Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGOST1982.
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Umsjón:
Gunnlaugur
A.Jónsson
Sovét-
menn
heiðra
Honecker
sjötugan
Sovétríkin sæmdu í gær Erich
Honecker, leiðtoga A-Þjóðverja, titlin-
um „Hetja Sovétríkjanna” sem er
æðsta viöurkenning sem veitt er þar í
landi. Var þetta gert í tilefni af s jötugs-
afmæli Honeckers sem er í dag.
I persónulegu heillaskeyti lýsti Brés-
nef, forseti Sovétríkjanna, honum sem
sönnum vini Sovétríkjanna sem hefði
lagt mikiö af mörkum til að styrkja
vináttu og samstarf þjóöanna tveggja.
I frétt Tass-fréttastofunnar sagði að
viðurkenningin hefði verið veitt
Honecker fyrir öfluga þátttöku hans ,,í
baráttunni gegn nasismanum” og
framlag hans til „málefnis friðarins og
styrktar sósialismanum”.
Viðurkenning þessi er mjög sjaldan
veitt útlendingum en ráðamönnum í
Moskvu þykir Honecker vera vel að
henni kominn enda hefur hann verið
einn dyggasti stuöningsmaöur þeirra í
Austur-Evrópu í meira en áratug.
ÉTaylor
skorin
uppvið
krabba-
meini
Leikkonan, Elisabet Taylor, var
skorin upp við krabbameini í andliti
fyrirtveimur árum. Þetta kemurfram
í nýrri útgáfu minninga hennar.
Það var þingmaöurinn, John
Wamer, sjötti eiginmaður Taylor, sem
krafðist þess að hún færi til læknis.
Skurölæknir f jariægði síðan nokkrar
krabbameinsmyndanir við annað auga
hennar og nef. Liz Taylor hélt fyrst að
þetta væru freknur en þegar þær byrj-
uðu að stækka varö hún hrædd.
Uppskurðurinn skildi aðeins eftir
mjög lítil ör og að sögn skurölæknisins
var hér um að ræða skuröaögerð sem
f jölmargir gangast undir á hverju ári.
James
Stewart
lagður
inná
sjúkrahús
Kvikmyndaleikarinn kunni, James
Stewart, sem er 74 ára gamall, hefur
verið lagður á sjúkrahús i Los Angeles
til rannsóknar.
Talsmaður sjúkrahússins sagði að
Stewart, sem er stjama úr meira en 80
kvikmyndum, hefði verið lagður inn á
sjúkrahúsið síðastliðinn laugardag og
væri reiknað með að hann fengi að f ara
heim á ný innan fárra daga.
Talsmaðurinn vildi þaö eitt segja um
Stewart aö hann væri í rannsókn og í
athugun væri að breyta lyf jameðferð
þeirri sem hann hefur hlotið. Fyrir
tveimur ámm var Stewart lagður inn á
sjúkrahús í nokkra daga eftir að hann
kvartaöi undan óreglulegum hjart-
slætti.
Þegar Stewart var lagður inn á
sjúkrahúsiö á laugardaginn vom ekki
nema ellefu dagar liðnir frá því að
bezti vinur hans, leikarinn Henry
Fonda, lézt af völdum hjartabilunar.
Bruno Kreisky segist hafa f engið nóg af ísraelsmönnum:
„Stríðiö hefur kostað
ísrael alla samúð”
segir Kreisky og kveðst ekki f ramar taka þátt í neinum
málamiðlunartilraunum f Miðausturlöndum
Bmno Kreisky, kanslari Austur-
ríkis, sagði í blaðagrein, sembirt var
í gær að hann vildi ekkert hafa
frekar með Israel að gera eftir
innrás þeirra í Líbanon. Kreisky er
sjálfur gyðingur og tók á sínum tíma
þátt í fjölmörgum málamiðlunartil-
raunum alþjóöa samtaka sósíalista í
Miðausturlöndum.
Kreisky, sem var fyrstur leiðtoga
Vesturlanda til að viðurkenna PLO,
sagði að ekki kæmu til greina neinar
frekari málamiölunartilraunir af
hans hálfu enda hefði hann nú gerzt
dyggur stuðningsmaöur hinna
„ofsóttu” Palestínumanna eins og
hann orðaði þaö.
I greininni sem birtist í vestur-
þýzka tímaritinu Stern sagði Kreisky
meöal annars: „Israel er siðferði-
lega nakið. Leiðtogar þjóöarinnar
hafa nú sýnt sitt rétta andlit. ”
, JStríöiö í Líbanon hefur kostaö
Israelsmenn alia þá samúð og
stuðning sem þeim hefur hlotnazt á
siðustu áratugum.”
Kreisky sagði ennfremur að
heimurinn óttaðist brjálæði leiötoga
Israels sem treystu einungis á vopn
sín. ,,Ég vil ekki framar hafa neitt að
gera með þetta Israel,” sagði
Kreisky.
Kreisky sagði að það væri hörmu-
legt að það hefði þurft stríð í Líbanon
tU þess að PLO öðlaöist þá viður-
kenningu sem samtökunum hefði
veriö neitað um í friði. En hann bætti
því við að nú væri öUum ljóst að
samningaviðræöur yrði aö halda við
Yasser Arafat, leiðtoga PLO.
Kreisky kvaðst hér eftir hvenær og
hvar sem væri tala máli hinna of-
sóttu og kúguöu Palestínumanna.
Hann sagði ennfremur aö ef PLO-
menn væru skynsamir þá myndu
þeir halda sér frá öUum hryðju-
verkum. „Þeir veröa að reyna aö
viðhalda þeirri samúð sem þeir hafa
öölazt á liðnum vikum þar til Banda-
ríkjamönnum og ísraelsmönnum
verður ljóst að framhaldið getur ekki
orðið eins og hingað til. ”
Ola Ullsten, utanríkisráðherra Svíþjóðar og formaður Þjóðarflokksins, sést hér i hópi stuðningsmanna. Lif er nú að
færast i kosningabaráttuna í Sviþjóð enda tæpur mánuður í kosningar. Skoðanakannanir benda til að úrslit geti
orðið tvisýn þó flestar bendi þær til að jafnaðarmenn undir forystu Olofs Palme komist aftur til valda. Flokki Ull-
stens utanríkisráðherra er hins vegar spáð miklu fyigistapi.
Ronald Reagan:
Aðeinsítak-
markaðantíma
Reagan Bandarikjaforseti
hefur formlega skýrt bandariska
þinginu frá þvi að bandarísku
sjóliðarnir sem nú hafa gengið á
land í Beirút verði þar aðeins í
takmarkaðan tima.
Bandarisku sjóliðamir gengu á
land f Beirút i morgun til að taka
þar þátt i gæzlustarfi ásamt
frönskum, itölskum og libönskum
gæzlusveitum.
Frakkarláta
tækniútbúnað
afhendi
Vöruflutningaskip á leið til
Sovétríkjanna átti að leggjast að
landi í Le Havre i Frakklandi í
dag til að taka þar varahluti i
gasleiðsluna umdeildu frá
Siberiu til Evrópu. Frakkar hafa
ákveðið að hafa að engu bann
Bandarikjamanna við að tæknl-
útbúnaður frá bandariskum
dótturfyrirtækjum í Frakklandi
verði látinn Sovétmönnum í té.
I Bandarikjunum liefur dóm-
stóll úrskurðað að stjórninni sé
heimilt að gripa til refsiaðgerða
gagnvart fyrirtækjum sem brjóti
gegn banni bandarískra stjóra-
valda við að Sovétmönnum verði
látinn i té tækniútbúnaður til gas-
leiðslunnar.
I söludeild okkar aö Seljavegi 2 er góö aðstaöa til
aö skoöa og kynnast kostum Danfoss ofnhitastill-
anna, blöndunartækjanna og annari Danfoss fram-
leiöslu, sem stuölar aö beinum orkusparnaöi.
Tæknimenn Danfoss deildarinnar leiöa þig i allan
sannleika. »
Höganas fllsarnar eru þekktar fyrir gæöi. Nú er
gott úrval af fllsum. Einnig fllsaefni og verkfæri. í
sýningarkassanum sjáiö þiö ótal hugmyndir —
festar á litskyggnur, sem auövelda ykkur valiö á
Höganás flísum.
= HEÐINN =
SEUAVEGI 2, REYKJAVIK