Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Page 15
DV. FIMMTUDAGUR 29. JULI1982.
15
Árbók Akur-
eyrar 1981 er
komin út
Hjá Bókaforlagi Odds Björns-
sonar er nýútkomin Árbók Akureyr-
ar áriö 1981 og er þaö annar árgang-
ur bókarinnar.
Arbók Akureyrar er 216 blaðsíður
og mikill fjöldi ljósmynda af flestum
helztu atburðum á Akureyri árið 1981
er í bókinni, alls yfir eitt hundrað
myndir. \
Ritstjóri bókárinnar er Guðbrand-
ur Magnússon blaðamaður.
I Arbókinni eru fréttir sem tengj-
ast Akureyri raktar í timaröð, en
einnig eru í bókinni greinar um ýmis
málefni sem hátt bar á árinu. Þar
eru m.a. greinar um verkmennta-
skóla, fjallaðerumlaunadeilufóstra
við bæjaryfirvöld, greint er frá
undirbúningi kvennaframboðsins,
sagt frá biskupskosningu séra Pét-
urs Sigurgeirssonar og prests-
kosningum sem fylgdu í kjölfarið. I
kafla um atvinnulífiö er greint frá
rekstri Slippstöðvarinnar, skýrsla
um sjávarútvegsfyrirtæki í bænum,
vikið er að verzlunarmálum, iönaði
og sérstök grein er um samvinnu-
hreyfinguna. I menningarkaflanum
er t.d. sagt frá tilraun á útgáfu ópóli-
tísks fréttablaðs, undirbúningi þess
að stofna útibú Ríkisútvai psins á
Akureyri, taldar eru upp allar bækur
sem út komu á Akureyri, leikdómur
séra Bolla Gústavssonar í Laufási
um Jómfrú Ragnheiði er þarna, yfir-
lit myndlistasýninga og tónleika.
Sérstakur kafli er um íþróttir þar
sem vikið er að flestum greinum.
Einnig eru greinar um hesta-
mennsku, bridge og frímerkjasöfn-
un. Látinna Akureyringa er getið og
fleira sem of langt mál yrði upp aö
telja.
Þeir sem þess óska geta pantaö Ár-
bók Akureyrar frá Bókaforlagi Odds
Björnssonar á Akureyri.
Nýjar bækur
Stuttljóð eftir dr.
Svein Bergsveinsson
Stuttljóð eru skv. lýsingu höfund-
ar: .^máljóð, heimspekileg og
húmor, sem ekki ætti að bana nein-
um við lesturinn, þau eiga heldur aö
upplífga menn”. Sum ljóðanna hafa
birzt áður í tímaritinu Spegillinn,
sem Sveinn tengdist á árunum 1945—
53.
Meðal samstarfsmanna hans þar
var Halldór Pétursson. Halldór
myndskreytti bæði ljóð og greinar,
sem birtust eftir Svein. Fylgja
nokkrar af teikningum Haildórs ljóð-
um Sveins í þessari litlu bók.
Að sögn Sveins þá hefur danski
þúsundþjalasmiðurinn Piet Hein
haft sín áhrif á stuttljóðin.
Dr. Sveinn Bergsveinsson er fædd-
ur 23. okt. 1907 aö Aratungu í Hróf-
bergshreppi, Strandasýslu. Þriðji í
röðinni af 15 systkinum.
Hóf nám við MA 1927. Stúdent 1932.
Fór í Háskóla Islands 1932 og lauk
prófi í norrænum fræðum 1936. Hlaut1
styrk til náms í hljóðfræði við
Berlínarháskóia 1936—37. Fór til
Kaupmannahafnar 1937, skrifaði
doktorsritgerð um íslenzka setninga-
hljóðfræði (á þýzku). Lauk henni
1939 og var hún tekin gild til doktors-
varnar 1940 við Kaupmannahafnar-
háskóla. Sveinn hlaut doktorsnafn-
bót 1941. Starfaöi í Berlín 1941—44 er
hann veiktist af berklum. Kom
haustið ’44 til Vifilsstaða. Stunda-
kennari við MR 1946—47 og Gagn-
fræöaskóla Vesturbæjar 1946—48.
Starfaöi við Orðabók Ht og 1. hefti
Nýyrða 1948—53. Boðin staða við Há-
skólann í A-Berlín, starfaðifyrst sem
lektor en frá 1961 sem yfirprófessor
við norrænudeildina. Býr nú í A-
Berlin.
BIFREIÐA
SKEMMUVEGI 4
KOPAVOGI
SIMI 7 7840
KVERKSTÆÐIÐ
nostás
IGRJÓTGRINDURI
Á FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA |
Eigum á lager sérhannaðar grjót-
grindur á yfír 50 tegundir
bifreiða!
Ásetning á
staðnum
SERHÆFÐIRIFIAT 0G CITROEN VIOGERDUM
Ljósritum
\sant -
istundis
Ssekjunf
gendum
S
T
FJÖLRITUN
LJÓSRITUN
VÉLRITUN
jf ■» hji r 11
W 1 ** 1» w ■
-REYKJAVÍK - SIM124:
iiain
Sætaáklæði
í flestargerðirbíla.
Falleg - einföld - ódýr.
BENSÍNSTÖÐVAR
SKELJUNGS