Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Side 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 29. JULI1982. óskar eftir blaðburðarbami í Sand- gerði (norðurbæ) í einn mánuð. Uppl. hjá umboðsmanni, Þóru Kjartansdóttur, sími 92-7684. PANTANIR SÍMI13010 HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. óskar eftir blaðberum strax víðs vegar um Kópavog Uppl. á afgreiðslu, Þverholti 11, sími 27022. J Regnfatnaður á alla fjölskylduna Vindþéttir trimmgallar Allar stærðir. Úrval af stígvélum. Verð frá kr. 195,00. Höfum flestan fatnað fyrir Póstsendum um land allt. SJÓBÚÐIN Grandagarði 7 — Reykjavík. Sími 16814 — Heimasími 14714. Verð frá kr. 2.430,- Einkaumboð á íslandi. SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN HF. Siðumúla2 simi 39090 ann ^íaiiaj ,t y AUDIOLINE Frá Þorlákshöfn. Hún var önnur löndunarhæsta höfnin á siðustu vertíð og þess vegna „bráðnauðsynlegt að halda hennl í lagi,” eins og Kristján Andrésson, hafnarstjóri, orðaði það í samtali við fréttamann DV. Hættunni boðið heim ef ekki verður að gert: Herjólfur varó að bíða á annan tíma vegna grynninganna —auk Herjólf s hafa togarar og varðskip tekið niðri í innsiglingunni í Þorlákshöfn „Við erum mjög óánægðir. Grynningarnar fyrir utan höfnina eru orðnar svo miklar að það er hættulegt ef eitthvað er að veðri,” sagði Ölafur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri Herjólfs, í samtali við fréttamann DV um innsiglinguna í Þorlákshöfn. Olaf ur sagði að Her jólfur hef ði orð- ið að bíða á annan tíma síöastliðinn föstudag vegna þess hve mikill sand- ur hefur borizt fram meö hafnar- garðinum í Þorlákshöfn. „Þegar hálfflætt er þarna þá rótar Herjólfur upp sandi,” sagði Ölafur og bætti því við að sama gilti um tog- ara og stærri báta. Kristján Andrésson, hafnarstjóri í Þorlákshöfn, sagði í samtali við. fréttamann DV að svolítið ókyrrt hefði verið síðastliðinn föstudag, en ástandiö hefði þó ekki verið verra en það að margir bátar sigldu inn i höfn- ina. „Ef hins vegar ekkert yrði gert þá kæmi upp sú staða að stærstu skip þyrftu að bíða á háfjörunni,” sagði Kristján. Hann sagði að von væri á nokkurri úrbót á næstunni þar sem nokkurt fé hefði fengizt utan við fjárlög til að hreinsa upp sandinn. „Það þyrfti að hreinsa á tveggja til þriggja ára fresti,” sagði hann. Nú eru liðin sjö ár síðan síðast var hreinsað. Kristján sagði að Herjólfur hefði tekið þarna niðri í vor og togarar og varðskip hefðu einnig tekið þama niðri. „Þetta er hættulaust þegar gott er veður, en ófært að vetrar- lagi,”sagðihann. „Það er vel hægt að halda þessu í lagi. Gallinn er sá að Hafnarmála- stofnunin hefur ekki viðurkennt þessa þörf,” sagði Kristján. Hann sagði að höfnin yrði dýpkuð nokkuö í ágúst en ekki á fullnægjandi hátt vegna 'þess að nægir peningar hefðu ekki fengizt. Kristján benti á að Þorlákshöfn hefði verið önnur löndunarhæsta höfnin á síðustu vertíð, næst á eftir Grindavík og því mætti ljóst vera aö bráönauösynlegt væri aö halda henni í lagi. „Þetta verður engin endanleg lausn núna. Það þarf að fylgjast vel með þessu. En það hefur gengið þunglega að fá Hafnamálastofnun- ina til að viðurkenna þörfina. Viö erum búnir að biðja um þetta í þrjú ár,” sagði Kristján Andrésson, hafnarstjóri í Þorlákshöfn aö lokum. -GAJ. BÆ J ARSTJ0R ASKIPTI ÁKVEÐIN Á AKRANESI — Ingimundur Sigurpálsson tekur við af Magnúsi Oddssyni Nýr bæjarstjóri var kosinn á fundi bæjarstjómar Akraness í gærmorgun, eins og DV skýrði raunar frá í gær. Ingimundur Sigurpálsson hlaut fjögur atkvæði sjálfstæðismanna og eitt at- kvæði alþýðuflokksmanna, en aðrir sátu hjá. Ingimundur tekur við bæjar- stjórastöðunni af Magnúsi Oddssyni, sem hefur gegnt henni um nokkurt ára- bil. Eftir kosningar í vor tókst áfram- haldandi meirihlutasamstarf þriggja flokka, en framsóknarmenn voru áfram einir í minnihluta. Á bæjar- stjómarfundinum í gær kom strax í ljós, að ágreiningur hefur verið innan meirihlutans um ráðningu bæjar- Jónersonur Sigurðar I frétt DV í gær um atvinnuhorfur byggingamanna á Akureyri, var með- ai annars rætt við formann atvinnu- málanefndar bæjarins. Sá var sagður heita Jón Sigurðsson, sem í sjálfu sér teldist allt í lagi ef rétt væri. Maðurinn er nefnilega Sigurðarson, sem óneitan- lega er eftirminnilegra. Er beðist velvirðingar vegna þessa. -JB. stjóra. Sjálfstæðismenn og alþýðu- flokksmenn lögðu fram tillöguna um Ingimund. Fulltrúi Alþýðubandalags í samstarfinu lagði þá fram breytingar- tillögu um að velja Rúnar B. Jóhanns- son endurskoðanda. Sú tillaga varfelld með 5 gtkvæðum gegn 4. Auk alþýðu- bandalagsmannsins greiddu fram- sóknarmennirnir þrír Rúnari atkvæði sín. Að svo búnu var aöaltiliagan um Ingimund borin upp og samþykkt sem fyrr segir með 5 samhljóða atkvæðum. Við umræður á fundinum skýrði fuU- trúi Alþýðubandalagsins, EngUbert Guömundsson, svo frá, að hann tæki ekki á þeim fundi afstöðu tU frekari þátttöku bandalagsins í meirihluta- samstarfinu. Félagsfundur myndi fjaUa um það mál. En samkvæmt heimildum DV eru aUt eins Ukur á að Alþýðubandalagið beygi sig undir vilja samstarf sflokkanna. Umsækjendur um embætti bæjar- stjóra voru 10, þar af óskuöu 6 nafn- leyndar. Um helzta keppinaut kjörins bæjar- stjóra er það að segja, aö hann er fuU- trúi fjármálaráðherra í stjórn Flug- leiða hf. Nýi bæjarstjórinn á Akranesi, Ingi- mundur Sigurpálsson, er þrítugur Reykvíkingur, viðskiptafræðingur að mennt og starfar nú í Framkvæmda- stofnun ríkisins. Kona hans er HaUveig HUmarsdóttir og eiga þau hjón tvo syni- HERB. Nýl bæjarstjórinn á Akranesi, Ingi- mundur Sigurpálsson, á skrifstofunni sem hann yfirgefur nú i Fram- kvæmdastofnun ríkisins. DV-mynd: GVA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.