Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Qupperneq 33
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGUST1982. 33 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið MARGT ER AÐ SJÁ Á AUSTFJÖRDUM Þessar ágætu myndir tók ljósmynd- ari DV fyrir stuttu er hann átti leið um Austfirðina. Var hann þá staddur í Vaðlavík sem er skammt frá Eskifirði. Berglind Þormóðsdóttir var svo væn að stilla sér upp fyrir framan mynda- vélina og óneitanlega lífgar hún mynd- irnar upp. Á annarri myndinni situr Berglind á rekaviðardrumbi. Fróðir menn telja hann langt að kominn og kvaðst einn telja að hér væri um að ræða furutré sem velkzt hefði í sjónum alla leið frá Síberíu. Hin myndin sýnir Berglindi á æva- fomri sláttuvél, sem vitaskuld er löngu hætt að nýtast eigendum sínum. En sjálfsagt hefur hún þótt mikið drauma- tæki hér fyrr á árum. Þó hafa sjálfsagt allir verið fegnir þegar ný tækni ruddi sér til rúms og „sjálfrennandi” sláttu- vélar komu til sögunnar. Þó hefur eflaust enginn verið eins ánægöur og vesalings hrossið sem mátti draga þetta um alls kyns ófærur, tímunum saman. -GSG. Eflaust befur hrossið sem draga þurfti þessa fornu sláttuvél verið fegið þegar ný t»rfmi kom til sögunnar DV-myndir: S. Reiðhjólakeppni i Garðabæ Reiðhjólaklúbbur Bindindisfélags ökumanna hélt reiðhjólakeppni fyrir krakka í Garðabæ fyrir skömmu. Var þetta önnur keppnin sem klúbburinn heldur í sumar. Þátttakan hefur verið með afbrigðum góð. Og greinilegt að ungmennin kunna að meta þetta fram- tak reiðhjólaklúbbsins. Enda finnst þeim fátt skemmtilegra en að setjast á bak fáki sínum og sýna listir sínar. Krakkarnir lögðu sig alla fram við að inna þrautimar sem bezt af hendi og var það mál manna að þeir hafi sýnt ótrúlega leikni í meðferð hjólanna. Fyrsta hjólakeppnin var haldin í Hafnarfirði og var greint frá henni í Sviðsljósinu. Sú þriöja fór fram í Kópa- vogi. I lokin verður haldin úrslita- keppni. Fjórir efstu úr forkeppnunum munu þar reyna meö sér. Sigurvegar- inn í úrslitakeppninni fær svo að verð- launum veglegt reiöhjól frá verzlun- inni Mílunni. -GSG. Eins og myndin sýnir var það ekki tekið út með sældinni að ljúka keppni. I braut- inni voru alls kyns forarvilpur. En keppendur létu það lítið á sig fá. Því miður vitum við ekki hvað börnin sáu þegar Ein- ar Óiason smeliti þessari ágætu mynd af. En greini- legt er þó að eitthvað athygiisvert hefur þar verið á ferð. Hver veit nema þau hafi séð fijúgandi furðu- hlut?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.