Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Blaðsíða 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGUST1982. Spurningin Drekkurðu mjólkurlaust kaffi? Pálína Guðlaiigsdáttir húsmóöir: Nei, þaö geri ég ekki. Finnst svart kaffi mun verra. En ég sleppi aö vísu sykr- inum. Bogi Eggertsson, hestamaöur með meiru: Hef hvorki mjólk né sykur út í kaffið. Finnst þaö best ef þaö er sterkt. Nei, ég drekk ekki mikið kaffi. Fer svona langt meö brúsann yfir daginn. Þuriður Yngvadóttlr, vinnur á Reykj- um í Mosfellssveit: Já, það geri ég. Finnst þaö tvímælalaust betra þannig. En ég sleppi sykrinum. Annars drekk ég ekki mikiö kaffi. Ólafía Aðalsteinsdóttir sjúkraliöið: Já, þaö geri ég. Þaö er miklu betra með mjólk út í. Eg veit ekki af hverju en ég hef alltaf drukkiö kaffi með mjólk út í. Hreinlega ekki vanist svörtu. Reyndar drekk ég ekki mikiö af kaffi, finnst þaö ekki nógu svalandi. Helga Heigadóttir húsmóöir: Já, oft- ast. En get vel verið án þess. Drekk minna kaffi en áður. Drekk kaffi helst ekki á kvöldin, því þá á ég erfiðara meðsvefn. Elías Jónsson lögregluvarðstjóri: Já, það geri ég. Gamall vani. Drekk helst ekki kaffi mjólkurlaust. Lesendur Lesendur Lesendur „UNDARLEGUR ERIU, VILMUNDUR” — segir Baldvin Þ. Kristjánsson um „hrottafengna og gífuryrta árásargrein Vilmundar á Friðjón” Baldvin Þ. Kristjánsson skrifar: Þegar ég fyrir nokkrum dögum var aö koma vestan af Snæfellsnesi barst mér á heimleiðinni fregn af því aö Vilmundur Gylfason hefði ráðist harkalega meö offorsi miklu aö Friö- jóni Guðröðarsyni, sýslumanni á Höfn í Hornafirði. Þetta þótti mér þá þegar leitt, og þó verra síðar, því til beggja manna hef ég taugar, þótt af ólíkum toga séu. Á sinum tíma, þegar Vilmundur óö hvaö f jörugastan berserksgang gegn „kerfiskörlum” og „möppudýrum” - og síður en svo aö ástæðulausu- var mér tíöum hugsaö til þess, aö ég vissiþó a.m.k. af einum sem sannar- lega félli ekki aö óhrjálegri lýsingu Vilmundar á embættismannakerfi dómsmálanna: Friðjóni Guðrööar- syni, sýslumanni þeirra Austur- Skaftfellinga. Eg hafði um alllangan tíma þekkt þann mann vel, og ég vissi aö fullkomnari andstæöa við andskota Vilmundar yröi vart fund- in. Eftir aö hafa svo sjálfur lesið hrottafengna og gifuryrta árásar- grein Vilmundar á Friðjón, fannst mér þessi uppákoma hatrömm og skil hvorki upp né niður í þankagangi og ósvífni þingmannsins og dóms- málaráöherrans fyrrverandi. Orð hans um framkomu sýslumanns í til- teknu máli ná ekki nokkurri átt og eru upp- og útblástur einn, greinar- höfundi til vansæmdar. Enda stríöa þau gegn þeim framkomnum opinber- um viöurkenningarorðum til Friö- jóns af einmitt sama umrædda til- efni, samanber „þakkir og stuðning” viö hann frá stjórn Blaðamannafé- lags Islands, frá 26. þm. Fjölmiöla- viðtölin í Skaftafeili vöktu athygli al- mennings vegna blátt áfram, hrein- skilinna og manneskjulegra tilsvara sýslumanns. Hér kvaö við nýjan tón. Þeir sem þekkja Friðjón Guöröö- arson vita best hversu óraf jarri öll- um sannleika dylgjur og getgátur Vilmundar í garð hans eru. Friöjón myndi aldrei vilja gera öðrum rangt til eöa særa, hvorki innlenda menn né erlenda. Sá maður hefur hjartaö á réttum staö og næga góðvild, dóm- greind og vitsmuni til þess að hlýða rödd þess. Friöjón er ósvikinn mann- vinur. Þaö er því mála sannast, hvemig sem á er litið, ef Vilmundi skánar ekki æðiskastið, að háttvirtir alþing- ismenn hafi öömm og þarfari hnöpp- um að hneppa, er þing kemur loksins saman, en að athuga möguleika á þvi að losa þjóðina viö stjómarformann Sýslumannafélags Islands. Og er Vil- mundur minn þess umkominn aö kasta fyrstasteininum? Verðbótahækkunin skert um rúmlega þriðjung Barskrifar: Aö undanförnu hefur gætt nokkurs misskilnings í umfjöllun fjölmiðla um væntanlega skeröingu veröbóta á laun. Til aö mynda hefur verið rætt um 2,9% skerðingu veröbóta þann 1. september og um 10% skerðingu þann 1. desember nk. Þetta er ekki rétt og skalþaðrökstutt nánar. Frá 1. maí sl. til 1. ágúst sl. hækkaöi framfærsluvísitalan um 11,8%. Verðbætur á laun þann 1. september ættu því að hækka um sömu hundraðstölu, ef ekki kæmu til á- kveðnir frádráttarliðir, svo sem sýnt er á eftirfarandi töflu: Frádráttarliöir veröbótahækkunar á laun þann 1/91982: Vegna hækkana búvöru 0,60% Vegna verðhækkunar áfengis og tóbaks 1/6 0,54% Vegna viöskiptakjararýmunar svk. Olafslögum 0,25% Sérstakurfrádráttur 2,90% Frádráttur alls 4,29% Hækkun verðbóta á laun hinn 1. september samsvarar því hækkun framfærsluvísitölu (11,8%) aö frá- dregnum ofangreindum frádráttar- liðum (4,29%), eða 7,51%. Hinn sérstaki frádráttur (2,9%) hér að ofan er tilkominn vegna bráða- birgðalaga ríkisstjómarinnar frá því fyrr í sumar í samræmi við kjara- samninga ASI og VSI frá sama tíma. Hér er um frádrátt aö ræöa en ekki hundraöstölu skerðingar. Miöað við UPPLYSINGAR UM HEIMA-BINGÓK) Haraldur Haraldsson, framkvæmdar- stjóri Heimabingósins, skrifar: Þátttakendur i Heimabingóinu hafa velt vöngum yfir því af hverju ekki eru jafnmargar tölur dregnar út í hverri viku í bingóinu. Sumir hafa jafnvel haldið aö ef fáar töiur eru dregnar út komi fáir vinningar. Hvaö snertir fyrstu umferðina í heimabingólinu skiptust vinningar á seldar bingó- blokkir þannig: Vikuna 21/6—26/6 Vikuna 28/6 —j3/7 Vikuna 5/7—10/7 Yikuna 12/7—17/7 Samtals Það hefur borið á því að þátt- takendur hafi merkt við útdregnar tölur á alla fjóra seölana í blokkinni. Þannig að þegar fyrsta vikan er búin hafa allir seðlarnir veriö útkrossaðir. Þetta er að sjálfsögöu ekki rétt. Á jaðri hvers bingóseðils er uppgefinn ákveöinn gildistími. Þær tölur sem dregnar eru út á þessu tímabili skulu aðeins færast inn á þann seðil sem hefurþennan ákveðna gildistíma. Utdregnar tölur 16 vinningar 34,48% - 17 - 17,24% - 16 — 13,8% - ________151 - 34,48% 65 ’ 100% ' Samkvæmt þessum upplýsingum er ekki að sjá, þó aðeins 15 tölur séu dregnar út í síðustu vikunni, aö neitt færri vinningar komi í þeirri viku. I þeirri umferð sem nú stendur yfir hafa verið dregnar út 65 tölur sern skiptast þannig: Vikuna 9/8 — 14/8 16tölur Vikuna 16/8 — 21/8 14tölur Vikuna 23/8 — 28/8 18 tölur Vikuna 30/8 - 4/9 17tölur Samtals 65 tölur Ef ekki hefur fengist bingó á umræddan seöil skal hann rifinn frá blokkinni. Þiö byrjiö alltaf á nýjum seðli á mánudegi og endið á laugar- degi. Að lokum skal það tekiö fram að vanti einhvem nánari upplýsingar getur viðkomandi hringt fyrir hádegi í síma 28010. heildartölu vísitöluhækkunar (113%) jafngildir 2,9% frádráttur frá henni um24,6%skerðingu. Alls munu frádráttarliðir verðbóta- hækkunarinnar þann 1. sept. þvi nema um 36,4% skeröingu verðbóta. Þetta þýðir að veröbótahækkunin um næstu mánaöamót er skert um rúmlega þriöjung. Krafa fólksins aö stjórnendur gangi á undan meðgóðu fordæmi Sólon Lárusson skrifar: Hvernig hugsa þessir ráðherrar, hvemig ætlast þeir til að hinn almenni borgari taki þá alvarlega? Þessir menn hika ekki við að taka til sín á fjórða þúsund launahækkun á mánuöi á sama tíma og laun verka- mannsins hækka um þrjú hundruð krónur. Eg heföi haldið að það kostaði þaö sama að framfleyta verkamanna- fjölskyldu og ráðherrafjölskyldu. A tímum sem þessum kemur ekki annað til greina en að allir fái sömu krónutölu. Kaupskerðingar- aðferðirnar era ekki til annars en að hleypa illu blóði í fólk. Það kemur ekki til greina að þessir menn stjómi lengur, jafnvel þó ekki taki betra við. Það hlýtur að vera krafa fólksins að stjórnendur gangi á undan með góðu fordæmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.