hann tek- inn með þar til gerðri skeið upp úr pakkningunum, og afgreiddur sem kúlur í kramarhúsum. Þetta er af- bragðsvara. Verðlagningunni háttar hins vegar svo, aö ef viö kaupum eina kúlu í kramarhúsi, þá kostar hún 14 krón- ur. Ef við kaupum hins vegar tvær kúlur, þá kostar það 17 krónur. I ljós kemur einnig að þessi verð- lagning er hin sama í allri smásölu, hvort sem framleiðandinn er Mjólkursamsalan í Reykjavík eða Kjörís, og hver sem smásalinn er. Það er augljóst aö þetta eru saman- tekin ráð. Með öðrum orðum, lög um samkeppnishömlur og óréttmæta viöskiptahætti eru brotin. Eg var staddur í ágætri ísbúð ekki alls fyrir löngu og keypti tvo ísa í kramarhúsi. Verðið var sett upp, 28 krónur. Allt í lagi meö það. Eg spurði stúlkuna hvort fólk gerði engar at- hugasemdir við þessa furðulegu verölagningu. Jú, hún kannaöist við það. Svo sagði hún mér, að fólk væri farið að leika svolítiö á kerfið. Fólk sem hefði mörg börn, keypti kannski tvær kúlur, og greiddi fýrir 17 krónur. Síðan bæði fólk um auka kramarhús. Þaö kostaði 50 aura. Síðan færði það ískúlur á milli. Þann- ig greiddi það 17 krónur og 50 aura fyrir tvo ísa, í staöinn fyrir 28 krón- ur. Eg spurði hana hvort verslunin hefði verið aö hafa 10 krónur og 50 aura, 1050 gamlar krónur af mér, vegna þess aö ég hefði ekki athugað að plata verslunina. Jú, hún kvað svo vera. Stolið af fólki Þetta er lítið dæmi um veruleika í verðlagningu. Þetta mál er afar ein- falt. Hér er stolið af fólki og það sem verra er, neytendur þessarar vöru eru í flestum tilfellum böm. Þaö er ennfremur augljóst að íssmásalar hringja sig saman og ákveða þetta verð, sem er svo absúrd, að það get- ur ekki verið í nokkrum tengslum við framleiðslukostnað. Það er ekki nokkur leið að færa fyrir því skyn- samleg rök, að fyrri ískúla skuli kosta 14 krónur, 1400 gamlar krónur, en sú siöari sem er nákvæmlega eins að öllu leyti, 3 krónur. Þetta er hins vegar dæmi um verð- lagningu, eins og hún hefur þróast eftir myntbreytingu, verðlagningu á smáum varningi, sem þess utan er ákveðin með samráðum, sem frekar ætti að kalla samsæri, og þar sem neytandinn, við þær þjóöfélagsaö- stæður, sem við búum við, virðist vera gersamlega varnarlaus. Og það skal endurtekið, að að lang- mestu leyti eru þessir neytendur börn. Hroðaleg saga Mér finnst þetta vera hroöaleg saga. En vandinn er sá, aö þetta er ekkert einsdæmi. Verðlagsmál virðast vera að meira eða minna leyti í molum. Þessi vandi, sem að verulegu leyti má rekja til verð- bólgu, og þeirrar staðreyndar, að neytendur eru við slíkar aðstæður verr í stakk búnir til þess að gæta réttar síns, magnaðist margfalt eftir myntbreytinguna svokölluðu. I kjölfar myntbreytingarinnar skapaðist ástand, þar sem i reynd hefur verið framinn skipulagöur þjófnaður af neytendum. Við þetta bætist, að í landinu situr verölagsmálaráöherra, sem er góð- ur í golfi, en hefur engan áhuga á verðlagsmálum. Myntbreytingin, og verðlagningin á smávamingi, sem í kjölfarið fylgdi, og hér hefur veriö tekiö dæmi af, hefði ekki orðiö það reginhneyksli, sem raun ber vitni, ef yfirstjórn verðlagsmála hefði verið ákveðnari og betri. Vera má að Tómas Árnason haf' engan áhuga á ís. En hann ætti að hafa áhuga á is. Þá væri hann ekki svo afleitur ráðherra sem raun ber vitni. Vilmundur Gylfason. A „í kjölfar myntbreytingarmnar skapaðist ^ ástand, þar sem í reynd hefur verið fram- inn skipulegur þjófnaður af neytendum,” segir Vilmundur Gylfason og nefnir verðlagningu á is. UM „BOTNLAUST ÓRAUNSÆT’ FJÁRMÁLARÁÐHERRA þegar ákvarðanir voru teknar um erlendar lántökur í ár hafði fjár- málaráðherra enga hugmynd um þá þróun, sem hann segir um þrem mánuðum seinna að við séum „óneitanlega aö sökkva á kaf í iskyggilega skuldasöfnun.” Hver var að tala um „botnlaust óraunsæi”? „Safnar ríkissjóður ekki skuldum "? Það sem einkennt hefur öðru frem- ur þróun rikisf jármála í heild undan- farin ár eru stórfelldar skatta- hækkanir og jafnframt lántökur. Séu tekin einstök dæmi hafa bensínskatt- ar hækkað gífurlega undanfarin ár að raungildi. Sáralítið af því fé fer til vegaframkvæmda en á hinn bóginn hafa lántökur verið stórauknar. Lán á lán ofan eru tekin til ýmissa fjár- festingasjóða í stað framlaga úr ríkissjóði sem skorin hafa verið niður. Sá niðurskurður hefur verið nýttur til aukinna eyðsluútgjalda ríkissjóðs. Sé einvörðungu litið á svo- kallaðan A og B hluta ríkissjóðs sést best á meðfylgjandi mynd hversu lánsfé til þess að f jármagna ríkisút- gjöld hefur farið vaxandi í hlutfalli við heildarráðstöfunarfé ríkissjóðs. „Ríkissjóður safnar ekki skuldum”. Hver var að tala um „botnlaust óraunsæi”? Er staða ríkis- fjármáia góð? Stefna ríkisstjómarinnar í efna- hagsmálum hefur valdið því að árið 1981 varð meteyðsluár í íslensku þjóðlifi og það sem af er árinu 1982 hefur það eyðslumet enn verið bætt til muna! Þetta má m.a. lesa í for- síðufrétt Þjóðviljans 27. janúar sl. Þar segir orðrétt: „Nú þegar tölur eru að berast um innflutning á hvers konar neysluvamingi á sl. ári kemur í ljós að þar hafa verið sett met á flestum sviðum.” Enn heldur þessi eyðsluflóðbylgja áfram að aukast. I Tímanum hinn 20 júlí s.l. er sagt frá því að gjaldeyrissala hafi aukist í júní um 30% frá meteyðsluárinu í fyrra. I nýútkomnu riti Þjóðhagsstofnun- ar um þjóöarbúskapinn í ár segir svo orðrétt: „Góða afkomu ríkissjóðs má einvörðungu rekja til mikillar veltu fyrstu mánuði ársins og eink- um til mikils innflutnings.” Ríkis- fjármálin hafa baldist í formlegu jafnvægi með gifurlegri skattahækk- un, stórauknum lántökum og síðast en ekki sist óhemjulegri eyöslu og innflutningi sem valda stórfelldum halla við útlönd og að við erum að „sökkva í ískyggilega skuldasöfnun” erlendis. Er þetta góð staða ríkis- fjármála? Hver er sá fjármálaráð- herra sem hælir sér af því en talar LárusJónsson um „botnlaust óraunsæi” hjá öðrum? Lárus Jónsson alþingismaður. „Ríkisfjármálin hafa haldist í formlegu ^ jafnvægi með gífurlegri skattahækkun, stórauknum lántökum og síðast en ekki sist óhemjulegri eyðslu og inntlutníngi...,” segir Lárus Jónsson í grein sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.