Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Blaðsíða 23
DV. FIMMTUDAGUR29. JULl 1982.
mun klippa jafnóöum myndina um
leið og lokið er töku á hverju atriöi,
meðan maður hennar tekur til við hið
næsta.
Alain Levent er fæddur í París, 15.
september 1934, og er sonur eins af
fyrstu kvikmyndatökumönnum þar í'
iandi. Segist Alain hafa veríð stað-
ráðinn í að feta í fótspor föður síns
frá 13 ára aldri. Er hann var kall-
aöur til herþjónustu var hann svo
heppinn að vera skipaður við kvik-
myndadeild franska hersins þar sem
hann fékk tækifæri að æfa sig við
kvikmyndatöku. Að lokinni herþjón-
ustu fór hann að vinna sem aöstoöar-
maður við kvikmyndatöku og vann
með ýmsum þekktum leikstjórum
svo sem Truffaut (Les 400 coups) og
Chabrol (Le beau Serge).
Hann varð fljótt þekktur og var
orðinn yfirmaður kvikmyndatöku
innan við þrítugt. Árið 1964 vann
hann kvikmyndatökuverðlaunin i
Cannes (Grand prix de la photo)
fyrir myndina La Religieuse eða
Nunnan, sem byggð var á skáldsögu
Diderot. Leikstjóri þeirrar myndar
var Jacques Rivette og varð myndin
mjög vinsæi þrátt fyrir að De Gaulle
hafi látiö banna hana um tveggja ára
skeið. Sagt er að kona De Gaulle hafi
beöiö mann sinn um þaö því að
myndin réðst á Kaþólska kirkju, en
frú DeGaulle var mjög trúuð.
Við eina af myndum sínum hitti
Alain, Jacques Brél, en hann var
mjög frægur söngvari og leikari í
Frakklandi. Þeir urðu góðir vinir og
hjálpaði Brél Aiain að gera sína
fyrstu mynd sem leikstjóri. Sú mynd
fékk ágæta dóma en í þeirri mynd lék
komung stúlka, sem heitir Isabelle
Huppert, og er orðin fræg leikkona
bæði innan Frakklands og utan.
Einnig hefur Alain leikstýrt
nokkrum myndum fyrir sjónvarp.
Hvernig vildi til að þú ákvaöst aö
koma til Islands?
Alain: .JF’orstjóri Antenne 2
hringdi í mig og bauð mér að leik-
stýra mynd sem byggð yrði á skáld-
sögunni La traversée de l’Islande
eftir J.C. Barreau. Eg las bókina og
leizt vel á. Svo einkennilega vill til að
pabbi kom einhvern tíma til Islands
og gerði stutta mynd um Reykjavík.
Annars vissi ég lítiö um land og þjóð
og kom hér fyrst í mai 1980 til að
athuga staðhætti. Eg heillaðist alveg
af landinu og vissi þá að ég myndi
jafnvel fara lengra en bókin gerir í
lýsingum á hinu sterka og
einkennilega sambandi milli
mannsins og náttúrunnar. ”
Um hvað fjallar myndin?
„Hún segir frá hópi franskra
feröamanna, sem koma til tslands
illa undirbúnir, og ætla sér að ganga
þvert yfir landið. Þeir hafa litla
hugmynd um hvers vænta megi af
ferðinni og ferðin verður svaðilför.
Hópurinn einangrast og í þessu litla
þjóðfélagi magnast ástríður og
afbrýðl I hópnum eru 3 manneskjur
sem eru mest áberandi en landið
sjálft verður aöalpersónan; eins-
konar spegill fyrir hina og sýnir
þeirra innri mann. Aðalhlutverkin
eru í höndum Frederic de Pasquale,
sem er einnig höfundur samtala í
myndinni, Pierre Francois Pistorio
og Agnés Garreau. En ekki má
gleyma Islendingunum sem vinna
við myndina. Eiríkur Thorsteinsson,
sem stundar nám í kvikmyndagerð í
París, er aðstoðarmaður minn,
Filippus Pétursson, sem skipuleggur
ferö hópsins um landiö fyrir Ferða-
skrifstofu ríkisins og leikur einn af
ferðalöngunum og Friðrik Haralds-
son leikur íslenskan leiðsögumann.’ ’
Kona Alain, Ariane Broeglin, hefur
unniö við klippingar á myndum og
hljóðböndum síðastiiöin 10 ár. Hún
hefur klippt bæði fyrir kvikmyndir
og sjónvarp og hefur unnið með
ýmsum þekktum leikstjórum í
Frakklandi svo sem Tavemier
Hanin og Grangier.
Hvemig lærir maður að verða
klippari?
Ariane: „Nú eru skólar til þess en
ég lærði að klippa á vinnustofu. Síðan
vann ég við að klippa 6 stórmyndir
og fékk þá réttindi til aö hafa yfimm-
sjón með klippingu. Klipping er ekki
listgrein heldur handiön, að vísu
vandmeðfarin, en ekki list eins og til
dæmis leikstjórn.”
Hafið þið hjónin unnið saman
áður?
Ariane: „Við unnum saman í
fyrrasumar við gerð stuttrar
heimildarmyndar en þá voram við í
sömu borginni. Núna verð ég ein í
París að klippa þau atriði sem ég fæ
send héðan. Þó svo að við séum búin
að ræða mjög mikið um myndina er
þetta hættulegt og hver veit nema úr
verði skilnaður.”
Og hvenær verður svo myndin
sýnd?
Ariane: ,,Ætli hún verði ekki
tilbúin í byrjun desember og sýnd
fljótlega eftir þaö. Islenska sjón-
varpið fær að sýna hana endur-
gjaldslaust því það hefur lagt okkur
tiitæki.”
Ætlið þið að koma hingað aftur?
Alain: „Alveg ábyggilega. Við
hjónin höfðum einnig samvinnu við
gerð tvíbura sem eru 2 1/2 árs og
eiga eftir að koma hingað í frí.
Einnig langar mig til aö gera hér
mynd að vetri til. Eg kom hingað í
janúar síðastliðnum og hreifst mjög
af vetrarveðrinu. Hún á að heita eftir
algengasta orðinu í íslenska
útvarpinu ,,Skýjaö”.
-Sigríður Vigfúsdóttir.
Auóvitað
fær Stína dúkki
fiítttilEoben
en kiakkamir boma
1.085.-króntir!
( helgarferöunum okkar til Kaupmannahafnar í
sumar hugsum við sérstaklega um börnin. Tívolí,
dýragarðurinn og Bakkinn eru draumastaðir allra
krakka og fullorðinna raunar líka. Við bjóðum
þægilegt flug á föstudegi, gistingu á úrvals hótel-
um í herbergi með baði, ásamt morgunverði og
heimflug á mánudegi. Verðið er frá 4.254,- kr.
fyrir fullorðna en frá 1.085,- kr. fyrir börn 11 ára
og yngri í herbergi með foreldrum sínum og það
kostar ekkert að láta Stínu dúkku fljóta með.
Smellið þið nú krökkunum í strigaskóna og sjálf-
um ykkur í stellingar og drífið í að kaupa miða
strax því sætafjöldi er takmarkaður og ferðirnar
fyllast óðum.
Leitið upplýsinga hjá söiuskrifstofum Flug-
leiða, umboðsmönnum eða ferðaskrifstofun-
um. Farpantanir eru einnig teknar í síma
25100.
FLUGLEIDIR
Gott fólk hjá traustu félagi
Háð samþykki viðkomandi stjómvalda.